Spurningar áréttaðar Þórólfur Matthíasson skrifar 24. maí 2012 06:00 Í grein hér í blaðinu þann 3ja maí síðastliðinn spurði ég forystu Bændasamtaka Íslands, að gefnu tilefni, nokkurra spurninga. Nú eru liðnar þrjár vikur frá birtingu greinarinnar og í millitíðinni hefur málgagn Bændasamtakanna, Bændablaðið, komið út. Bændaforystan ætti því að hafa haft bæði tíma og tækifæri til að svara spurningum mínum. En fyrir utan ósannindi og dylgjur hafa þeir hvorki gert tilraun til að upplýsa almenning og félagsmenn sína um skuldamál og fjárreiður samtakanna og fyrirtækja í eigu Bændasamtakanna. Reyndar hafa óbreyttir bændur verið furðu þögulir og ekki þjakað forystu sína með fyrirspurnum. Þögn forystumanna bænda og Bændablaðsins er afhjúpandi. Hún segir okkur að forystumennirnir og Bændablaðið telji hvorki félagsmenn sína né almenning (sem borgar drjúgan part af kostnaði við rekstur samtakanna) eigi kröfu á skýringum á milljarða halla á hótelrekstri samtakanna. Hún segir okkur að Bændablaðið annað hvort getur ekki eða vill ekki sjá og fjalla um bjálkana í auga bændasamtakanna (en leiðaraskríbent þess blaðs er annars fundvís á flísar í augum meginlandsbúa). Þögn forystumanna bænda og Bændablaðsins segir okkur að þessir aðilar telji að skattgreiðendur eigi enga heimtingu á skýringum á meðferð geymslufjár, en geymslufé er skattfé sem Bændasamtökunum er falið að greiða til bænda. Þögn Bændasamtakanna er í anda útrásarvíkingsins sem sagði: Ég á þetta, ég má þetta, þetta kemur þér ekki við. Er það virkilega svo að þessi afstaða endurspegli hug allra bænda á Íslandi? Telja forystumenn bænda að það sé sjálfsagt mál að til þeirra sé ausið fé úr ríkissjóði án þess að á móti komi greinargerð til skattgreiðenda um ráðstöfun fjárins? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Sjá meira
Í grein hér í blaðinu þann 3ja maí síðastliðinn spurði ég forystu Bændasamtaka Íslands, að gefnu tilefni, nokkurra spurninga. Nú eru liðnar þrjár vikur frá birtingu greinarinnar og í millitíðinni hefur málgagn Bændasamtakanna, Bændablaðið, komið út. Bændaforystan ætti því að hafa haft bæði tíma og tækifæri til að svara spurningum mínum. En fyrir utan ósannindi og dylgjur hafa þeir hvorki gert tilraun til að upplýsa almenning og félagsmenn sína um skuldamál og fjárreiður samtakanna og fyrirtækja í eigu Bændasamtakanna. Reyndar hafa óbreyttir bændur verið furðu þögulir og ekki þjakað forystu sína með fyrirspurnum. Þögn forystumanna bænda og Bændablaðsins er afhjúpandi. Hún segir okkur að forystumennirnir og Bændablaðið telji hvorki félagsmenn sína né almenning (sem borgar drjúgan part af kostnaði við rekstur samtakanna) eigi kröfu á skýringum á milljarða halla á hótelrekstri samtakanna. Hún segir okkur að Bændablaðið annað hvort getur ekki eða vill ekki sjá og fjalla um bjálkana í auga bændasamtakanna (en leiðaraskríbent þess blaðs er annars fundvís á flísar í augum meginlandsbúa). Þögn forystumanna bænda og Bændablaðsins segir okkur að þessir aðilar telji að skattgreiðendur eigi enga heimtingu á skýringum á meðferð geymslufjár, en geymslufé er skattfé sem Bændasamtökunum er falið að greiða til bænda. Þögn Bændasamtakanna er í anda útrásarvíkingsins sem sagði: Ég á þetta, ég má þetta, þetta kemur þér ekki við. Er það virkilega svo að þessi afstaða endurspegli hug allra bænda á Íslandi? Telja forystumenn bænda að það sé sjálfsagt mál að til þeirra sé ausið fé úr ríkissjóði án þess að á móti komi greinargerð til skattgreiðenda um ráðstöfun fjárins?
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar