Erlent

Enn á huldu með hulduefnið

Leit að hulduefni umhverfis sólina bar ekki árangur. Blái liturinn á myndinni táknar þéttleika efnisins, samkvæmt gildandi kenningum. Mynd/ESO
Leit að hulduefni umhverfis sólina bar ekki árangur. Blái liturinn á myndinni táknar þéttleika efnisins, samkvæmt gildandi kenningum. Mynd/ESO
Ráðgátan um hulduefni í alheiminum varð enn dularfyllri í fyrradag eftir að ný rannsókn stjörnufræðinga í Síle gekk í berhögg við fyrri kenningar um eðli efnisins.

Á vef ESO, stjörnustöðvar Evrópulanda á suðurhveli, segir að við rannsóknina hafi engar vísbendingar fundist um hulduefni á stóru svæði umhverfis sólina, í nákvæmustu rannsókn sem gerð hefur verið hingað til af hreyfingum stjarna í vetrarbrautinni.

Hulduefni er ósýnilegt efni sem er einungis hægt að greina vegna þyngdaráhrifa þess. Vísindamenn höfðu búist við því að finna skýr merki um efnið í rannsókninni en svo fór ekki og nýrra lausna er því þörf. - þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×