Hreiðar Már, Sigurður, Magnús og Ólafur ákærðir Þorbjörn Þórðarson skrifar 22. febrúar 2012 09:31 Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson er taldir hafa skipulagt Al-Thani fléttuna, en báðir eru ákærðir fyrir umboðssvik og þeir Ólafur og Magnús fyrir hlutdeild í brotum þeirra. Þá eru allir fjórir ákærðir fyrir markaðsmisnotkun. Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings banka, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg og Ólafur Ólafsson, sem var annar stærsti hluthafi bankans í gegnum fyrirtæki sín, eru hinir ákærðu í Al-Thani málinu. Hreiðar Már og Sigurður eru ákærðir fyrir umboðssvik, Magnús fyrir hlutdeild í umboðssvikum, Ólafur fyrir hlutdeild í umboðssvikum en til vara hylmingu og peningaþvætti. Síðan eru þeir allir fjórir ákærðir fyrir markaðsmisnotkun í nokkrum liðum. Málið snýst um lánveitingar Kaupþings banka til sjeik Mohammed Bin Khalifa Al-Thani, bróðir emírsins af Katar, vegna kaupa hans á hlutabréfum í Kaupþingi sem tilkynnt voru 22. september 2008. Ákært er fyrir markaðsmisnotkun fyrir að hafa „ranglega látið líta út að þekktur fjárfestir frá Katar hefði lagt fé til að kaupa á 5,01% hlutafjár í Kaupþingi og borið á þeim fulla markaðsáhættu." Sigurður og Hreiðar eru taldir hafa skipulagt brotin og eru þeir Ólafur og Magnús ákærðir fyrir hlutdeild í brotum þeirra. Nafn Magnúsar hefur ekki verið sérstaklega nefnt áður í þessu samhengi, en hann tók við gögnum sem unnin voru á Íslandi. Þá fór hann til Katar til að hitta sjeikinn. Það var hins vegar Hreiðar Már sem samþykkti allar lánveitingarnar án þess að hafa til þess formlegt samþykki lánanefndar, en um var að ræða þrjú aðgreind lán. Þá er Sigurður Einarsson ákærður fyrir umboðssvik fyrir að hafa farið út fyrir heimildir sínar, sem stjórnarformaður Kaupþings, til lánveitinga. Ólafur er ákærður aðallega fyrir hlutdeild í umboðssvikum, en til vara fyrir hylmingu og peningaþvætti, og er hann sá eini þeirra sem er ákærður fyrir síðastgreindu brotin. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er stefnt að því að þingfesta ákæruna 7. mars næstkomandi. thorbjorn@stod2.is Tengdar fréttir Ákært í Al-Thani málinu Embætti sérstaks saksóknara hefur gefið út ákæru í hinu svokallaða Al-Thani máli, sem snýr að kaupum á 5 prósent hlut í Kaupþingi seinni part september mánaðar 2008, rúmum tveimur vikum fyrir hrun bankanna. 22. febrúar 2012 08:57 Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings banka, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg og Ólafur Ólafsson, sem var annar stærsti hluthafi bankans í gegnum fyrirtæki sín, eru hinir ákærðu í Al-Thani málinu. Hreiðar Már og Sigurður eru ákærðir fyrir umboðssvik, Magnús fyrir hlutdeild í umboðssvikum, Ólafur fyrir hlutdeild í umboðssvikum en til vara hylmingu og peningaþvætti. Síðan eru þeir allir fjórir ákærðir fyrir markaðsmisnotkun í nokkrum liðum. Málið snýst um lánveitingar Kaupþings banka til sjeik Mohammed Bin Khalifa Al-Thani, bróðir emírsins af Katar, vegna kaupa hans á hlutabréfum í Kaupþingi sem tilkynnt voru 22. september 2008. Ákært er fyrir markaðsmisnotkun fyrir að hafa „ranglega látið líta út að þekktur fjárfestir frá Katar hefði lagt fé til að kaupa á 5,01% hlutafjár í Kaupþingi og borið á þeim fulla markaðsáhættu." Sigurður og Hreiðar eru taldir hafa skipulagt brotin og eru þeir Ólafur og Magnús ákærðir fyrir hlutdeild í brotum þeirra. Nafn Magnúsar hefur ekki verið sérstaklega nefnt áður í þessu samhengi, en hann tók við gögnum sem unnin voru á Íslandi. Þá fór hann til Katar til að hitta sjeikinn. Það var hins vegar Hreiðar Már sem samþykkti allar lánveitingarnar án þess að hafa til þess formlegt samþykki lánanefndar, en um var að ræða þrjú aðgreind lán. Þá er Sigurður Einarsson ákærður fyrir umboðssvik fyrir að hafa farið út fyrir heimildir sínar, sem stjórnarformaður Kaupþings, til lánveitinga. Ólafur er ákærður aðallega fyrir hlutdeild í umboðssvikum, en til vara fyrir hylmingu og peningaþvætti, og er hann sá eini þeirra sem er ákærður fyrir síðastgreindu brotin. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er stefnt að því að þingfesta ákæruna 7. mars næstkomandi. thorbjorn@stod2.is
Tengdar fréttir Ákært í Al-Thani málinu Embætti sérstaks saksóknara hefur gefið út ákæru í hinu svokallaða Al-Thani máli, sem snýr að kaupum á 5 prósent hlut í Kaupþingi seinni part september mánaðar 2008, rúmum tveimur vikum fyrir hrun bankanna. 22. febrúar 2012 08:57 Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Ákært í Al-Thani málinu Embætti sérstaks saksóknara hefur gefið út ákæru í hinu svokallaða Al-Thani máli, sem snýr að kaupum á 5 prósent hlut í Kaupþingi seinni part september mánaðar 2008, rúmum tveimur vikum fyrir hrun bankanna. 22. febrúar 2012 08:57