Gengið í Gálgahrauni – sameiginlegri auðlind okkar 27. október 2012 06:00 Óspillt náttúran er ein mesta auðlind okkar Íslendinga. Árið 2011 voru tekjur þjóðarbúsins af erlendum ferðamönnum 111 milljarðar króna. Að þeirra sögn var það fyrst og fremst náttúran sem laðaði þá til landsins. Til samanburðar var arður af sjávarútvegi 154 milljarðar króna. Það er því ljóst að náttúra landsins er stórkostleg auðlind sem okkur ber að standa vörð um. Í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október sl. greiddi mikill meirihluti atkvæði með því að auðlindir landsmanna sem ekki væru í einkaeigu skyldu teljast sameign þjóðarinnar. Gálgahraun á Álftanesi er einstök perla á náttúruminjaskrá og því ótvírætt sameiginleg auðlind okkar allra. Í ljósi þessa er það siðlaust að Garðabær fénýti hraunið með því að leggja tvo vegi yfir það og skipuleggja þar íbúðabyggð, bæjarfélaginu til framdráttar. Bæjaryfirvöld í Garðabæ eiga undir högg að sækja vegna græðgi sinnar en reyna með klækjum og röngum fullyrðingum að vinna almenningsálitið á sitt band. Þau láta sem 10 ára umhverfismat vegarins sé ekki runnið úr gildi og fullyrða að Kjarvalsklettarnir svokölluðu verði ekki eyðilagðir þótt þeir muni standa eins og framandi furðusmíð á umferðareyju, slitnir úr öllu samhengi við fyrra umhverfi. Öllum ábendingum um endurbætur á núverandi vegi er hafnað með fáránlegum og órökstuddum fullyrðingum um himinháan kostnað. Skotið er skollaeyrum við gjörbreyttri afstöðu almennings til náttúruverndar frá því fyrstu hugmyndir um nýjan Álftanesveg litu dagsins ljós fyrir 30 árum. Allt er gert til þess að villa um fyrir almenningi líkt og Vegagerðin og bæjaryfirvöld í Garðabæ séu í heilagri krossferð gegn Gálgahrauni. Senn líður að því að vinnuvélar verði ræstar undir Kjarvalsklettum. Áður en að því kemur ætla Hraunavinir að leiða almenning um svæðið. Gengið verður frá Prýðahverfi við Álftanesveg sunnudaginn 28. október kl. 14.00 um vegstæðið í gegnum hraunið, rúmlega klukkustundar leið. Jónatan Garðarsson lýsir staðháttum, flutt verða ávörp og Háskólakórinn syngur. Með því að mæta út í hraunið getur þú sýnt þá skoðun í verki að embættismönnum leyfist ekki að eyðileggja óspillta náttúru landsins, sameiginlega auðlind þjóðarinnar, eins og hún sé þeirra einkaeign. Hafi það einhvern tímann verið hægt er sá tími liðinn. Þeir sem vilja mótmæla nýjum Álftanesvegi um Gálgahraun geta skráð nafn sitt á www.alftanesvegur.is. Einnig má fylgjast með gangi mála á Facebook-síðunni Verndum Gálgahraun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Sjá meira
Óspillt náttúran er ein mesta auðlind okkar Íslendinga. Árið 2011 voru tekjur þjóðarbúsins af erlendum ferðamönnum 111 milljarðar króna. Að þeirra sögn var það fyrst og fremst náttúran sem laðaði þá til landsins. Til samanburðar var arður af sjávarútvegi 154 milljarðar króna. Það er því ljóst að náttúra landsins er stórkostleg auðlind sem okkur ber að standa vörð um. Í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október sl. greiddi mikill meirihluti atkvæði með því að auðlindir landsmanna sem ekki væru í einkaeigu skyldu teljast sameign þjóðarinnar. Gálgahraun á Álftanesi er einstök perla á náttúruminjaskrá og því ótvírætt sameiginleg auðlind okkar allra. Í ljósi þessa er það siðlaust að Garðabær fénýti hraunið með því að leggja tvo vegi yfir það og skipuleggja þar íbúðabyggð, bæjarfélaginu til framdráttar. Bæjaryfirvöld í Garðabæ eiga undir högg að sækja vegna græðgi sinnar en reyna með klækjum og röngum fullyrðingum að vinna almenningsálitið á sitt band. Þau láta sem 10 ára umhverfismat vegarins sé ekki runnið úr gildi og fullyrða að Kjarvalsklettarnir svokölluðu verði ekki eyðilagðir þótt þeir muni standa eins og framandi furðusmíð á umferðareyju, slitnir úr öllu samhengi við fyrra umhverfi. Öllum ábendingum um endurbætur á núverandi vegi er hafnað með fáránlegum og órökstuddum fullyrðingum um himinháan kostnað. Skotið er skollaeyrum við gjörbreyttri afstöðu almennings til náttúruverndar frá því fyrstu hugmyndir um nýjan Álftanesveg litu dagsins ljós fyrir 30 árum. Allt er gert til þess að villa um fyrir almenningi líkt og Vegagerðin og bæjaryfirvöld í Garðabæ séu í heilagri krossferð gegn Gálgahrauni. Senn líður að því að vinnuvélar verði ræstar undir Kjarvalsklettum. Áður en að því kemur ætla Hraunavinir að leiða almenning um svæðið. Gengið verður frá Prýðahverfi við Álftanesveg sunnudaginn 28. október kl. 14.00 um vegstæðið í gegnum hraunið, rúmlega klukkustundar leið. Jónatan Garðarsson lýsir staðháttum, flutt verða ávörp og Háskólakórinn syngur. Með því að mæta út í hraunið getur þú sýnt þá skoðun í verki að embættismönnum leyfist ekki að eyðileggja óspillta náttúru landsins, sameiginlega auðlind þjóðarinnar, eins og hún sé þeirra einkaeign. Hafi það einhvern tímann verið hægt er sá tími liðinn. Þeir sem vilja mótmæla nýjum Álftanesvegi um Gálgahraun geta skráð nafn sitt á www.alftanesvegur.is. Einnig má fylgjast með gangi mála á Facebook-síðunni Verndum Gálgahraun.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar