Hálf Icesave skuld greidd 19. júní 2012 10:00 Nýi Landsbankinn greiddi þrotabúi gamla bankans 73 milljarða króna í erlendum myntum fyrir helgi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður upphæðin mjög fljótlega greidd út til forgangskröfuhafa bankans. Eftir þá greiðslu verður þrotabú Landsbankans búið að greiða rúman helming hinnar svokölluðu Icesave-skuldar. Þegar samið var um greiðslur nýja Landsbankans fyrir þær eignir sem hann fékk frá þeim gamla voru meðal annars gefin út verðtryggð skuldabréf sem gátu hækkað samhliða virði eignanna. Endurgreiðslur á skuldabréfunum, sem metin voru á um 290 milljarða króna í lok mars síðastliðins, áttu að hefjast í janúar 2014 og standa fram í október 2018. Fyrir helgi samdist um að nýi Landsbankinn fyrirframgreiddi fjórðung skuldabréfanna, alls um 73 milljarða króna, strax og frestaði þar með fyrsta gjalddaga fram í apríl 2015. Upphæðin var öll greidd í evrum, pundum og dollurum. Við það sparar nýi bankinn sér umtalsverðan fjármagnskostnað, enda voru vextir á skuldabréfunum mun hærri en sú ávöxtun sem hann fékk á erlent laust fé sitt. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður upphæðin greidd út til kröfuhafa gamla Landsbankans mjög fljótlega og bætist þar með við þá 594 milljarða króna sem áður hafa verið greiddar út til þeirra frá því í desember síðastliðnum. Þar með hefur þrotabúið greitt rúmlega 50 prósent af forgangskröfum sínum, sem nema samtals 1.323 milljörðum króna. Af þeim eru kröfur tryggingarsjóðs innstæðueigenda í Hollandi og Bretlandi vegna innlánasöfnunar Landsbankans í þeim löndum, meðal annars á Icesave-netreikninga, 86 prósent upphæðarinnar. Tryggingarsjóður innstæðueigenda á Íslandi (TIF) er í ábyrgð fyrir 674 milljörðum króna, eða helmingi allra samþykktra forgangskrafna. Sú greiðsla sem þrotabúið verður búið að greiða út á næstu vikum er nánast jafnhá og sem nemur ábyrgð TIF. Samkvæmt eignamati slitastjórnar Landsbankans frá því í mars síðastliðnum mun þrotabúið eiga fyrir öllum forgangskröfum og eiga 122 milljarða króna umfram þær til að greiða almennum kröfuhöfum. - þsj Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Nýi Landsbankinn greiddi þrotabúi gamla bankans 73 milljarða króna í erlendum myntum fyrir helgi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður upphæðin mjög fljótlega greidd út til forgangskröfuhafa bankans. Eftir þá greiðslu verður þrotabú Landsbankans búið að greiða rúman helming hinnar svokölluðu Icesave-skuldar. Þegar samið var um greiðslur nýja Landsbankans fyrir þær eignir sem hann fékk frá þeim gamla voru meðal annars gefin út verðtryggð skuldabréf sem gátu hækkað samhliða virði eignanna. Endurgreiðslur á skuldabréfunum, sem metin voru á um 290 milljarða króna í lok mars síðastliðins, áttu að hefjast í janúar 2014 og standa fram í október 2018. Fyrir helgi samdist um að nýi Landsbankinn fyrirframgreiddi fjórðung skuldabréfanna, alls um 73 milljarða króna, strax og frestaði þar með fyrsta gjalddaga fram í apríl 2015. Upphæðin var öll greidd í evrum, pundum og dollurum. Við það sparar nýi bankinn sér umtalsverðan fjármagnskostnað, enda voru vextir á skuldabréfunum mun hærri en sú ávöxtun sem hann fékk á erlent laust fé sitt. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður upphæðin greidd út til kröfuhafa gamla Landsbankans mjög fljótlega og bætist þar með við þá 594 milljarða króna sem áður hafa verið greiddar út til þeirra frá því í desember síðastliðnum. Þar með hefur þrotabúið greitt rúmlega 50 prósent af forgangskröfum sínum, sem nema samtals 1.323 milljörðum króna. Af þeim eru kröfur tryggingarsjóðs innstæðueigenda í Hollandi og Bretlandi vegna innlánasöfnunar Landsbankans í þeim löndum, meðal annars á Icesave-netreikninga, 86 prósent upphæðarinnar. Tryggingarsjóður innstæðueigenda á Íslandi (TIF) er í ábyrgð fyrir 674 milljörðum króna, eða helmingi allra samþykktra forgangskrafna. Sú greiðsla sem þrotabúið verður búið að greiða út á næstu vikum er nánast jafnhá og sem nemur ábyrgð TIF. Samkvæmt eignamati slitastjórnar Landsbankans frá því í mars síðastliðnum mun þrotabúið eiga fyrir öllum forgangskröfum og eiga 122 milljarða króna umfram þær til að greiða almennum kröfuhöfum. - þsj
Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira