Mottumars og krabbamein Ragnheiður Haraldsdóttir skrifar 10. mars 2012 12:00 Í grein fyrir skemmstu í Fréttablaðinu eftir Teit Guðmundsson lækni undir fyrirsögninni „Misskilin motta!?" og í viðtali við hann á Bylgjunni komu fram sjónarmið sem þarft er að leiðrétta. Þar gætir nokkurs misskilnings. Það er ekki rétt að Krabbameinsfélagið einblíni á blöðruhálskirtilskrabbamein og eistnakrabbamein í átaks- og fjáröflunarátaki sínu Mottumars, karlmenn og krabbamein. Þvert á móti hefur frá upphafi verið lögð áhersla á almenn heilsuboðorð til karla og að menn þekki fyrstu einkenni margvíslegra krabbameina. Áhersla var lögð á blöðruhálskirtilkrabbamein í fyrra og í hitteðfyrra, en það er algengasta krabbamein karla. Að mati okkar var mikilvægt að opna umræðuna um það krabbamein til að auðvelda körlum að bregðast við fyrstu einkennum. Þetta hefur tekist mjög vel. Nú í ár er aukin áhersla á önnur krabbamein jafnhliða. Það er heldur ekki rétt að ganga út því frá að Krabbameinsfélagið hvetji alla karlmenn til þess að fara í mælingu á PSA í blóði. Hið rétta er að eitt aðildarfélaga Krabbameinsfélagsins, Framför, sendi fimmtugum körlum bréf og hvatti til slíkra mælinga. Sjónarmið þeirra og rök hafa komið fram í fjölmiðlum. Í yfirlýsingu landlæknis af því tilefni er vísað í fræðsluefni Krabbameinsfélagsins, sem mælir með einstaklingsbundinni nálgun í þessu efni. Þetta fræðsluefni er að finna m.a. á heimasíðu félagsins (www.krabb.is) og panta má fræðslubæklinga beint frá okkur. Teitur hvetur til aðgerða til að sporna við ristilkrabbameini, og þar er Krabbameinsfélagið honum sammála. Þess vegna hafa Krabbameinsfélag Íslands og ýmis aðildarfélög þess á undanförnum árum staðið fyrir ráðstefnum um ristilkrabbamein (ein slík nú í mars), gefið út fræðsluefni og hvatt til skimunar. Í fræðslumyndinni „Þetta er svo lúmskt" (útg. 2011) er fjallað um ýmsa þætti er varða krabbamein í ristli og endaþarmi. Þar eru viðtöl við einstaklinga sem hafa greinst með þennan sjúkdóm og við fagfólk sem vinnur að greiningu og meðferð hans. Einnig er lögð áhersla á að kynna hvað hver einstaklingur getur gert til að draga úr hættunni á að fá sjúkdóminn og hvað hægt er að gera til að greina hann á forstigi, þegar mestur möguleiki er á lækningu. Flestum er ljóst að nú er sannarlega kominn tími til að stíga stærri og fleiri skref til að fækka ristilkrabbameinum hér á landi, og beita til þess öllum tiltækum ráðum. Þar liggja mikil sóknarfæri, því krabbamein í ristli má greina á forstigi og frumstigi, og því fyrr sem það greinist, þeim mun betri er árangur meðferðar. Krabbameinsfélag Íslands mun áfram láta mikið til sín taka og með hjálp og stuðningi almennings í landinu munum við setja markið hátt og ná árangri í baráttunni við margs konar krabbamein. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Misskilin motta!? Nú fögnum við á nýju ári aftur Mottumars svokölluðum sem hefur að markmiði að ýta undir árvekni karla gegn krabbameini og einkennum þess. Þetta er frábært framtak og hefur lukkast í alla staði mjög vel undanfarin ár og hafa karlmenn látið sér vaxa skegg og þannig sýnt stuðning sinn í verki og aukinheldur safnað áheitum til stuðnings Krabbameinsfélaginu í rannsóknir, fræðslu og forvarnir. 28. febrúar 2012 06:00 Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í grein fyrir skemmstu í Fréttablaðinu eftir Teit Guðmundsson lækni undir fyrirsögninni „Misskilin motta!?" og í viðtali við hann á Bylgjunni komu fram sjónarmið sem þarft er að leiðrétta. Þar gætir nokkurs misskilnings. Það er ekki rétt að Krabbameinsfélagið einblíni á blöðruhálskirtilskrabbamein og eistnakrabbamein í átaks- og fjáröflunarátaki sínu Mottumars, karlmenn og krabbamein. Þvert á móti hefur frá upphafi verið lögð áhersla á almenn heilsuboðorð til karla og að menn þekki fyrstu einkenni margvíslegra krabbameina. Áhersla var lögð á blöðruhálskirtilkrabbamein í fyrra og í hitteðfyrra, en það er algengasta krabbamein karla. Að mati okkar var mikilvægt að opna umræðuna um það krabbamein til að auðvelda körlum að bregðast við fyrstu einkennum. Þetta hefur tekist mjög vel. Nú í ár er aukin áhersla á önnur krabbamein jafnhliða. Það er heldur ekki rétt að ganga út því frá að Krabbameinsfélagið hvetji alla karlmenn til þess að fara í mælingu á PSA í blóði. Hið rétta er að eitt aðildarfélaga Krabbameinsfélagsins, Framför, sendi fimmtugum körlum bréf og hvatti til slíkra mælinga. Sjónarmið þeirra og rök hafa komið fram í fjölmiðlum. Í yfirlýsingu landlæknis af því tilefni er vísað í fræðsluefni Krabbameinsfélagsins, sem mælir með einstaklingsbundinni nálgun í þessu efni. Þetta fræðsluefni er að finna m.a. á heimasíðu félagsins (www.krabb.is) og panta má fræðslubæklinga beint frá okkur. Teitur hvetur til aðgerða til að sporna við ristilkrabbameini, og þar er Krabbameinsfélagið honum sammála. Þess vegna hafa Krabbameinsfélag Íslands og ýmis aðildarfélög þess á undanförnum árum staðið fyrir ráðstefnum um ristilkrabbamein (ein slík nú í mars), gefið út fræðsluefni og hvatt til skimunar. Í fræðslumyndinni „Þetta er svo lúmskt" (útg. 2011) er fjallað um ýmsa þætti er varða krabbamein í ristli og endaþarmi. Þar eru viðtöl við einstaklinga sem hafa greinst með þennan sjúkdóm og við fagfólk sem vinnur að greiningu og meðferð hans. Einnig er lögð áhersla á að kynna hvað hver einstaklingur getur gert til að draga úr hættunni á að fá sjúkdóminn og hvað hægt er að gera til að greina hann á forstigi, þegar mestur möguleiki er á lækningu. Flestum er ljóst að nú er sannarlega kominn tími til að stíga stærri og fleiri skref til að fækka ristilkrabbameinum hér á landi, og beita til þess öllum tiltækum ráðum. Þar liggja mikil sóknarfæri, því krabbamein í ristli má greina á forstigi og frumstigi, og því fyrr sem það greinist, þeim mun betri er árangur meðferðar. Krabbameinsfélag Íslands mun áfram láta mikið til sín taka og með hjálp og stuðningi almennings í landinu munum við setja markið hátt og ná árangri í baráttunni við margs konar krabbamein.
Misskilin motta!? Nú fögnum við á nýju ári aftur Mottumars svokölluðum sem hefur að markmiði að ýta undir árvekni karla gegn krabbameini og einkennum þess. Þetta er frábært framtak og hefur lukkast í alla staði mjög vel undanfarin ár og hafa karlmenn látið sér vaxa skegg og þannig sýnt stuðning sinn í verki og aukinheldur safnað áheitum til stuðnings Krabbameinsfélaginu í rannsóknir, fræðslu og forvarnir. 28. febrúar 2012 06:00
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar