Verðmunur á gagnamagni um sæstrengi 12. júlí 2012 08:00 farice Farice rekur tvo sæstrengi sem tengja Ísland við umheiminn. Annar þeirra, Farice, kemur á land nyrst í Skotlandi en þessi mynd var tekin þegar strengurinn var dreginn á land árið 2004. Mikill munur er á því verði sem íslensk fjarskiptafyrirtæki og fyrirtæki í viðskiptum við gagnaver hér á landi greiða fyrir aðgang að sæstrengjum Farice. Sé tekið dæmi úr verðskrám Farice kemur í ljós að fjarskiptafyrirtækin greiða mánaðarlega 254.375 evrur, jafngildi ríflega 40 milljóna króna, fyrir tiltekinn aðgang að báðum sæstrengjum Farice sé miðað við þriggja ára samningstíma. Fyrir aðgang að öðrum strengja Farice greiða viðskiptavinir gagnavera hins vegar 11.400 evrur mánaðarlega, jafngildi tæpra tveggja milljóna króna, sé miðað við svipaða þjónustu og átján mánaða samningstíma. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er talsverð óánægja með þennan verðmun innan íslensku fjarskiptafyrirtækjanna. Óttast þau að erlendir viðskiptavinir gagnaveranna muni fara inn á markaði þeirra og taka frá þeim viðskipti í krafti verðmunarins. Ómar Benediktsson, framkvæmdastjóri Farice, leggur áherslu á að um tvo ólíka markaði sé að ræða. Þá sé þjónustan við þessa tvo hópa ólík auk þess sem viðskiptavinir gagnaveranna kaupi mun meira af gagnamagni sem réttlæti betri kjör. „Íslensku gagnaverin eru í samkeppni við sambærilega þjónustu í Evrópu og ef við rukkuðum umtalsvert hærra verð væru gagnaverin hér einfaldlega ekki samkeppnishæf," segir Ómar og heldur áfram: „Þetta eru tveir ólíkir og aðskildir markaðir og í verðlagningu greinum við á milli eins og lög heimila." Ómar bendir á að íslensku fjarskiptafyrirtækin kaupi af Farice svokallaða varða þjónustu en það geri hinir ekki. Varða þjónustan sé umtalsvert dýrari en sú óvarða. „Þegar strengir slitna sundur á meginlandi Evrópu, eins og gerist reglulega, þá hefur það ekki áhrif á íslensku fjarskiptafyrirtækin þar sem þau fá aðgang að öðrum strengjum í staðinn. Þetta er þjónusta sem við kaupum af öðrum og kostar mikla peninga. Sú þjónustu sem við seljum þessum tveimur hópum er því ekki fyllilega sambærileg," segir Ómar. Farice sagði þann 29. júní síðastliðinn upp samningum sínum við Símann og Vodafone frá og með október. Viðræður standa yfir um nýja samninga en Farice hefur boðað verulegar verðhækkanir á þjónustu sinni. Farice rekur tvo af þremur sæstrengjum sem tengja Ísland við umheiminn. Íslensku fjarskiptafyrirtækin kaupa aðgang að strengjunum sem er þeim nauðsynlegur til að þau geti boðið upp á Internetþjónustu. Ráðgerð verðhækkun á þjónustu Farice mun því leiða til hækkunar á verði Internetþjónustu til heimila og fyrirtækja. Ómar segir enn mjög mikla ónotaða flutningsgetu á sæstrengjum fyrirtækisins sem valdi því að það þurfi að hækka verð. „Hugsunin er hins vegar sú að þegar nýtingin á strengjunum verður meiri í framtíðinni muni símafyrirtækin njóta þess og þannig lækki verðskráin til þeirra sem skili sér til neytenda," segir Ómar. Farice er að stærstum hluta í eigu íslenska ríkisins (30,2%), Landsvirkjunar (28,9%) og Arion banka (39,3%). Fyrirtækið tapaði 8,55 milljónum evra á síðasta ári eða jafngildi 1,34 milljarða króna á núgildandi gengi. Árið 2010 tapaði fyrirtækið tæpum 17 milljónum evra. magnusl@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Mikill munur er á því verði sem íslensk fjarskiptafyrirtæki og fyrirtæki í viðskiptum við gagnaver hér á landi greiða fyrir aðgang að sæstrengjum Farice. Sé tekið dæmi úr verðskrám Farice kemur í ljós að fjarskiptafyrirtækin greiða mánaðarlega 254.375 evrur, jafngildi ríflega 40 milljóna króna, fyrir tiltekinn aðgang að báðum sæstrengjum Farice sé miðað við þriggja ára samningstíma. Fyrir aðgang að öðrum strengja Farice greiða viðskiptavinir gagnavera hins vegar 11.400 evrur mánaðarlega, jafngildi tæpra tveggja milljóna króna, sé miðað við svipaða þjónustu og átján mánaða samningstíma. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er talsverð óánægja með þennan verðmun innan íslensku fjarskiptafyrirtækjanna. Óttast þau að erlendir viðskiptavinir gagnaveranna muni fara inn á markaði þeirra og taka frá þeim viðskipti í krafti verðmunarins. Ómar Benediktsson, framkvæmdastjóri Farice, leggur áherslu á að um tvo ólíka markaði sé að ræða. Þá sé þjónustan við þessa tvo hópa ólík auk þess sem viðskiptavinir gagnaveranna kaupi mun meira af gagnamagni sem réttlæti betri kjör. „Íslensku gagnaverin eru í samkeppni við sambærilega þjónustu í Evrópu og ef við rukkuðum umtalsvert hærra verð væru gagnaverin hér einfaldlega ekki samkeppnishæf," segir Ómar og heldur áfram: „Þetta eru tveir ólíkir og aðskildir markaðir og í verðlagningu greinum við á milli eins og lög heimila." Ómar bendir á að íslensku fjarskiptafyrirtækin kaupi af Farice svokallaða varða þjónustu en það geri hinir ekki. Varða þjónustan sé umtalsvert dýrari en sú óvarða. „Þegar strengir slitna sundur á meginlandi Evrópu, eins og gerist reglulega, þá hefur það ekki áhrif á íslensku fjarskiptafyrirtækin þar sem þau fá aðgang að öðrum strengjum í staðinn. Þetta er þjónusta sem við kaupum af öðrum og kostar mikla peninga. Sú þjónustu sem við seljum þessum tveimur hópum er því ekki fyllilega sambærileg," segir Ómar. Farice sagði þann 29. júní síðastliðinn upp samningum sínum við Símann og Vodafone frá og með október. Viðræður standa yfir um nýja samninga en Farice hefur boðað verulegar verðhækkanir á þjónustu sinni. Farice rekur tvo af þremur sæstrengjum sem tengja Ísland við umheiminn. Íslensku fjarskiptafyrirtækin kaupa aðgang að strengjunum sem er þeim nauðsynlegur til að þau geti boðið upp á Internetþjónustu. Ráðgerð verðhækkun á þjónustu Farice mun því leiða til hækkunar á verði Internetþjónustu til heimila og fyrirtækja. Ómar segir enn mjög mikla ónotaða flutningsgetu á sæstrengjum fyrirtækisins sem valdi því að það þurfi að hækka verð. „Hugsunin er hins vegar sú að þegar nýtingin á strengjunum verður meiri í framtíðinni muni símafyrirtækin njóta þess og þannig lækki verðskráin til þeirra sem skili sér til neytenda," segir Ómar. Farice er að stærstum hluta í eigu íslenska ríkisins (30,2%), Landsvirkjunar (28,9%) og Arion banka (39,3%). Fyrirtækið tapaði 8,55 milljónum evra á síðasta ári eða jafngildi 1,34 milljarða króna á núgildandi gengi. Árið 2010 tapaði fyrirtækið tæpum 17 milljónum evra. magnusl@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira