

Handbremsa þjóðarskrjóðsins
Ýmsum þykir bílstjórinn sem tók við eftir slysið standa sig illa við að koma skrjóðnum aftur á beina braut, viðgerðir ganga alltof hægt, eldsneyti vera af skornum skammti og jafnvel eru uppi efasemdir um að rétt eldsneyti hafi verið sett á bílinn. Þótt ferðalangarnir geti valið sér nýjan bílstjóra eftir skamma stund ríkir almennt vantraust á bílstjórum yfirleitt og ekki bætir úr skák hvernig aðrir tilvonandi bílstjórar veltast æpandi og skrækjandi á gólfinu.
Leiðsögumaðurinn átti að hlusta á raddir ferðalanganna og vera í stöðugu sambandi við bílstjórann, efla samhug og samstöðu um hvert skuli halda en um leið hvetja ferðalangana til að njóta samvistanna og útsýnisins. Þegar ósköpin dundu yfir var leiðsögumaðurinn að spila á gítar fyrir ríku strákana sem drukku konjak af gullstút aftast í bílnum en nú er hann kominn úrillur frammí til bílstjórans, eflaust með slæmt samviskubit.
Leiðsögumaðurinn efast um talstöðvarsamband bílstjórans við annarra þjóða farartæki og hrópar því sína eigin stefnu í gjallarhorn. Hann hnakkrífst við bílstjórann um hvort taka eigi þessa beygjuna eða hina, hótar að kippa í stýrið og heldur þéttingsfast um handbremsuna sem hann telur að megi nota til að stýra skjóðnum rétta leið með farsælum handbremsubeygjum. Hann telur voðann blasa við þjóðarskrjóðnum ef hann hverfi af vettvangi og láti nýjum kynslóðum eftir að móta farsælli samskipti ferðalanga, leiðsögumanns og bílstjóra til framtíðar.
Komandi forsetakosningar snúast hvorki um ábyrgð leiðsögumannsins sem veislustjóra útrásarinnar né viðbrögð hans við efnahagshruni og pólitískri upplausn haustið 2008. Þær snúast heldur ekki um þá kosti sem þjóðin stóð frammi fyrir varðandi Icesave né heldur kosti og galla Evrópusambandsins. Því síður snúast þær um það hvað leiðsögumaðurinn Sveinn Björnsson sagði eða sagði ekki við bílstjórann Ólaf Thors fyrir sextíu og tveimur árum.
Komandi forsetakosningar snúast um það hvort við viljum forseta sem leitast við að efla samstöðu þjóðarinnar um sameiginleg markmið, eða sem tekur þátt í pólitískri baráttu um ólíkar leiðir að þeim markmiðum. Þær snúast um það hvort við viljum forseta sem leitast við að efla skynsamlega samræðu stjórnmálaleiðtoga og þjóðarinnar eða sem ólmur vill egna saman hinu kjörna alþingi og alþingi götunnar. Þær snúast um það hvort við viljum forseta sem tekur ábyrgð á hlutverki sínu sem umboðsmaður þjóðarinnar gagnvart ríkisvaldinu og umgengst það af varfærni og virðingu eða lítur á það hlutverk sem tækifæri til persónlegrar valdabaráttu við þá ríkisstjórn sem situr í umboði þjóðkjörins þings hverju sinni.
Í mínum huga er enginn vafi á því að Þóra Arnórsdóttir hefur alla burði til þess að verða sá leiðsögumaður sem getur stappað stálinu í þjóðina og stuðlað að upplýstri og jákvæðri umræðu um sameiginleg markmið okkar allra. Það er nóg komið af heifúðugri og andstyggilegri umræðuhefð eftirhrunsáranna og tími kominn til að nýr forseti leiti sátta meðal þjóðar og þings, ekki síst nú þegar fáeinir mánuðir eru til næstu þingkosninga.
Skoðun

Laxaharmleikur
Jóhannes Sturlaugsson skrifar

Lýðræðið í skötulíki!
Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!)
Brynjólfur Þorvarðsson skrifar

Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin
Margrét Gísladóttir skrifar

Til varnar jafnlaunavottun
Magnea Marinósdóttir skrifar

Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi
Auður Guðmundsdóttir skrifar

Barnaræninginn Pútín
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar

Um þjóð og ríki
Gauti Kristmannsson skrifar

Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins
Helga Vala Helgadóttir skrifar

Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi
Ingólfur Ásgeirsson skrifar

Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ?
Ólafur Ívar Jónsson skrifar

Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind
Jón Daníelsson skrifar

Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi?
Björn Ólafsson skrifar

Hægri sósíalismi
Jón Ingi Hákonarson skrifar

5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki!
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu
Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar

Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá
Viðar Hreinsson skrifar

Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu
Helen Ólafsdóttir skrifar

Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir
Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar

Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Þingmenn auðvaldsins
Karl Héðinn Kristjánsson skrifar

Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum
Elliði Vignisson skrifar

Verðugur bandamaður?
Steinar Harðarson skrifar

Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn
Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar

Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst?
Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar

Rán um hábjartan dag
Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar

Af hverju er verðbólga ennþá svona há?
Ólafur Margeirsson skrifar

Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu
Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar