Ef ég væri biskup Óskar Hafsteinn Óskarsson skrifar 11. janúar 2012 06:00 Ef ég væri ríkur,“ söng Tevje mjólkurpóstur. Um þessar mundir ganga margir með biskupinn í maganum. Ég er ekki frá því nema ég finni fyrir breytingu eða kannski eru það bara leifar af jólaátinu. Staðan er óljós en skýrist trúlega á næstu vikum, þ.e. hvort meðganga er hafin eða hvort megrunar gerist þörf. Fyrsti þröskuldurinn er aldurinn því í kirkjunni er maður ekki kominn í fullorðinna manna tölu fyrr en í kringum fimmtugt, helst fimmtíu plús. Að hafa síðan hvorki gefið út bók né heldur geta státað af því að vera af biskupsættum er ekki vænlegt veganesti. Ekkiseta á Kirkjuþingi og þátttökuleysi í þotuliði þjóðkirkjunnar mun síst duga til árangurs. Hljótt er um áskoranir og hvatningarsímtöl eru fá (engin). Þar með er framboðið eitt eftir og er þá þegar orðið talsvert umfangsmeira en eftirspurnin. Öllum er þó frjálst að láta sig dreyma og syngja, líkt og Tevje gerði forðum, en þó ekki um ríkidæmi eins og hann heldur um biskupsdæmi. Ef ég væri biskup. Da ra, rí ra ra ra, ri ra ra ra, rí ra ra ra ramm. Ef ég væri di ri ri ri ramm, …ég mundi da ra ri ri ri ramm: Öflugt starfsfólk og góð tengsl…byrja á því að velja mér gott teymi til að vinna með. Í því mundi vera skapandi fólk með ólíka reynslu og bakgrunn en eiga það sameiginlegt að þykja vænt um kirkjuna og vera annt um framtíð hennar. Biskup er leiðtogi og verður að eiga sér gott bakland. …ráða öflugt fólk í störf biskupsritara, starfsmannastjóra og fjölmiðlafulltrúa. Verandi karl væri nauðsynlegt að a.m.k tvö af þessum þremur störfum væru skipuð konum. Með því að ráða starfsmannastjóra væri hægt að tryggja góða yfirsýn og gott utanumhald á öllu því góða fólki sem starfar í kirkjunni. Kirkjan á að vera til fyrirmyndar þegar kemur að ráðningum og því að hlúa að starfsfólki sínu. Gríðarlega þýðingarmikið er að ráða fjölmiðlafulltrúa í fullt starf í þjónustu kirkjunnar og þar skiptir máli að viðkomandi hafi víðtæka reynslu og þekkingu á fjölmiðlum. …skapa mér þannig starfsumhverfi að ég geti verið í góðu sambandi við fólk vítt og breitt um landið. Hér reynir á skipulag og gott samstarfsfólk. Nauðsynleg forsenda uppbyggingar og mögulegra breytinga er að hlusta á fólkið sem ber uppi starfið í söfnuðunum – og taka mark á því. Til að þetta sé mögulegt þarf að stokka upp skipulag á Biskupsstofu og tryggja að framkvæmdasýsla geti sem mest verið á annarra höndum en biskupsins. Opinn, hlustandi og leitandi…gera mér far um að endurnýja heit kirkjunnar við þjóðina, með því m.a. að efla samræðurnar um gildin sem við viljum lifa eftir. Réttlæti, umhyggja, heiðarleiki og traust. Þetta eru bara orð en ef orðin fá rödd og hjörtu sem slá þá fara góðir hlutir að gerast. Biskup þarf að tala skýrri röddu þegar kemur að viðfangsefnum sem snúa að jafnrétti og félagslegu réttlæti. Um leið þarf hann að vera óspar á hrós og tala bjartsýni inn í vonleysi og oft á tíðum niðurdrepandi umræðu hversdagsins. Meistarinn frá Nasaret er fyrirmynd í þessu eins og svo mörgu og erindi kirkjunnar er ekki leiðindi heldur fagnaðarerindi. …vera sem oftast í góðu skapi og vanda mig í samskiptum við fólk. Leiðarvísir: Nærgætni, virðing og skilningur. Og muna að mistök eru til að læra af þeim. …vera opinn, hlustandi og leitandi. Biðja fyrir, uppörva, hlúa að, hvetja og styðja fólk til góðra verka. …taka þátt í að byggja upp öfluga kirkju sem þjónar fólki um allt land. Og stuðla að enn frekari þátttöku fólks í starfinu og eins þegar kemur að ákvörðunartöku á vettvangi kirkjunnar. Þar á meðal á Kirkjuþingi sem fer með æðsta vald í málefnum þjóðkirkjunnar. Lillablái liturinn…hvetja til gagnrýninnar og opinnar umræðu um kirkju og kristni í landinu. Vinna undir því markmiði að kirkjan sé fyrirmyndarhreyfing þegar kemur að jafnrétti, lýðræði og vönduðum vinnubrögðum. …fagna fjölbreytileikanum í samfélagi okkar og stuðla að samræðum á milli ólíkra lífsskoðana og trúarbragða. …gæta þess að vera einlægur og ekta og segja alltaf satt. Hver segir að biskupsaldurinn sé 50+? Tæplega fertugur biskup væri tákn nýrra tíma í kirkjunni. Óléttu biskupsefnin bíða við þröskuldinn og verður spennandi að sjá. Sjálfur ætla ég í megrun. Annars held ég reyndar að lillablái liturinn mundi fara mér óskaplega vel…já, ef ég væri biskup. Da ra, rí ra ra ra, ri ra ra ra, rí ra ra ra ramm! Gleðilegt nýtt biskupsár! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Ef ég væri ríkur,“ söng Tevje mjólkurpóstur. Um þessar mundir ganga margir með biskupinn í maganum. Ég er ekki frá því nema ég finni fyrir breytingu eða kannski eru það bara leifar af jólaátinu. Staðan er óljós en skýrist trúlega á næstu vikum, þ.e. hvort meðganga er hafin eða hvort megrunar gerist þörf. Fyrsti þröskuldurinn er aldurinn því í kirkjunni er maður ekki kominn í fullorðinna manna tölu fyrr en í kringum fimmtugt, helst fimmtíu plús. Að hafa síðan hvorki gefið út bók né heldur geta státað af því að vera af biskupsættum er ekki vænlegt veganesti. Ekkiseta á Kirkjuþingi og þátttökuleysi í þotuliði þjóðkirkjunnar mun síst duga til árangurs. Hljótt er um áskoranir og hvatningarsímtöl eru fá (engin). Þar með er framboðið eitt eftir og er þá þegar orðið talsvert umfangsmeira en eftirspurnin. Öllum er þó frjálst að láta sig dreyma og syngja, líkt og Tevje gerði forðum, en þó ekki um ríkidæmi eins og hann heldur um biskupsdæmi. Ef ég væri biskup. Da ra, rí ra ra ra, ri ra ra ra, rí ra ra ra ramm. Ef ég væri di ri ri ri ramm, …ég mundi da ra ri ri ri ramm: Öflugt starfsfólk og góð tengsl…byrja á því að velja mér gott teymi til að vinna með. Í því mundi vera skapandi fólk með ólíka reynslu og bakgrunn en eiga það sameiginlegt að þykja vænt um kirkjuna og vera annt um framtíð hennar. Biskup er leiðtogi og verður að eiga sér gott bakland. …ráða öflugt fólk í störf biskupsritara, starfsmannastjóra og fjölmiðlafulltrúa. Verandi karl væri nauðsynlegt að a.m.k tvö af þessum þremur störfum væru skipuð konum. Með því að ráða starfsmannastjóra væri hægt að tryggja góða yfirsýn og gott utanumhald á öllu því góða fólki sem starfar í kirkjunni. Kirkjan á að vera til fyrirmyndar þegar kemur að ráðningum og því að hlúa að starfsfólki sínu. Gríðarlega þýðingarmikið er að ráða fjölmiðlafulltrúa í fullt starf í þjónustu kirkjunnar og þar skiptir máli að viðkomandi hafi víðtæka reynslu og þekkingu á fjölmiðlum. …skapa mér þannig starfsumhverfi að ég geti verið í góðu sambandi við fólk vítt og breitt um landið. Hér reynir á skipulag og gott samstarfsfólk. Nauðsynleg forsenda uppbyggingar og mögulegra breytinga er að hlusta á fólkið sem ber uppi starfið í söfnuðunum – og taka mark á því. Til að þetta sé mögulegt þarf að stokka upp skipulag á Biskupsstofu og tryggja að framkvæmdasýsla geti sem mest verið á annarra höndum en biskupsins. Opinn, hlustandi og leitandi…gera mér far um að endurnýja heit kirkjunnar við þjóðina, með því m.a. að efla samræðurnar um gildin sem við viljum lifa eftir. Réttlæti, umhyggja, heiðarleiki og traust. Þetta eru bara orð en ef orðin fá rödd og hjörtu sem slá þá fara góðir hlutir að gerast. Biskup þarf að tala skýrri röddu þegar kemur að viðfangsefnum sem snúa að jafnrétti og félagslegu réttlæti. Um leið þarf hann að vera óspar á hrós og tala bjartsýni inn í vonleysi og oft á tíðum niðurdrepandi umræðu hversdagsins. Meistarinn frá Nasaret er fyrirmynd í þessu eins og svo mörgu og erindi kirkjunnar er ekki leiðindi heldur fagnaðarerindi. …vera sem oftast í góðu skapi og vanda mig í samskiptum við fólk. Leiðarvísir: Nærgætni, virðing og skilningur. Og muna að mistök eru til að læra af þeim. …vera opinn, hlustandi og leitandi. Biðja fyrir, uppörva, hlúa að, hvetja og styðja fólk til góðra verka. …taka þátt í að byggja upp öfluga kirkju sem þjónar fólki um allt land. Og stuðla að enn frekari þátttöku fólks í starfinu og eins þegar kemur að ákvörðunartöku á vettvangi kirkjunnar. Þar á meðal á Kirkjuþingi sem fer með æðsta vald í málefnum þjóðkirkjunnar. Lillablái liturinn…hvetja til gagnrýninnar og opinnar umræðu um kirkju og kristni í landinu. Vinna undir því markmiði að kirkjan sé fyrirmyndarhreyfing þegar kemur að jafnrétti, lýðræði og vönduðum vinnubrögðum. …fagna fjölbreytileikanum í samfélagi okkar og stuðla að samræðum á milli ólíkra lífsskoðana og trúarbragða. …gæta þess að vera einlægur og ekta og segja alltaf satt. Hver segir að biskupsaldurinn sé 50+? Tæplega fertugur biskup væri tákn nýrra tíma í kirkjunni. Óléttu biskupsefnin bíða við þröskuldinn og verður spennandi að sjá. Sjálfur ætla ég í megrun. Annars held ég reyndar að lillablái liturinn mundi fara mér óskaplega vel…já, ef ég væri biskup. Da ra, rí ra ra ra, ri ra ra ra, rí ra ra ra ramm! Gleðilegt nýtt biskupsár!
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar