Evran hefur fallið á prófinu Björn Bjarnason skrifar 1. október 2012 00:01 Evran hefur fallið á prófinu Á dögunum svaraði ég rangfærslu Össurar Skarphéðinssonar. Ég hef hvergi stutt upptöku evru. Í greininni sagði ég að evran hefði fallið á prófinu síðan 2007. Þröstur Ólafsson segir í Fréttablaðinu 29. september að þetta sé ?alrangt?. Evran hafi staðist prófið. Evran haldi gildi sínu og vísar hann þar til stöðu hennar gagnvart dollar. Undanfarin misseri hefur verið efnt til á þriðja tug leiðtogafunda evru-ríkjanna til að ræða ágalla á evru-samstarfinu. Fjármálaráðherrafundirnir eru mörgum sinnum fleiri. Sumir dagskrárliðir þessara funda eru um óleystan vanda í einstökum ríkjum. Aðrir snúast um evruna sjálfa af því að myntsamstarfið hefur ekki staðist prófið. Almenn samstaða er um að illa hafi verið staðið að málum við gerð Maastricht-sáttmálans 1993. Hina pólitísku umgjörð hafi í raun skort um evruna. Nú skal bætt úr því með ríkisfjármálasamningi og öðrum aðgerðum sem ganga enn frekar á fullveldi einstakra ríkja og þrengja að fjárlagavaldi þjóðþinga evru-ríkjanna. Menn gripu ekki til örþrifaráðanna sem eru efst á baugi í evru-löndunum, skuldugum og hinum betur settu, nema vegna þess að evran hefur ekki staðist prófraunina hvað sem gengi hennar líður. Þetta gengi er einfaldlega að leggja atvinnulíf sumra evru-ríkja í rúst eftir að bankakerfi hafa hrunið. Þröstur segir að nú vilji mest skuldsettu evru-ríkin ekki hverfa frá evrunni. Hver bítur í höndina sem fæðir hann? Meginspurningin nú er hvenær spænska ríkisstjórnin fer með betlistaf að nýju til Brussel. Stolt Spánverja hefur haldið aftur af þeim. Lítil samúð með þjóðum í stórvanda felst í að segja evruna hafa staðist áraunina. Ég vísa til föðurhúsanna að ég greini ekki rétt frá staðreyndum þegar ég segi evruna hafa fallið á prófinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Bjarnason Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Evran hefur fallið á prófinu Á dögunum svaraði ég rangfærslu Össurar Skarphéðinssonar. Ég hef hvergi stutt upptöku evru. Í greininni sagði ég að evran hefði fallið á prófinu síðan 2007. Þröstur Ólafsson segir í Fréttablaðinu 29. september að þetta sé ?alrangt?. Evran hafi staðist prófið. Evran haldi gildi sínu og vísar hann þar til stöðu hennar gagnvart dollar. Undanfarin misseri hefur verið efnt til á þriðja tug leiðtogafunda evru-ríkjanna til að ræða ágalla á evru-samstarfinu. Fjármálaráðherrafundirnir eru mörgum sinnum fleiri. Sumir dagskrárliðir þessara funda eru um óleystan vanda í einstökum ríkjum. Aðrir snúast um evruna sjálfa af því að myntsamstarfið hefur ekki staðist prófið. Almenn samstaða er um að illa hafi verið staðið að málum við gerð Maastricht-sáttmálans 1993. Hina pólitísku umgjörð hafi í raun skort um evruna. Nú skal bætt úr því með ríkisfjármálasamningi og öðrum aðgerðum sem ganga enn frekar á fullveldi einstakra ríkja og þrengja að fjárlagavaldi þjóðþinga evru-ríkjanna. Menn gripu ekki til örþrifaráðanna sem eru efst á baugi í evru-löndunum, skuldugum og hinum betur settu, nema vegna þess að evran hefur ekki staðist prófraunina hvað sem gengi hennar líður. Þetta gengi er einfaldlega að leggja atvinnulíf sumra evru-ríkja í rúst eftir að bankakerfi hafa hrunið. Þröstur segir að nú vilji mest skuldsettu evru-ríkin ekki hverfa frá evrunni. Hver bítur í höndina sem fæðir hann? Meginspurningin nú er hvenær spænska ríkisstjórnin fer með betlistaf að nýju til Brussel. Stolt Spánverja hefur haldið aftur af þeim. Lítil samúð með þjóðum í stórvanda felst í að segja evruna hafa staðist áraunina. Ég vísa til föðurhúsanna að ég greini ekki rétt frá staðreyndum þegar ég segi evruna hafa fallið á prófinu.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar