Lífið

Craig og Weisz kaupa sér lúxusíbúð

Daniel Craig og Rachel Weisz hafa keypt sér þakíbúð í New York fyrir 11,5 milljónir dollara.
Daniel Craig og Rachel Weisz hafa keypt sér þakíbúð í New York fyrir 11,5 milljónir dollara. nordicphotos/Getty
James Bond-leikarinn Daniel Craig og eiginkona hans, Rachel Weisz, hafa fjárfest í sex herbergja íbúð í SoHo-hverfinu í New York. Íbúðin skartar meðal annars þremur baðherbergjum, sjónvarpsherbergi með arni og sér þakgarði. Skötuhjúin þurftu að borga 11,5 milljónir dollara samkvæmt New York Post.

Craig og Weisz giftu sig í New York í maí í fyrra en athöfninni var haldið leyndri. Weisz var þá nýskilin við eiginmann sinn, leikstjórann Darren Aronofsky. Craig er um þessar mundir að leika í nýjustu Bond-myndinni, Skyfall, sem beðið er með mikilli eftirvæntingu en samkvæmt óstaðfestum fregnum hefur hann skrifað upp á samning um að leika í fimm Bond-kvikmyndum til viðbótar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.