Lífið

Stefnir á Ólympíuleikana 2016

Jón Þór Sigurðsson, Nonni kjuði, stefnir á þátttöku í Ólympíuleikunum í Brasilíu 2016.
Jón Þór Sigurðsson, Nonni kjuði, stefnir á þátttöku í Ólympíuleikunum í Brasilíu 2016. fréttablaðið/stefán
Jón Þór Sigurðsson, eða Nonni kjuði, trommari hljómsveitarinnar Diktu, stefnir á þátttöku í Ólympíuleikunum í Brasilíu 2016 í skotfimi. „Núna er stefnan tekin á að standa sig vel hérna heima. Svo er aldrei að vita nema maður taki stefnuna á Ólympíuleikana 2016,“ segir Nonni.

Þrátt fyrir bronsverðlaun á Smáþjóðaleikunum í Liechtenstein síðasta sumar öðlaðist hann ekki þátttökurétt á Ólympíuleikunum í London í sumar. Til þess hefði hann þurft að taka þátt í fleiri alþjóðlegum mótum en Smáþjóðaleikarnir var fyrsta mótið hans erlendis. „Vonandi öðlast maður meiri reynslu í því á næstu árum. Ef vel gengur er aldrei að vita hvað gerist.“

Nonni byrjaði að stunda skotfimi fyrir tæpum tveimur árum og hefur fundið sig mjög vel í íþróttinni. Hann keppir fyrir hönd Skotfélags Kópavogs í enskum riffli þar sem hann hefur náð góðum árangri. Tveir efstu keppendurnir eftir skotfimitímabilið 2010 voru einmitt valdir á síðustu Smáþjóðaleika og var Nonni annar þeirra. Hinn var Guðmundur Helgi Christensen sem vann gullverðlaun á mótinu. -fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.