Handbolti

Arnór sleit hásin | Tímabilið búið

Arnór í leik með Flensburg í vetur.
Arnór í leik með Flensburg í vetur.
Landsliðsmaðurinn Arnór Atlason meiddist illa í leik Flensburg og Hamburg í Meistaradeildinni í dag. Faðir hans, Atli Hilmarsson, hefur staðfest að leikmaðurinn hafi slitið hásin.

Það þýðir að tímabilið hjá Arnóri er búið og hann mun því ekki leika með íslenska landsliðinu á HM á Spáni í janúar.

Það getur tekið sex til átta mánuði að jafna sig af slíkum meiðslum. Arnór hefur því væntanlega spilað sinn síðasta leik fyrir Flensburg en hann gengur í raðir franska félagsins St. Raphael næsta sumar.

Þetta er gríðarlegt áfall fyrir baráttujaxlinn Arnór sem hefur verið að spila frábærlega upp á síðkastið fyrir Flensburg. Landsliðið mun svo sannarlega sakna hans í janúar enda hefur hann verið lykilmaður þar til margra ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×