Erlent

Engar líkur á að farþegar hafi lifað af

Yfirvöld í Pakistan segja að engar líkur séu á því að einhver hafi komist lífs af þegar farþegaflugvél með 127 farþega innanborðs hrapaði í dag nálægt flugvellinum í Islamabad í Pakistan. Pakistanskir miðlar segja að vélin hafi verið frá Bhoja flugfélaginu og á leið frá Karachi til Islamabad þegar hún hrapaði. Vélin er sögð hafa hrapað í íbúðabyggð og herma fregnir að nokkur hús hafi eyðilagst þegar vélin skall á þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×