"Við erum mjög illa brennd af því hversu óvarið hagkerfið reyndist“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 4. september 2012 10:30 Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvegaráðherra, fagnar nýjum varúðarreglum sem Seðlabankinn kynnti í síðustu viku og segir að ef slíkar reglur hefðu verið í gildi hefði þjóðin hugsanlega náð mýkri lendingu í efnahagshruninu. Þetta kemur fram í viðtali við Steingrím í nýjasta þætti Klinksins. Steingrímur fellst á það mat að reglur Seðlabankans sýni það mat bankans að krónan muni aldrei fljóta með sama hætti og áður. Fræðimenn í hagfræði hafa kallað eftir reglum svipuðum þeim sem Seðlabankinn hefur kynnt þegar höftunum verður aflétt, en lagaheimild vegna þeirra rennur út í lok árs 2013. „Mikið vildi ég að sumar þessara reglna hefðu verið við lýði árin fyrir hrunið því þá hefði kannski ekki farið jafn illa. Við erum mjög illa brennd af því hversu óvarið hagkerfið reyndist og hversu opnar áhætturnar voru hjá ýmsum aðilum. Það hefur bersýnilega sýnt sig að það er ekki mjög skynsamlegt að innlendir aðilar með tekjur í innlendri mynt skuldsetji sig stórlega í erlendum myntum og séu óvarðir fyrir áhættu í þeim efnum," segir Steingrímur. Í sérritinu Varúðarreglur eftir fjármagnshöft, þar sem Seðlabankinn lýsir þessum reglum, kemur fram að reglurnar eigi að takmarka gjaldeyrisáhættu í fjármálakerfinu og lausafjáráhættu í erlendum gjaldmiðlum, en einnig a samspil þessara reglna í raun takmarka möguleika bankanna til óhóflegs vaxtar. Á vef bankans segir að hefðu þær verið í gildi fyrir hrun „má leiða að því rök að áhrif hinnar alþjóðlegu fjármálakreppu á íslenskt fjármálakerfi hefðu orðið minni." Steingrímur segist sérstaklega fagna þeirri afstöðu Seðlabankans að óska eftir tækjum til að tempra innflæði fjármagns. „Var það ekki það sem gerðist þegar jöklabréfin ruddust inn í hagkerfið og allir voru steinsofandi?" Steingrímur felst ekki á að tala megi um að nýjar varúðarreglur Seðlabankans feli í sér annars konar höft, eða áframhaldandi höft eftir að hinum eiginlegu gjaldeyrishöftum hefur verið aflétt, en Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi ráðherra, lýsti því viðhorfi í pistli um helgina sem bar fyrisögnina „Höftin fá nýtt nafn." En hvað með regluna um frjálst flæði fjármagns, sem er ein af grunnstoðum EES-samningsins? Steingrímur segir að í ljósi reynslunnar verði Ísland að láta á það reyna hvort ekki sé hægt að semja um undanþágu frá henni af einhverju tagi. Dóra Sif Tynes hdl. benti hins vegar á það í Klinkinu fyrr í sumar að það hefði verið reynt að semja um viðbætur við EES-samninginn, eða endurbætur á honum, án árangurs. Viðtalið við Steingrím í nýjasta þættinum af Klinkinu má nálgast hér. Á tímaskeiðinu 12:25-18:00 í viðtalinu fer Steingrímur yfir nýjar varúðarreglur Seðlabankans og álitaefni tengd gjaldeyrishöftum. thorbjorn@stod2.is Klinkið Mest lesið Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvegaráðherra, fagnar nýjum varúðarreglum sem Seðlabankinn kynnti í síðustu viku og segir að ef slíkar reglur hefðu verið í gildi hefði þjóðin hugsanlega náð mýkri lendingu í efnahagshruninu. Þetta kemur fram í viðtali við Steingrím í nýjasta þætti Klinksins. Steingrímur fellst á það mat að reglur Seðlabankans sýni það mat bankans að krónan muni aldrei fljóta með sama hætti og áður. Fræðimenn í hagfræði hafa kallað eftir reglum svipuðum þeim sem Seðlabankinn hefur kynnt þegar höftunum verður aflétt, en lagaheimild vegna þeirra rennur út í lok árs 2013. „Mikið vildi ég að sumar þessara reglna hefðu verið við lýði árin fyrir hrunið því þá hefði kannski ekki farið jafn illa. Við erum mjög illa brennd af því hversu óvarið hagkerfið reyndist og hversu opnar áhætturnar voru hjá ýmsum aðilum. Það hefur bersýnilega sýnt sig að það er ekki mjög skynsamlegt að innlendir aðilar með tekjur í innlendri mynt skuldsetji sig stórlega í erlendum myntum og séu óvarðir fyrir áhættu í þeim efnum," segir Steingrímur. Í sérritinu Varúðarreglur eftir fjármagnshöft, þar sem Seðlabankinn lýsir þessum reglum, kemur fram að reglurnar eigi að takmarka gjaldeyrisáhættu í fjármálakerfinu og lausafjáráhættu í erlendum gjaldmiðlum, en einnig a samspil þessara reglna í raun takmarka möguleika bankanna til óhóflegs vaxtar. Á vef bankans segir að hefðu þær verið í gildi fyrir hrun „má leiða að því rök að áhrif hinnar alþjóðlegu fjármálakreppu á íslenskt fjármálakerfi hefðu orðið minni." Steingrímur segist sérstaklega fagna þeirri afstöðu Seðlabankans að óska eftir tækjum til að tempra innflæði fjármagns. „Var það ekki það sem gerðist þegar jöklabréfin ruddust inn í hagkerfið og allir voru steinsofandi?" Steingrímur felst ekki á að tala megi um að nýjar varúðarreglur Seðlabankans feli í sér annars konar höft, eða áframhaldandi höft eftir að hinum eiginlegu gjaldeyrishöftum hefur verið aflétt, en Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi ráðherra, lýsti því viðhorfi í pistli um helgina sem bar fyrisögnina „Höftin fá nýtt nafn." En hvað með regluna um frjálst flæði fjármagns, sem er ein af grunnstoðum EES-samningsins? Steingrímur segir að í ljósi reynslunnar verði Ísland að láta á það reyna hvort ekki sé hægt að semja um undanþágu frá henni af einhverju tagi. Dóra Sif Tynes hdl. benti hins vegar á það í Klinkinu fyrr í sumar að það hefði verið reynt að semja um viðbætur við EES-samninginn, eða endurbætur á honum, án árangurs. Viðtalið við Steingrím í nýjasta þættinum af Klinkinu má nálgast hér. Á tímaskeiðinu 12:25-18:00 í viðtalinu fer Steingrímur yfir nýjar varúðarreglur Seðlabankans og álitaefni tengd gjaldeyrishöftum. thorbjorn@stod2.is
Klinkið Mest lesið Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Sjá meira