Lífið

Edrú John Grant

John Grant spilar Edrúhöllinni 17. janúar.
John Grant spilar Edrúhöllinni 17. janúar.
Bandaríski tónlistarmaðurinn John Grant sneri aftur hingað til lands 9. janúar eftir að hafa spilað á Airwaves-hátíðinni síðasta haust við góðar undirtektir. Hann ætlar að dvelja á landinu til næstu mánaðamóta, eða í um þrjár vikur.

Eins og komið hefur fram ætlar hann að spila í Edrúhöllinni 17. janúar og það verða hans einu tónleikar hér á landi. Grant ætti að finna sig vel í Edrúhöllinni því hann hefur ekki notað vímuefni árum saman en á plötu hans, Queen of Denmark, söng hann meðal annars um baráttu sína við áfengis- og eiturlyfjafíkn. -fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.