Er kalda stríðinu ekki lokið? Árni Þór Sigurðsson skrifar 15. nóvember 2012 06:00 Eftir fall Sovétríkjanna hvarf um leið tilverugrundvöllur Atlantshafsbandalagsins (NATO). Hernaðarveldin voru hins vegar ekki á þeim buxunum að leggja upp laupana. NATO fór að færa út kvíarnar og í stað þess að snúast fyrst og fremst um varnarmál eigin aðildarríkja og vopnakapphlaup við Sovétríkin og fylgiríki þeirra tók bandalagið að hasla sér völl á ýmsum öðrum svæðum. Lengi framan af var ekki augljóst hvert stefndi með grundvöll NATO, en að lokum hafði hernaðarhyggjan betur. Í stað þess að Atlantshafsbandalagið væri lagt niður, sem hefði verið rökrétt, var ákveðið að tryggja efnahagslega og pólitíska hagsmuni hernaðar og vopnakapphlaups. Hér á landi lögðu stjórnarherrar sig alla fram um að ríghalda í bandaríska herliðið á Miðnesheiði, enda þótt Bandaríkjamönnum sjálfum væri löngu ljóst að vera þess hér væri tilgangslaus. Fastaráð NATO samþykkti sumarið 2007 beiðni þáverandi ríkisstjórnar Íslands um að NATO-ríki hefðu með höndum tímabundna loftrýmisgæslu með orrustuþotum hér við land. Í kjölfar þess að herinn fór var síðan lögð vinna í sérstakt áhættumat í öryggis- og varnarmálum þjóðarinnar. Ein af meginniðurstöðum þeirrar vinnu er að „engar vísbendingar eru um að hernaðarógn muni í náinni framtíð steðja að Íslandi“. Þrátt fyrir þessa augljósu staðreynd takast enn á sjónarmið gömlu hernaðarhyggjunnar annars vegar og hins vegar nýrrar sýnar og nálgunar í öryggismálum. Þegar Alþingi ákvað að hefja vinnu við að móta þjóðaröryggisstefnu var ljóst að meirihluti Alþingis vildi hverfa frá þröngri hernaðarhugsun og segja skilið við kalda stríðið. Það kemur því óneitanlega á óvart að hernaðaræfingar, eins og loftrýmisgæsla NATO, skuli enn eiga fylgismenn í öðrum flokkum en Sjálfstæðisflokknum. Loftrýmisgæsla í nokkrar vikur á ári hefur ekkert með öryggi Íslands að gera. Það er ástæða þess að ég hafði frumkvæði að því á nýloknu þingi Norðurlandaráðs að fjalla um loftrýmisgæsluna við Ísland. Gagnrýndi ég þar einkum utanríkisráðherra hlutlausu landanna Finnlands og Svíþjóðar fyrir að vilja taka þátt í þessum hernaðarleikjum, en skálkaskjólið nú er að allt sé þetta í anda „norrænnar samvinnu“. Hún er vissulega góð en á hins vegar ekki að snúast um hernaðarbrölt. Um það getur ekki orðið breið samstaða enda er loftrýmisgæslan arfur frá tímum kalda stríðsins. Það vita hins vegar flestir að því er lokið og þess vegna eiga menn að hætta þessum stríðsleikjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Eftir fall Sovétríkjanna hvarf um leið tilverugrundvöllur Atlantshafsbandalagsins (NATO). Hernaðarveldin voru hins vegar ekki á þeim buxunum að leggja upp laupana. NATO fór að færa út kvíarnar og í stað þess að snúast fyrst og fremst um varnarmál eigin aðildarríkja og vopnakapphlaup við Sovétríkin og fylgiríki þeirra tók bandalagið að hasla sér völl á ýmsum öðrum svæðum. Lengi framan af var ekki augljóst hvert stefndi með grundvöll NATO, en að lokum hafði hernaðarhyggjan betur. Í stað þess að Atlantshafsbandalagið væri lagt niður, sem hefði verið rökrétt, var ákveðið að tryggja efnahagslega og pólitíska hagsmuni hernaðar og vopnakapphlaups. Hér á landi lögðu stjórnarherrar sig alla fram um að ríghalda í bandaríska herliðið á Miðnesheiði, enda þótt Bandaríkjamönnum sjálfum væri löngu ljóst að vera þess hér væri tilgangslaus. Fastaráð NATO samþykkti sumarið 2007 beiðni þáverandi ríkisstjórnar Íslands um að NATO-ríki hefðu með höndum tímabundna loftrýmisgæslu með orrustuþotum hér við land. Í kjölfar þess að herinn fór var síðan lögð vinna í sérstakt áhættumat í öryggis- og varnarmálum þjóðarinnar. Ein af meginniðurstöðum þeirrar vinnu er að „engar vísbendingar eru um að hernaðarógn muni í náinni framtíð steðja að Íslandi“. Þrátt fyrir þessa augljósu staðreynd takast enn á sjónarmið gömlu hernaðarhyggjunnar annars vegar og hins vegar nýrrar sýnar og nálgunar í öryggismálum. Þegar Alþingi ákvað að hefja vinnu við að móta þjóðaröryggisstefnu var ljóst að meirihluti Alþingis vildi hverfa frá þröngri hernaðarhugsun og segja skilið við kalda stríðið. Það kemur því óneitanlega á óvart að hernaðaræfingar, eins og loftrýmisgæsla NATO, skuli enn eiga fylgismenn í öðrum flokkum en Sjálfstæðisflokknum. Loftrýmisgæsla í nokkrar vikur á ári hefur ekkert með öryggi Íslands að gera. Það er ástæða þess að ég hafði frumkvæði að því á nýloknu þingi Norðurlandaráðs að fjalla um loftrýmisgæsluna við Ísland. Gagnrýndi ég þar einkum utanríkisráðherra hlutlausu landanna Finnlands og Svíþjóðar fyrir að vilja taka þátt í þessum hernaðarleikjum, en skálkaskjólið nú er að allt sé þetta í anda „norrænnar samvinnu“. Hún er vissulega góð en á hins vegar ekki að snúast um hernaðarbrölt. Um það getur ekki orðið breið samstaða enda er loftrýmisgæslan arfur frá tímum kalda stríðsins. Það vita hins vegar flestir að því er lokið og þess vegna eiga menn að hætta þessum stríðsleikjum.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun