Innlent

Rasisti á borði ákæruvalds

Mál yfirlýsts rasista sem réðst á fyrrverandi kennara sinn eftir deilur á Facebook hefur verið sent Ríkissaksóknara til ákærumeðferðar. Þar verður ákveðið fljótlega hvort maðurinn verður ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás.

Mönnunum sinnaðist eftir að árásarmaðurinn, sem er á fertugsaldri, lýsti sig samþykkan fjöldamorði hins norska Anders Breivik á Facebook-síðu kennarans fyrrverandi, sem er um sextugt. Stuttu síðar bankaði hann upp á hjá kennaranum og barði hann með hnúajárni.

Farið er með málið sem sérstaklega hættulega líkamsárás þar sem vopni var beitt. - sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×