Risaforlagið Random House gefur út Pabbabók Bjarna 20. janúar 2012 16:30 Bjarni Haukur Þórsson þarf að skila bókinni af sér í sumar og hefur því nóg að gera við ritun bókarinnar. fréttablaðið/gva „Tilboðið frá Random House var eiginlega þannig að það var ekki hægt að segja nei við því. Þetta er mjög góður samningur," segir leikarinn og leikstjórinn Bjarni Haukur Þórsson. Hann hefur undirritað útgáfusamning við risaforlagið Random House um að hann skrifi bók byggða á einleiknum Pabbinn. „Þetta er skálduð sjálfsævisaga byggð á eigin reynslu. Þetta verður vonandi mjög fyndin bók sem fjallar um það að vera faðir og öllu sem því fylgir. Maður hefur fundið það í gegnum áhugann á leikverkinu að það er gríðarlegur áhugi á stöðu karlmannsins sem uppalanda og föður, hvort sem hann er einstæður eða ekki," segir Bjarni Haukur sem var að vonum upp með sér þegar Random House hafði samband við hann. „Það var alveg frábært en svo vaknaði ég í svitakasti daginn eftir og áttaði mig á að maður þyrfti að gera þetta líka." Pabbinn, sem um þrjátíu þúsund manns sáu hér á landi, hefur verið á fjölunum í Þýskalandi síðustu tvö ár við góðar undirtektir. Yfir eitt hundrað þúsund manns hafa séð einleikinn, auk þess sem þýsk kvikmynd byggð á Pabbanum fer í tökur síðar á þessu ári eftir handriti Bjarna Hauks og Ólafs Egilssonar. „Í ljósi þess að ég gekk frá sölu á kvikmyndaréttinum vaknaði áhugi á að gefa út bók og þeir komu til mín með þessa hugmynd," segir hann um áhuga Random House. Þessa dagana situr Bjarni Haukur sveittur við skriftir á bókinni en hann á að skila henni af sér í sumar. Bókin kemur fyrst út í Þýskalandi, líklega í lok ársins eða í byrjun þess næsta, og í framhaldinu kemur hún út í fleiri löndum. Einleikurinn Pabbinn er þegar búinn að plægja akurinn fyrir bókina því hann hefur verið sýndur í 25 löndum við miklar vinsældir. Pabbabókin verður sú fyrsta sem Bjarni Haukur sendir frá sér og má segja að hann byrji á toppnum því Random House er eitt stærsta bókaforlag heims. Það er í eigu Þjóðverja en er með höfuðstöðvar í New York. „Það hefði kannski verið rökréttara að byrja á Íslandi en heimurinn er óútreiknanlegur. En þetta er frábært í alla staði og mikil viðurkenning." freyr@frettabladid.is Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Fleiri fréttir O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Sjá meira
„Tilboðið frá Random House var eiginlega þannig að það var ekki hægt að segja nei við því. Þetta er mjög góður samningur," segir leikarinn og leikstjórinn Bjarni Haukur Þórsson. Hann hefur undirritað útgáfusamning við risaforlagið Random House um að hann skrifi bók byggða á einleiknum Pabbinn. „Þetta er skálduð sjálfsævisaga byggð á eigin reynslu. Þetta verður vonandi mjög fyndin bók sem fjallar um það að vera faðir og öllu sem því fylgir. Maður hefur fundið það í gegnum áhugann á leikverkinu að það er gríðarlegur áhugi á stöðu karlmannsins sem uppalanda og föður, hvort sem hann er einstæður eða ekki," segir Bjarni Haukur sem var að vonum upp með sér þegar Random House hafði samband við hann. „Það var alveg frábært en svo vaknaði ég í svitakasti daginn eftir og áttaði mig á að maður þyrfti að gera þetta líka." Pabbinn, sem um þrjátíu þúsund manns sáu hér á landi, hefur verið á fjölunum í Þýskalandi síðustu tvö ár við góðar undirtektir. Yfir eitt hundrað þúsund manns hafa séð einleikinn, auk þess sem þýsk kvikmynd byggð á Pabbanum fer í tökur síðar á þessu ári eftir handriti Bjarna Hauks og Ólafs Egilssonar. „Í ljósi þess að ég gekk frá sölu á kvikmyndaréttinum vaknaði áhugi á að gefa út bók og þeir komu til mín með þessa hugmynd," segir hann um áhuga Random House. Þessa dagana situr Bjarni Haukur sveittur við skriftir á bókinni en hann á að skila henni af sér í sumar. Bókin kemur fyrst út í Þýskalandi, líklega í lok ársins eða í byrjun þess næsta, og í framhaldinu kemur hún út í fleiri löndum. Einleikurinn Pabbinn er þegar búinn að plægja akurinn fyrir bókina því hann hefur verið sýndur í 25 löndum við miklar vinsældir. Pabbabókin verður sú fyrsta sem Bjarni Haukur sendir frá sér og má segja að hann byrji á toppnum því Random House er eitt stærsta bókaforlag heims. Það er í eigu Þjóðverja en er með höfuðstöðvar í New York. „Það hefði kannski verið rökréttara að byrja á Íslandi en heimurinn er óútreiknanlegur. En þetta er frábært í alla staði og mikil viðurkenning." freyr@frettabladid.is
Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Fleiri fréttir O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Sjá meira