
Er kalda stríðinu ekki lokið?
Lengi framan af var ekki augljóst hvert stefndi með grundvöll NATO, en að lokum hafði hernaðarhyggjan betur. Í stað þess að Atlantshafsbandalagið væri lagt niður, sem hefði verið rökrétt, var ákveðið að tryggja efnahagslega og pólitíska hagsmuni hernaðar og vopnakapphlaups. Hér á landi lögðu stjórnarherrar sig alla fram um að ríghalda í bandaríska herliðið á Miðnesheiði, enda þótt Bandaríkjamönnum sjálfum væri löngu ljóst að vera þess hér væri tilgangslaus. Fastaráð NATO samþykkti sumarið 2007 beiðni þáverandi ríkisstjórnar Íslands um að NATO-ríki hefðu með höndum tímabundna loftrýmisgæslu með orrustuþotum hér við land. Í kjölfar þess að herinn fór var síðan lögð vinna í sérstakt áhættumat í öryggis- og varnarmálum þjóðarinnar. Ein af meginniðurstöðum þeirrar vinnu er að „engar vísbendingar eru um að hernaðarógn muni í náinni framtíð steðja að Íslandi“. Þrátt fyrir þessa augljósu staðreynd takast enn á sjónarmið gömlu hernaðarhyggjunnar annars vegar og hins vegar nýrrar sýnar og nálgunar í öryggismálum.
Þegar Alþingi ákvað að hefja vinnu við að móta þjóðaröryggisstefnu var ljóst að meirihluti Alþingis vildi hverfa frá þröngri hernaðarhugsun og segja skilið við kalda stríðið. Það kemur því óneitanlega á óvart að hernaðaræfingar, eins og loftrýmisgæsla NATO, skuli enn eiga fylgismenn í öðrum flokkum en Sjálfstæðisflokknum. Loftrýmisgæsla í nokkrar vikur á ári hefur ekkert með öryggi Íslands að gera. Það er ástæða þess að ég hafði frumkvæði að því á nýloknu þingi Norðurlandaráðs að fjalla um loftrýmisgæsluna við Ísland. Gagnrýndi ég þar einkum utanríkisráðherra hlutlausu landanna Finnlands og Svíþjóðar fyrir að vilja taka þátt í þessum hernaðarleikjum, en skálkaskjólið nú er að allt sé þetta í anda „norrænnar samvinnu“. Hún er vissulega góð en á hins vegar ekki að snúast um hernaðarbrölt. Um það getur ekki orðið breið samstaða enda er loftrýmisgæslan arfur frá tímum kalda stríðsins. Það vita hins vegar flestir að því er lokið og þess vegna eiga menn að hætta þessum stríðsleikjum.
Skoðun

Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið
Gína Júlía Waltersdóttir skrifar

Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng
Katrín Sigurðardóttir skrifar

Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið!
Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar

Linsa Lífsins
Matthildur Björnsdóttir skrifar

„Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu?
Viðar Halldórsson skrifar

Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði?
Sigvaldi Einarsson skrifar

Netöryggi til framtíðar
Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar

Aftur á byrjunarreit
Hörður Arnarson skrifar

Norðurlandamet í fúski!
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám
Matthías Arngrímsson skrifar

Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja
Helen Ólafsdóttir skrifar

Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð!
Hjálmtýr Heiðdal skrifar

Hvert er markmið fulltrúalýðræðis?
Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar

Ég vona að þú gleymir mér ekki
Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar

Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu?
Grétar Birgisson skrifar

Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það?
Davíð Bergmann skrifar

Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans
Vésteinn Ólason skrifar

Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska?
Júlíus Valsson skrifar

Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna
Jón Þór Ólafsson skrifar

Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag
Davíð Aron Routley skrifar

Dæmt um efni, Hörður
Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar

Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda
Matthías Arngrímsson skrifar

Sóvésk sápuópera
Franklín Ernir Kristjánsson skrifar

Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum?
Anton Guðmundsson skrifar

Dæmir sig sjálft
Jón Pétur Zimsen skrifar

Mega blaðamenn ljúga?
Páll Steingrímsson skrifar

Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Hvað hefur áunnist á 140 dögum?
Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar

Samstarf er lykill að framtíðinni
Magnús Þór Jónsson skrifar

Kjarnorkuákvæði?
Dagur B. Eggertsson skrifar