Atvinnulífið áfram hlynnt upptöku evru 16. janúar 2012 06:00 Carsten Dybvad segir að tenging dönsku krónunnar við evruna hafi reynzt vel og engin áform séu uppi um að afnema hana. Mynd/Dansk Industri Samtök atvinnulífsins í Danmörku (Dansk Industri) eru enn þeirrar skoðunar að upptaka evrunnar væri í þágu hagsmuna dansks efnahagslífs, þrátt fyrir umrótið á evrusvæðinu. Þetta segir Karsten Dybvad, framkvæmdastjóri samtakanna. „Við höfum ekki skipt um skoðun,“ svaraði Dybvad þegar Fréttablaðið spurði hann hvort Dansk Industri talaði enn fyrir upptöku evru. „Í skoðanakönnunum sjáum við að forystumönnum fyrirtækja sem vilja taka upp evru hefur fækkað frá því sem var, en um leið sjáum við aukinn stuðning við tengingu dönsku krónunnar við evruna.“ Dybvad segist telja að mikil andstaða við upptöku evrunnar í Danmörku samkvæmt skoðanakönnunum sé vegna þeirrar óvissu, sem ríki á evrusvæðinu. „Ef maður styngi upp á því að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um evruna á morgun, myndi fólk sennilega segja manni að bíða hægur og sjá hvernig mál þróast. En við styðjum áfram upptöku evru.“ Gengi dönsku krónunnar er fest við evruna. Dybvad segir að það fyrirkomulag hafi gagnazt Danmörku vel, aukið trú fjármálamarkaða á dönsku efnahagslífi og stuðlað að lágum vöxtum. Engar hugmyndir séu uppi um að afnema þá tengingu og leyfa gengi krónunnar að sveiflast. Per Callesen, seðlabankastjóri Danmerkur, segir að tengingin við evruna hafi tryggt aukinn stöðugleika í dönsku efnahagslífi. Ókostirnir við að nota ekki evruna sjálfa séu hins vegar að seðlabankinn geti neyðzt til að halda vöxtum hærri en á evrusvæðinu til að verja gjaldmiðilinn. Undanfarið hafi vextir í Danmörku þó verið lægri en í Þýzkalandi, sem líklega sé tímabundið. Þá hafi fyrirkomulagið í för með sér að Danmörk geti ekki tekið þátt í ákvörðunum sem tengist evrunni. Danska ríkisstjórnin hyggst taka á sig nýjar skuldbindingar í ríkisfjármálum sem er að finna í drögum að ríkisfjármálasáttmála 26 Evrópusambandsríkja. Torben M. Andersen, prófessor í hagfræði við Árósaháskóla, segir að ábyrg ríkisfjármálastefna sé nauðsynleg til að styðja trúverðugleika fastgengisstefnunnar, sem Danmörk fylgir gagnvart evrunni og koma þannig í veg fyrir spákaupmennsku með krónuna. „Lexían sem við höfum lært og stefnan sem við höfum fylgt síðan á níunda áratugnum er að ríkisfjármálastefnan er bakhjarl trúverðugleika fastgengisstefnunnar,“ sagði Andersen á fundi með blaðamönnum í Kaupmannahöfn í síðustu viku. olafur@frettabladid.is Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Samtök atvinnulífsins í Danmörku (Dansk Industri) eru enn þeirrar skoðunar að upptaka evrunnar væri í þágu hagsmuna dansks efnahagslífs, þrátt fyrir umrótið á evrusvæðinu. Þetta segir Karsten Dybvad, framkvæmdastjóri samtakanna. „Við höfum ekki skipt um skoðun,“ svaraði Dybvad þegar Fréttablaðið spurði hann hvort Dansk Industri talaði enn fyrir upptöku evru. „Í skoðanakönnunum sjáum við að forystumönnum fyrirtækja sem vilja taka upp evru hefur fækkað frá því sem var, en um leið sjáum við aukinn stuðning við tengingu dönsku krónunnar við evruna.“ Dybvad segist telja að mikil andstaða við upptöku evrunnar í Danmörku samkvæmt skoðanakönnunum sé vegna þeirrar óvissu, sem ríki á evrusvæðinu. „Ef maður styngi upp á því að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um evruna á morgun, myndi fólk sennilega segja manni að bíða hægur og sjá hvernig mál þróast. En við styðjum áfram upptöku evru.“ Gengi dönsku krónunnar er fest við evruna. Dybvad segir að það fyrirkomulag hafi gagnazt Danmörku vel, aukið trú fjármálamarkaða á dönsku efnahagslífi og stuðlað að lágum vöxtum. Engar hugmyndir séu uppi um að afnema þá tengingu og leyfa gengi krónunnar að sveiflast. Per Callesen, seðlabankastjóri Danmerkur, segir að tengingin við evruna hafi tryggt aukinn stöðugleika í dönsku efnahagslífi. Ókostirnir við að nota ekki evruna sjálfa séu hins vegar að seðlabankinn geti neyðzt til að halda vöxtum hærri en á evrusvæðinu til að verja gjaldmiðilinn. Undanfarið hafi vextir í Danmörku þó verið lægri en í Þýzkalandi, sem líklega sé tímabundið. Þá hafi fyrirkomulagið í för með sér að Danmörk geti ekki tekið þátt í ákvörðunum sem tengist evrunni. Danska ríkisstjórnin hyggst taka á sig nýjar skuldbindingar í ríkisfjármálum sem er að finna í drögum að ríkisfjármálasáttmála 26 Evrópusambandsríkja. Torben M. Andersen, prófessor í hagfræði við Árósaháskóla, segir að ábyrg ríkisfjármálastefna sé nauðsynleg til að styðja trúverðugleika fastgengisstefnunnar, sem Danmörk fylgir gagnvart evrunni og koma þannig í veg fyrir spákaupmennsku með krónuna. „Lexían sem við höfum lært og stefnan sem við höfum fylgt síðan á níunda áratugnum er að ríkisfjármálastefnan er bakhjarl trúverðugleika fastgengisstefnunnar,“ sagði Andersen á fundi með blaðamönnum í Kaupmannahöfn í síðustu viku. olafur@frettabladid.is
Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira