Útlendingar hafa áhuga á að kaupa TM 30. mars 2012 07:30 Erlendir fagaðilar í tryggingarekstri hafa sýnt áhuga á að kaupa Tryggingamiðstöðina (TM), samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Formlegt söluferli félagsins hófst í gær og er talið að verðmiðinn sé á bilinu 13-15 milljarðar króna. Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans annast söluna auk þess sem bankinn hefur sölutryggt ferlið. Ekki fæst uppgefið hversu há sölutryggingin er. TM er sem stendur í eigu Stoða, sem áður hétu FL Group. Félagið er langstærsta innlenda eign Stoða. Júlíus Þorfinnsson, framkvæmdastjóri Stoða, segir félagið þegar hafa fundið fyrir miklum áhuga. „Við höfum fundið fyrir því að bæði innlendir og erlendir aðilar hafa sýnt þessu áhuga. Frestur til að skila inn óskuldbindandi tilboðum er til 4. maí. Í kjölfarið verður vonandi hægt að fara með hóp tilboðsgjafa í annan fasa sem gæti leitt til þess að einhverjir leggi fram skuldbindandi tilboð. Við höfum sagt að stefna okkar sé að selja félagið á næstu þremur til sex mánuðum." TM kynnti afkomu sína í síðustu viku. Þar kom fram að tekjur félagsins jukust um 2,2 milljarða króna á árinu 2011 og hagnaður þess var samtals 3,4 milljarðar króna. Þar af voru 2,4 milljarðar króna vegna hækkunar á virði eigna sem TM hefur fjárfest í. Alls nema eignir félagsins 29,3 milljörðum króna og þar af er 17,1 milljarður króna bundinn í verðbréfum. TM á meðal annars 5,4% hlut í HB Granda, 5,4% hlut í MP banka, tæplega 10% hlut í Samherja og um 2,7% beinan eignarhlut í Högum í gegnum félagið Hagamel. Upphafleg fjárfesting TM í Högum var gerð á genginu 10 krónur á hlut. Gengi Haga var yfir 18 krónum í lok dags í gær og því hefur sú fjárfesting tæplega tvöfaldast. Tryggingarekstur TM gengur einnig vel en samsett hlutfall félagsins, sem er rekstrarkostnaður og tjón í hlutfalli við iðgjöld, var 92,5% í fyrra. Það er einungis í annað sinn sem hlutfallið er undir 100% hjá félaginu en það var 95,2% í árslok 2010. Eigið fé TM var 12,2 milljarðar króna um síðustu áramót og eiginfjárhlutfallið 41,8%. Samkvæmt sérfræðingum sem Fréttablaðið hefur rætt við er talið líklegt að Stoðir muni fá að minnsta kosti 1,1-1,2 krónur á hverja krónu af eiginfé TM. Heimildir Fréttablaðsins herma að sölutrygging Landsbankans sé upp á upphæð á því bili. Gangi það eftir munu Stoðir fá 13,4-14,6 milljarða króna hið minnsta fyrir TM. - þsj Fréttir Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Erlendir fagaðilar í tryggingarekstri hafa sýnt áhuga á að kaupa Tryggingamiðstöðina (TM), samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Formlegt söluferli félagsins hófst í gær og er talið að verðmiðinn sé á bilinu 13-15 milljarðar króna. Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans annast söluna auk þess sem bankinn hefur sölutryggt ferlið. Ekki fæst uppgefið hversu há sölutryggingin er. TM er sem stendur í eigu Stoða, sem áður hétu FL Group. Félagið er langstærsta innlenda eign Stoða. Júlíus Þorfinnsson, framkvæmdastjóri Stoða, segir félagið þegar hafa fundið fyrir miklum áhuga. „Við höfum fundið fyrir því að bæði innlendir og erlendir aðilar hafa sýnt þessu áhuga. Frestur til að skila inn óskuldbindandi tilboðum er til 4. maí. Í kjölfarið verður vonandi hægt að fara með hóp tilboðsgjafa í annan fasa sem gæti leitt til þess að einhverjir leggi fram skuldbindandi tilboð. Við höfum sagt að stefna okkar sé að selja félagið á næstu þremur til sex mánuðum." TM kynnti afkomu sína í síðustu viku. Þar kom fram að tekjur félagsins jukust um 2,2 milljarða króna á árinu 2011 og hagnaður þess var samtals 3,4 milljarðar króna. Þar af voru 2,4 milljarðar króna vegna hækkunar á virði eigna sem TM hefur fjárfest í. Alls nema eignir félagsins 29,3 milljörðum króna og þar af er 17,1 milljarður króna bundinn í verðbréfum. TM á meðal annars 5,4% hlut í HB Granda, 5,4% hlut í MP banka, tæplega 10% hlut í Samherja og um 2,7% beinan eignarhlut í Högum í gegnum félagið Hagamel. Upphafleg fjárfesting TM í Högum var gerð á genginu 10 krónur á hlut. Gengi Haga var yfir 18 krónum í lok dags í gær og því hefur sú fjárfesting tæplega tvöfaldast. Tryggingarekstur TM gengur einnig vel en samsett hlutfall félagsins, sem er rekstrarkostnaður og tjón í hlutfalli við iðgjöld, var 92,5% í fyrra. Það er einungis í annað sinn sem hlutfallið er undir 100% hjá félaginu en það var 95,2% í árslok 2010. Eigið fé TM var 12,2 milljarðar króna um síðustu áramót og eiginfjárhlutfallið 41,8%. Samkvæmt sérfræðingum sem Fréttablaðið hefur rætt við er talið líklegt að Stoðir muni fá að minnsta kosti 1,1-1,2 krónur á hverja krónu af eiginfé TM. Heimildir Fréttablaðsins herma að sölutrygging Landsbankans sé upp á upphæð á því bili. Gangi það eftir munu Stoðir fá 13,4-14,6 milljarða króna hið minnsta fyrir TM. - þsj
Fréttir Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira