Handbolti

Berlin vann í Magdeburg

Lærisveinar Dags Sigurðssonar hjá Füchse Berlin komust upp í þriðja sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í kvöld með naumum sigri, 31-33, á Magdeburg í mögnuðum leik.

Leikurinn var mjög jafn allan tímann en Berlin þó lengstum skrefi á undan. Þrátt fyrir fínt áhlaup Magdeburgar náði liðið ekki að jafna. Magdeburg sem fyrr í níunda sæti deildarinnar.

Pólverjinn Bartlomiej Jaszka átti frábæran leik fyrir Berlin. Skoraði átta mörk og þar af síðasta mark leiksins undir lokin. Rússinn Konstantin Igropulo skoraði einnig átta mörk.

Stefan Kneer var atkvæðamestur í liði Magdeburgar með átta mörk. Robert Weber skoraði sjö.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×