Handbolti

Sex Íslendingalið áfram í þýska bikarnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson.
Guðjón Valur Sigurðsson. Mynd/AFP
Aðalsteinn Eyjólfsson stýrði liði ThSV Eisenach til sjö marka sigur á úrvalsdeildarliði TV Grosswallstadt í 32 liða úrslitum þýska bikarsins í kvöld. Fimm önnur Íslendingalið komust áfram í 16 liða úrslitin en tvö féllu úr keppni.

Sverre Jakobsson var ekki meðal markaskorara TV Grosswallstadt í þessu 20-27 tapi á móti strákunum hans Aðalsteins en Aðalsteinn er að gera flotta hluti með Eisenach-liðið.

Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 8 mörk í 43-27 útisigri Kiel á SC DHfK Leipzig en Aron Pálmarsson lék ekki með Kiel vegna meiðsla.

Ólafur Bjarki Ragnarsson skoraði 6 mörk og Ernir Hrafn Arnarson bætti við 3 mörkum þegar TV Emsdetten vann 13 marka sigur á TV 1893 Neuhausen.

Vignir Svavarsson skoraði 5 mörk þegar TSV GWD Minden sló út TUSEM Essen með því að vinna 27-23 á heimavelli.

Arnór Atlason skoraði fjögur mörk þegar Flensburg vann öruggan 11 marka útisigur á TuS Ferndorf.

Guðmundur Guðmundsson stýrði Rhein-Neckar Löwen til 32-25 útisigurs á VfL Gummersbach en Alexander Petersson var ekki meðal markaskorara hjá Löwen.

Kári Kristjánsson skoraði 4 mörk fyrir HSG Wetzlar en það dugði ekki til þegar liðið tapaði 33-30 á útivelli á móti VfL Bad Schwartau.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×