Horfinn Silfursjóður! 16. janúar 2012 07:00 Öllum er væntanlega enn í fersku minni frábær árangur íslenska landsliðsins í handknattleik á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Þar vann íslenska liðið til silfurverðlauna og varð þar með fyrst liða á Íslandi til að vinna til verðlauna í hópíþróttum á Ólympíuleikum. Í kjölfar frábærs árangurs og glæsilegrar móttöku tugþúsunda Íslendinga í miðbæ Reykjavíkur á hetjum okkar var stofnaður sjóður á vegum Reykjavíkurborgar sem fékk það sjálfsagða heiti, Silfursjóður Reykjavíkurborgar. Hanna Birna Kristjánsdóttir sem þá var borgarstjóri tilkynnti að framlagið í Silfursjóðinn yrði 20 milljónir króna. Markmiðið með stofnun sjóðsins var að gera ungmennum kleift að kynnast handboltaíþróttinni fram að Ólympíuleikunum í Lundúnum 2012 meðal annars með því að hvetja reykvísk börn til handknattleiksiðkunar og almennrar íþróttaiðkunar. Einnig að miðla hugmyndafræði íslenska karlalandsliðsins í handknattleik og styrkja yngri landslið Íslands í sömu grein. Veita átti framlag úr sjóðnum, fimm milljónir króna á ári þangað til og yrði fyrirliði liðsins, Ólafur Stefánsson, verndari sjóðsins. Íþróttafélög, skólar o.fl. í Reykjavík áttu síðan að geta sótt um fjármagn úr sjóðnum árlega. Fyrstu tvö árin var veitt fé úr sjóðnum en þegar aðilar tengdir handknattleik hugðust sækja um í sjóðinn þriðja árið af fjórum var hann horfinn! Sjóðurinn hefur verið lagður niður eða réttara sagt sameinaður öðrum tveimur sjóðum, Forvarna- og framfarasjóði Reykjavíkurborgar og Forvarnasjóði Reykjavíkurborgar, í einn nýjan sjóð: Forvarnasjóð Reykjavíkur. Þrátt fyrir göfug markmið í forvarnamálum Reykjavíkur og eflingu félagsauðs í úthlutunarreglum hins nýstofnaða sjóðs er þar engu að síður ekkert að finna sem samsvarar þeim úthlutunarreglum sem Silfursjóðurinn laut né nokkuð sem gerir sjóðnum kleift að uppfylla þær skyldur sem Silfursjóðurinn hafði. Hinn nýstofnaði sjóður getur því ekki úthlutað fjármagni til handknattleikshreyfingarinnar enda kom það á daginn að þegar Forvarnasjóðurinn úthlutaði sinni fyrstu úthlutun í lok síðasta árs var öllum umsóknum í sjóðinn tengdum handknattleik hafnað. Merkilegt það. Enn merkilegra er, að þegar borgarstjóri með erindisbréfi sínu í byrjun árs 2011 skipaði starfshóp sem hafði það hlutverk að yfirfara reglur um forvarna- og framfarasjóði Reykjavíkurborgar var ekkert í því erindisbréfi sem kvað á um að Silfursjóðurinn ætti að vera með. Samt sem áður var tekin sú ákvörðun að sameina Silfursjóðinn, sem í voru tíu milljónir, við tvo forvarnasjóði án nokkurra skýringa né án nokkurs samráðs við handknattleiksforystuna í landinu. En merkilegast er þó, að ráðstöfunarfé hins nýstofnaða Forvarnasjóðs Reykjavíkur er nákvæmlega tíu milljónir! Tíu milljónir sem eftir voru í Silfursjóðnum, sjóðnum sem í dag er horfinn og var ætlaður til eflingar handknattleiks í kjölfar frábærs árangurs á Ólympíuleikunum í Peking. Tíu milljónir sem að óbreyttu handknattleiksíþróttin fær aldrei að njóta eins og til stóð. Það er með ólíkindum hvernig þessi sjóður hefur verið afgreiddur með einu pennastriki af núverandi meirihluta Besta flokks og Samfylkingar. Jón Gnarr og Dagur ættu að vera menn að meiri og standa við þau loforð sem stofnun Silfursjóðsins gaf fyrirheit um. