Sýndarsamráð 20. febrúar 2012 08:00 Mikil óánægja er ríkjandi í mörgum hverfum Reykjavíkur vegna vinnubragða meirihluta Samfylkingar og Besta flokksins í skólamálum. Á síðasta ári knúði meirihlutinn í gegn vanhugsaðar og illa undirbúnar breytingar á skólahaldi þrátt fyrir mótmæli þúsunda foreldra og viðvaranir fjölmargra fagaðila. Bentu þessir aðilar m.a. á að stefnumörkun lægi ekki fyrir og að hvorki hefði verið sýnt fram á fjárhagslegan né faglegan ávinning vegna breytinganna. Þau svör fengust að stefnumótun yrði unnin samhliða breytingum og að í þeirri vinnu yrði náið samráð haft við nemendur, foreldra og kennara. Foreldrar fá ekki skýr svörNú hefur komið í ljós að ekkert er að marka þessi heit og hafa borgarfulltrúar Samfylkingarinnar af sannfæringu tekið að sér að framfylgja þeirri stefnu Besta flokksins að svíkja öll loforð. Fulltrúar foreldra og starfsmanna í þeim stýrihópum, sem leiða eiga breytingarferlið í einstökum skólum, kvarta yfir því að svör fáist ekki við einföldustu fyrirspurnum um fyrirkomulag breytinganna, hvað þá hvernig fyrirkomulagi kennslunnar verði háttað til framtíðar. Þar sem stefnumótun og framtíðarsýn liggur ekki fyrir vísa embættismenn slíkum spurningum til kjörinna fulltrúa en þar er svör ennþá síður að finna. Þetta hafa t.d. foreldrar skólabarna í Grafarvogi fengið að reyna, sem hafa að undanförnu átt í ótrúlegum samskiptum við Oddnýju Sturludóttur, formann skóla- og frístundaráðs. Oddný neitaði í fyrstu að koma á fund foreldra í Hamraskóla til að ræða málin en gerði foreldrum á móti það kostaboð að þrír fulltrúar þeirra mættu koma niður í Ráðhús og fá áheyrn hjá henni þar. Að lokum tókst foreldrum þó að fá Oddnýju til sín á fund en þar kom fátt nýtt fram. Kvörtuðu foreldrar yfir því að hún gæfi engin svör við ýmsum mikilvægum spurningum vegna brottflutnings unglingadeildar skólans og sérdeildar fyrir einhverfa. Formaður foreldrafélagsins í Hamraskóla hefur nú sagt sig úr stýrihópi vegna umrædds flutnings og í Húsaskóla hafa bæði formaður foreldrafélagsins og fulltrúi starfsmanna sagt sig úr stýrihópnum þar sem óskir og jafnvel einfaldar fyrirspurnir eru algerlega virtar að vettugi. Þannig er samráðið í framkvæmd hjá borgarfulltrúum Samfylkingar og Besta flokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Magnússon Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Sjá meira
Mikil óánægja er ríkjandi í mörgum hverfum Reykjavíkur vegna vinnubragða meirihluta Samfylkingar og Besta flokksins í skólamálum. Á síðasta ári knúði meirihlutinn í gegn vanhugsaðar og illa undirbúnar breytingar á skólahaldi þrátt fyrir mótmæli þúsunda foreldra og viðvaranir fjölmargra fagaðila. Bentu þessir aðilar m.a. á að stefnumörkun lægi ekki fyrir og að hvorki hefði verið sýnt fram á fjárhagslegan né faglegan ávinning vegna breytinganna. Þau svör fengust að stefnumótun yrði unnin samhliða breytingum og að í þeirri vinnu yrði náið samráð haft við nemendur, foreldra og kennara. Foreldrar fá ekki skýr svörNú hefur komið í ljós að ekkert er að marka þessi heit og hafa borgarfulltrúar Samfylkingarinnar af sannfæringu tekið að sér að framfylgja þeirri stefnu Besta flokksins að svíkja öll loforð. Fulltrúar foreldra og starfsmanna í þeim stýrihópum, sem leiða eiga breytingarferlið í einstökum skólum, kvarta yfir því að svör fáist ekki við einföldustu fyrirspurnum um fyrirkomulag breytinganna, hvað þá hvernig fyrirkomulagi kennslunnar verði háttað til framtíðar. Þar sem stefnumótun og framtíðarsýn liggur ekki fyrir vísa embættismenn slíkum spurningum til kjörinna fulltrúa en þar er svör ennþá síður að finna. Þetta hafa t.d. foreldrar skólabarna í Grafarvogi fengið að reyna, sem hafa að undanförnu átt í ótrúlegum samskiptum við Oddnýju Sturludóttur, formann skóla- og frístundaráðs. Oddný neitaði í fyrstu að koma á fund foreldra í Hamraskóla til að ræða málin en gerði foreldrum á móti það kostaboð að þrír fulltrúar þeirra mættu koma niður í Ráðhús og fá áheyrn hjá henni þar. Að lokum tókst foreldrum þó að fá Oddnýju til sín á fund en þar kom fátt nýtt fram. Kvörtuðu foreldrar yfir því að hún gæfi engin svör við ýmsum mikilvægum spurningum vegna brottflutnings unglingadeildar skólans og sérdeildar fyrir einhverfa. Formaður foreldrafélagsins í Hamraskóla hefur nú sagt sig úr stýrihópi vegna umrædds flutnings og í Húsaskóla hafa bæði formaður foreldrafélagsins og fulltrúi starfsmanna sagt sig úr stýrihópnum þar sem óskir og jafnvel einfaldar fyrirspurnir eru algerlega virtar að vettugi. Þannig er samráðið í framkvæmd hjá borgarfulltrúum Samfylkingar og Besta flokksins.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun