Erlent

Sumir jöklanna virðast stækka

Jöklar finnast líka í Asíu, þótt þessi á myndinni sé á Grænlandi.
Jöklar finnast líka í Asíu, þótt þessi á myndinni sé á Grænlandi.
Ný rannsókn á stærð jökla í Himalajafjöllunum sýnir að sumir jöklanna hafa stækkað umtalsvert á síðustu árum, á meðan aðrir hopa eins og jöklar annars staðar í heiminum á síðustu árum.

„Við höfum satt að segja ekki hugmynd um hvers vegna þetta er,“ segir Julie Gardelle, sem fór fyrir hópi franskra vísindamanna sem rannsökuðu jöklana, í samtali við fréttavef BBC.

„Við höfum getið okkur þess til að þetta geti tengst veðurfari á þessu svæði þar sem aukin úrkoma á ákveðnum svæðum geti haft þessi áhrif,“ segir Gardelle.

Ástand jökla í Himalajafjöllunum er afar mikilvægt þeim 1,3 milljörðum manna sem reiða sig á vatn frá jöklunum. Rannsóknum á ástandi þeirra hefur hins vegar verið ábótavant, enda afar erfitt að fara um svæðið til að stunda mælingar á jöklunum.

Frönsku vísindamennirnir notuðust við mælingar úr gervitunglum og tölvulíkön til að áætla flatarmál og þykkt jökla á svæðinu.- bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×