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Öllum er væntanlega enn í fersku minni frábær árangur íslenska landsliðsins í handknattleik á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Þar vann íslenska liðið til silfurverðlauna og varð þar með fyrst liða á Íslandi til að vinna til verðlauna í hópíþróttum á Ólympíuleikum. Í kjölfar frábærs árangurs og glæsilegrar móttöku tugþúsunda Íslendinga í miðbæ Reykjavíkur á hetjum okkar var stofnaður sjóður á vegum Reykjavíkurborgar sem fékk það sjálfsagða heiti, Silfursjóður Reykjavíkurborgar. Hanna Birna Kristjánsdóttir sem þá var borgarstjóri tilkynnti að framlagið í Silfursjóðinn yrði 20 milljónir króna. Markmiðið með stofnun sjóðsins var að gera ungmennum kleift að kynnast handboltaíþróttinni fram að Ólympíuleikunum í Lundúnum 2012 meðal annars með því að hvetja reykvísk börn til handknattleiksiðkunar og almennrar íþróttaiðkunar. Einnig að miðla hugmyndafræði íslenska karlalandsliðsins í handknattleik og styrkja yngri landslið Íslands í sömu grein. Veita átti framlag úr sjóðnum, fimm milljónir króna á ári þangað til og yrði fyrirliði liðsins, Ólafur Stefánsson, verndari sjóðsins. Íþróttafélög, skólar o.fl. í Reykjavík áttu síðan að geta sótt um fjármagn úr sjóðnum árlega. Fyrstu tvö árin var veitt fé úr sjóðnum en þegar aðilar tengdir handknattleik hugðust sækja um í sjóðinn þriðja árið af fjórum var hann horfinn! Sjóðurinn hefur verið lagður niður eða réttara sagt sameinaður öðrum tveimur sjóðum, Forvarna- og framfarasjóði Reykjavíkurborgar og Forvarnasjóði Reykjavíkurborgar, í einn nýjan sjóð: Forvarnasjóð Reykjavíkur. Þrátt fyrir göfug markmið í forvarnamálum Reykjavíkur og eflingu félagsauðs í úthlutunarreglum hins nýstofnaða sjóðs er þar engu að síður ekkert að finna sem samsvarar þeim úthlutunarreglum sem Silfursjóðurinn laut né nokkuð sem gerir sjóðnum kleift að uppfylla þær skyldur sem Silfursjóðurinn hafði. Hinn nýstofnaði sjóður getur því ekki úthlutað fjármagni til handknattleikshreyfingarinnar enda kom það á daginn að þegar Forvarnasjóðurinn úthlutaði sinni fyrstu úthlutun í lok síðasta árs var öllum umsóknum í sjóðinn tengdum handknattleik hafnað. Merkilegt það. Enn merkilegra er, að þegar borgarstjóri með erindisbréfi sínu í byrjun árs 2011 skipaði starfshóp sem hafði það hlutverk að yfirfara reglur um forvarna- og framfarasjóði Reykjavíkurborgar var ekkert í því erindisbréfi sem kvað á um að Silfursjóðurinn ætti að vera með. Samt sem áður var tekin sú ákvörðun að sameina Silfursjóðinn, sem í voru tíu milljónir, við tvo forvarnasjóði án nokkurra skýringa né án nokkurs samráðs við handknattleiksforystuna í landinu. En merkilegast er þó, að ráðstöfunarfé hins nýstofnaða Forvarnasjóðs Reykjavíkur er nákvæmlega tíu milljónir! Tíu milljónir sem eftir voru í Silfursjóðnum, sjóðnum sem í dag er horfinn og var ætlaður til eflingar handknattleiks í kjölfar frábærs árangurs á Ólympíuleikunum í Peking. Tíu milljónir sem að óbreyttu handknattleiksíþróttin fær aldrei að njóta eins og til stóð. Það er með ólíkindum hvernig þessi sjóður hefur verið afgreiddur með einu pennastriki af núverandi meirihluta Besta flokks og Samfylkingar. Jón Gnarr og Dagur ættu að vera menn að meiri og standa við þau loforð sem stofnun Silfursjóðsins gaf fyrirheit um.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun