Lífið

Lág stefgjöldin fyrir Thank You

Dikta varð fyrir vonbrigðum þegar hún opnaði umslagið frá STEF.
Dikta varð fyrir vonbrigðum þegar hún opnaði umslagið frá STEF.
Stefgjöldin sem hljómsveitin Dikta fékk fyrir lagið Thank You í desember voru mun lægri en hún átti von á. Lagið var eitt það vinsælasta árið 2010 og mikið spilað í útvarpinu en það virðist ekki hafa dugað til.

„Þetta var ágætis upphæð en það sem við fengum í vasann var nánast ekki neitt,“ segir trommarinn Jón Þór Sigurðsson, eða Nonni kjuði. „Þetta virðist hafa farið meira og minna í skatt, miðað við það sem við fengum útreiknað á pappírum. Ég veit ekki alveg hvað Steingrímur J. og þetta lið er að krukka. Þetta er orðið hálf hlægilegt.“

Fjórða plata Diktu, Trust Me, kom út fyrir jólin og seldist í um tvö þúsund eintökum samkvæmt Tónlistanum. Síðasta plata sveitarinnar, Get It Together, hefur selst í um tíu þúsund stykkjum síðan hún kom út 2009. Hafa ber í huga að Get It Together seldist í 2.600 eintökum þegar hún kom út fyrir jólin 2009 en seldist svo í yfir sex þúsund eintökum árið 2010 eftir að Thank You sló í gegn.

Dikta lætur ekki lág stefgjöld fyrir Thank You slá sig út af laginu og spilar á sínum fyrstu tónleikum erlendis á árinu í Bryggen í Kaupmannahöfn 4. febrúar. Fleiri tónleikar erlendis verða síðar á árinu, auk þess sem samningar eru í bígerð við þýsku útgáfuna Smarten-Up Records, sem gaf út Get It Together, um að gefa út einnig út Trust Me erlendis. -fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.