Erlent

Barnaníðingur framdi sjálfsmorð - níddist á barni hér á landi

Barnaníðingurinn John Charles Ware, sem var handtekinn í bandarísku borginni Fíladelfíu á síðasta ári grunaður um að níðast á tveimur börnum framdi sjálfsmorð í fangelsi en mál hans átti að taka fyrir í gær. Maðurinn var meðal annars grunaður um að hafa boðið ungum dreng með sér í ferðalag um Ísland þar sem hann níddist á honum.

Málið vakti töluverða athygli á sínum tíma en Ware var meðlimur virtrar fjölskyldu í Fíladelfíu. Hann stjórnaði stórum velgjörðarsjóði fjölskyldu sinnar en afi hans var meðal annars þingmaður rebúblíkanaflokksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×