Innlent

Loðnugangan rétt austan við Stokkseyri

Loðnan gengur nú hratt vestur með Suðurströndinni og eru skipin þessa stundina að veiða út af Knarraróssvita, rétt austan við Stokkseyri.

Aðeins fjögur skip eru nú á sjálfum miðunum því hin eru öll á leið til löndunar með fullfermi eða á leið út á miðin eftir löndun. Veiðin hefur verið mjög góð að undanförnu, þegar á annað borð hefur viðrað til veiða, og stefnir allt í bestu loðnuvertíð um árabil.

Víða er verið að frysta loðnu og svo eru allar bræðslur á landinu keyrðar á fullum akfköstum.-




Fleiri fréttir

Sjá meira


×