Innlent

Tveir ofbeldisseggir teknir úr umferð

Tveir ofbeldisseggir voru teknir úr umferð á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt.

Á tólfta tímanum var karlmaður í mjög annarlegu ástandi handtekinn eftir að hafa haft í hótunum við nágranna sinn. Reyndar hafði hann líka í hótunum við lögreglu, þegar hún hafði afskipti af honum, en ekki kom til alvarlegra átaka.

Hinn var handtekinn um miðnæturbil eftir heimilisofbeldi. Þolandinn þurfti að leita aðhlynningar á slysadeild Landsspítalans. Árásarmaðurinn verður yfirheyrður í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×