Erlent

Átök við landamæri Súdans

Súdanski flugherinn gerði í gær loftárásir á nokkra bæi við landamæri Súdans og Suður-Súdans, þar á meðal bæinn Bentiu þar sem fimm létust.
Súdanski flugherinn gerði í gær loftárásir á nokkra bæi við landamæri Súdans og Suður-Súdans, þar á meðal bæinn Bentiu þar sem fimm létust. Fréttablaðið/AP
Átök hafa að nýju brotist út við landamæri Súdans og nýja ríkisins Suður-Súdans síðustu daga. Tekist er á um yfirráð yfir nokkrum bæjum og svæðum við landamærin sem bæði ríki gera tilkall til.

Yfirvöld í Súdan sögðust í gær hafa hertekið svæði þar sem íbúar telja sig tilheyra Suður-Súdan. Gerði súdanski herinn meðal annars loftárásir á bæinn Bentiu sem samkvæmt yfirvöldum í Suður-Súdan urðu fimm óbreyttum borgurum að bana.

Átökin milli súdanska hersins og uppreisnarmanna í suðurhluta landsins sem stofnuðu eigið ríki á síðasta ári, hafa staðið yfir með hléum frá því um mitt ár í fyrra.

- mþl




Fleiri fréttir

Sjá meira


×