Verðmunur á gagnamagni um sæstrengi 12. júlí 2012 08:00 farice Farice rekur tvo sæstrengi sem tengja Ísland við umheiminn. Annar þeirra, Farice, kemur á land nyrst í Skotlandi en þessi mynd var tekin þegar strengurinn var dreginn á land árið 2004. Mikill munur er á því verði sem íslensk fjarskiptafyrirtæki og fyrirtæki í viðskiptum við gagnaver hér á landi greiða fyrir aðgang að sæstrengjum Farice. Sé tekið dæmi úr verðskrám Farice kemur í ljós að fjarskiptafyrirtækin greiða mánaðarlega 254.375 evrur, jafngildi ríflega 40 milljóna króna, fyrir tiltekinn aðgang að báðum sæstrengjum Farice sé miðað við þriggja ára samningstíma. Fyrir aðgang að öðrum strengja Farice greiða viðskiptavinir gagnavera hins vegar 11.400 evrur mánaðarlega, jafngildi tæpra tveggja milljóna króna, sé miðað við svipaða þjónustu og átján mánaða samningstíma. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er talsverð óánægja með þennan verðmun innan íslensku fjarskiptafyrirtækjanna. Óttast þau að erlendir viðskiptavinir gagnaveranna muni fara inn á markaði þeirra og taka frá þeim viðskipti í krafti verðmunarins. Ómar Benediktsson, framkvæmdastjóri Farice, leggur áherslu á að um tvo ólíka markaði sé að ræða. Þá sé þjónustan við þessa tvo hópa ólík auk þess sem viðskiptavinir gagnaveranna kaupi mun meira af gagnamagni sem réttlæti betri kjör. „Íslensku gagnaverin eru í samkeppni við sambærilega þjónustu í Evrópu og ef við rukkuðum umtalsvert hærra verð væru gagnaverin hér einfaldlega ekki samkeppnishæf," segir Ómar og heldur áfram: „Þetta eru tveir ólíkir og aðskildir markaðir og í verðlagningu greinum við á milli eins og lög heimila." Ómar bendir á að íslensku fjarskiptafyrirtækin kaupi af Farice svokallaða varða þjónustu en það geri hinir ekki. Varða þjónustan sé umtalsvert dýrari en sú óvarða. „Þegar strengir slitna sundur á meginlandi Evrópu, eins og gerist reglulega, þá hefur það ekki áhrif á íslensku fjarskiptafyrirtækin þar sem þau fá aðgang að öðrum strengjum í staðinn. Þetta er þjónusta sem við kaupum af öðrum og kostar mikla peninga. Sú þjónustu sem við seljum þessum tveimur hópum er því ekki fyllilega sambærileg," segir Ómar. Farice sagði þann 29. júní síðastliðinn upp samningum sínum við Símann og Vodafone frá og með október. Viðræður standa yfir um nýja samninga en Farice hefur boðað verulegar verðhækkanir á þjónustu sinni. Farice rekur tvo af þremur sæstrengjum sem tengja Ísland við umheiminn. Íslensku fjarskiptafyrirtækin kaupa aðgang að strengjunum sem er þeim nauðsynlegur til að þau geti boðið upp á Internetþjónustu. Ráðgerð verðhækkun á þjónustu Farice mun því leiða til hækkunar á verði Internetþjónustu til heimila og fyrirtækja. Ómar segir enn mjög mikla ónotaða flutningsgetu á sæstrengjum fyrirtækisins sem valdi því að það þurfi að hækka verð. „Hugsunin er hins vegar sú að þegar nýtingin á strengjunum verður meiri í framtíðinni muni símafyrirtækin njóta þess og þannig lækki verðskráin til þeirra sem skili sér til neytenda," segir Ómar. Farice er að stærstum hluta í eigu íslenska ríkisins (30,2%), Landsvirkjunar (28,9%) og Arion banka (39,3%). Fyrirtækið tapaði 8,55 milljónum evra á síðasta ári eða jafngildi 1,34 milljarða króna á núgildandi gengi. Árið 2010 tapaði fyrirtækið tæpum 17 milljónum evra. magnusl@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Mikill munur er á því verði sem íslensk fjarskiptafyrirtæki og fyrirtæki í viðskiptum við gagnaver hér á landi greiða fyrir aðgang að sæstrengjum Farice. Sé tekið dæmi úr verðskrám Farice kemur í ljós að fjarskiptafyrirtækin greiða mánaðarlega 254.375 evrur, jafngildi ríflega 40 milljóna króna, fyrir tiltekinn aðgang að báðum sæstrengjum Farice sé miðað við þriggja ára samningstíma. Fyrir aðgang að öðrum strengja Farice greiða viðskiptavinir gagnavera hins vegar 11.400 evrur mánaðarlega, jafngildi tæpra tveggja milljóna króna, sé miðað við svipaða þjónustu og átján mánaða samningstíma. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er talsverð óánægja með þennan verðmun innan íslensku fjarskiptafyrirtækjanna. Óttast þau að erlendir viðskiptavinir gagnaveranna muni fara inn á markaði þeirra og taka frá þeim viðskipti í krafti verðmunarins. Ómar Benediktsson, framkvæmdastjóri Farice, leggur áherslu á að um tvo ólíka markaði sé að ræða. Þá sé þjónustan við þessa tvo hópa ólík auk þess sem viðskiptavinir gagnaveranna kaupi mun meira af gagnamagni sem réttlæti betri kjör. „Íslensku gagnaverin eru í samkeppni við sambærilega þjónustu í Evrópu og ef við rukkuðum umtalsvert hærra verð væru gagnaverin hér einfaldlega ekki samkeppnishæf," segir Ómar og heldur áfram: „Þetta eru tveir ólíkir og aðskildir markaðir og í verðlagningu greinum við á milli eins og lög heimila." Ómar bendir á að íslensku fjarskiptafyrirtækin kaupi af Farice svokallaða varða þjónustu en það geri hinir ekki. Varða þjónustan sé umtalsvert dýrari en sú óvarða. „Þegar strengir slitna sundur á meginlandi Evrópu, eins og gerist reglulega, þá hefur það ekki áhrif á íslensku fjarskiptafyrirtækin þar sem þau fá aðgang að öðrum strengjum í staðinn. Þetta er þjónusta sem við kaupum af öðrum og kostar mikla peninga. Sú þjónustu sem við seljum þessum tveimur hópum er því ekki fyllilega sambærileg," segir Ómar. Farice sagði þann 29. júní síðastliðinn upp samningum sínum við Símann og Vodafone frá og með október. Viðræður standa yfir um nýja samninga en Farice hefur boðað verulegar verðhækkanir á þjónustu sinni. Farice rekur tvo af þremur sæstrengjum sem tengja Ísland við umheiminn. Íslensku fjarskiptafyrirtækin kaupa aðgang að strengjunum sem er þeim nauðsynlegur til að þau geti boðið upp á Internetþjónustu. Ráðgerð verðhækkun á þjónustu Farice mun því leiða til hækkunar á verði Internetþjónustu til heimila og fyrirtækja. Ómar segir enn mjög mikla ónotaða flutningsgetu á sæstrengjum fyrirtækisins sem valdi því að það þurfi að hækka verð. „Hugsunin er hins vegar sú að þegar nýtingin á strengjunum verður meiri í framtíðinni muni símafyrirtækin njóta þess og þannig lækki verðskráin til þeirra sem skili sér til neytenda," segir Ómar. Farice er að stærstum hluta í eigu íslenska ríkisins (30,2%), Landsvirkjunar (28,9%) og Arion banka (39,3%). Fyrirtækið tapaði 8,55 milljónum evra á síðasta ári eða jafngildi 1,34 milljarða króna á núgildandi gengi. Árið 2010 tapaði fyrirtækið tæpum 17 milljónum evra. magnusl@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent