Rísandi stjarna í tónlistinni 12. janúar 2012 21:00 Nýrrar plötu Lönu Del Rey, Born to Die, er beðið með mikilli eftirvæntingu. nordicphotos/getty Nýrrar plötu Lönu Del Rey hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Flestir telja að þessi bandaríska söngkona muni slá rækilega í gegn á þessu ári. Enska söngkonan Adele var á allra vörum á síðasta ári en núna hefur sviðsljósinu verið beint að Lönu Del Rey, bandarískri söngkonu sem vill láta kalla sig glæpakvendisútgáfuna af Nancy Sinatra. Önnur plata hennar, Born To Die, er hennar fyrsta hjá útgáfufyrirtækinu Stranger Records, undirfyrirtækis Interscope Records sem er í eigu Universal Music Group. Hún kemur út í lok mánaðarins og telja helstu markaðs- og tónlistarsérfræðingar að hún eigi eftir að seljast eins og heitar lummur á árinu. Fyrsta smáskífulagið af plötunni, Video Games, kom út síðasta sumar og samdi hún það sjálf með aðstoð lagahöfundarins Justins Parker. Það náði níunda sæti breska smáskífulistans og sumir töldu það eitt af lögum ársins. Seiðandi og frekar dimm rödd Del Rey var öðruvísi en annað sem var í gangi og í nýlegu viðtali sagðist hún hafa ákveðið að syngja lagið með dýpri tón til að vekja meiri athygli hlustenda sinna. Myndbandinu við lagið leikstýrði hún sjálf og klippti og síðan það birtist fyrst á Youtube hafa tæpar átján milljónir manna skoðað það, sem segir sitthvað um vinsældir söngkonunnar. Lana Del Rey, sem heitir réttu nafni Elizabeth Grant, fæddist í New York-fylki í júní 1986. Hún ólst upp í smábænum Lake Placid en átján ára flutti hún til New York-borgar. Faðir hennar er milljarðamæringurinn Rob Grant og það var starfsfólk á vegum hans sem fann upp listamannsnafnið Lana Del Rey því það þótti henta tónlist hennar vel. Fyrsta plata hennar, Lana Del Ray, kom út í janúar 2010 og naut hún aðstoðar föður síns við markaðssetninguna. Útgáfan vakti minni athygli en vonir stóðu til en Del Rey var ekki af baki dottin. Hún sneri aftur með nýja ímynd, kynþokkafyllri, klædd í anda sjöunda áratugarins og með betri lög í farteskinu. Þetta virkaði og að undanförnu hefur andlit hennar prýtt forsíðu hvers tímaritsins á fætur öðru, þar á meðal tímaritsins Q. Breska tónlistartímaritið valdi hana einnig björtustu von ársins 2012, auk þess sem ein stærsta fyrirsætuskrifstofa heims, Next, gerði við hana fyrirsætusamning. Ljóst er að framtíð Lönu Del Ray er björt og verður forvitnilegt að fylgjast með ferli hennar í framtíðinni. freyr@frettabladid.is Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Fleiri fréttir O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Sjá meira
Nýrrar plötu Lönu Del Rey hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Flestir telja að þessi bandaríska söngkona muni slá rækilega í gegn á þessu ári. Enska söngkonan Adele var á allra vörum á síðasta ári en núna hefur sviðsljósinu verið beint að Lönu Del Rey, bandarískri söngkonu sem vill láta kalla sig glæpakvendisútgáfuna af Nancy Sinatra. Önnur plata hennar, Born To Die, er hennar fyrsta hjá útgáfufyrirtækinu Stranger Records, undirfyrirtækis Interscope Records sem er í eigu Universal Music Group. Hún kemur út í lok mánaðarins og telja helstu markaðs- og tónlistarsérfræðingar að hún eigi eftir að seljast eins og heitar lummur á árinu. Fyrsta smáskífulagið af plötunni, Video Games, kom út síðasta sumar og samdi hún það sjálf með aðstoð lagahöfundarins Justins Parker. Það náði níunda sæti breska smáskífulistans og sumir töldu það eitt af lögum ársins. Seiðandi og frekar dimm rödd Del Rey var öðruvísi en annað sem var í gangi og í nýlegu viðtali sagðist hún hafa ákveðið að syngja lagið með dýpri tón til að vekja meiri athygli hlustenda sinna. Myndbandinu við lagið leikstýrði hún sjálf og klippti og síðan það birtist fyrst á Youtube hafa tæpar átján milljónir manna skoðað það, sem segir sitthvað um vinsældir söngkonunnar. Lana Del Rey, sem heitir réttu nafni Elizabeth Grant, fæddist í New York-fylki í júní 1986. Hún ólst upp í smábænum Lake Placid en átján ára flutti hún til New York-borgar. Faðir hennar er milljarðamæringurinn Rob Grant og það var starfsfólk á vegum hans sem fann upp listamannsnafnið Lana Del Rey því það þótti henta tónlist hennar vel. Fyrsta plata hennar, Lana Del Ray, kom út í janúar 2010 og naut hún aðstoðar föður síns við markaðssetninguna. Útgáfan vakti minni athygli en vonir stóðu til en Del Rey var ekki af baki dottin. Hún sneri aftur með nýja ímynd, kynþokkafyllri, klædd í anda sjöunda áratugarins og með betri lög í farteskinu. Þetta virkaði og að undanförnu hefur andlit hennar prýtt forsíðu hvers tímaritsins á fætur öðru, þar á meðal tímaritsins Q. Breska tónlistartímaritið valdi hana einnig björtustu von ársins 2012, auk þess sem ein stærsta fyrirsætuskrifstofa heims, Next, gerði við hana fyrirsætusamning. Ljóst er að framtíð Lönu Del Ray er björt og verður forvitnilegt að fylgjast með ferli hennar í framtíðinni. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Fleiri fréttir O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Sjá meira