Lífið

Fékk sér tattú þvert yfir ristina

elly@365.is skrifar
myndir/cover media og twitter
Söngkonan LeAnn Rimes fékk sér nýtt húðflúr á ristina tileinkað eiginmanni sínum Eddie Cibrian sem hún giftist í apríl í fyrra. Eins og sjá má í myndasafni lét hún húðflúra á fótlegginn setninguna the only one that matters (sá eini sem skiptir máli).

Í myndasafni má sjá annað húðflúr á söngkonunni staðsett rétt fyrir ofan bikinílínuna þar sem stendur: Still I Rise - sem er heiti á ljóði eftir Mayu Angelou.

LeAnn og Eddie kynntust þegar þau léku saman í sjónvarpsmynd sem ber heitið Northern Lights. Þá voru þau bæði gift.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.