Norski bankinn DNB vill eignast Íslandsbanka Magnús Halldórsson skrifar 21. janúar 2012 18:30 Norski bankinn DNB er einn þeirra sem aflað hefur upplýsinga um Íslandsbanka með möguleg kaup á banknum í huga. Formaður slitstjórnar Glitnis, eiganda bankans, segir of snemmt að segja til um það hvort bankinn verði seldur. Svissneski bankinn UBS hefur haft umsjón með söluferlinu á Íslandsbanka, fyrir slitastjórn Glitnis, frá því í upphafi árs 2010. Þá var því lýst yfir að vonir stæðu til þess að bankinn yrði seldur á næstu þremur til fimm árum. Samkvæmt heimildum fréttastofu er norski bankinn DNB meðal þeirra sem sýnt hafa áhuga á Íslandsbanka, en Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að norskir og kanadískir bankar væru búnir að sýna Íslandsbanka áhuga. DNB hefur raunar átt í samstarfi við Íslandsbanka á sviði eignastýringar en samningur á milli bankann var undirritaður 1. desember 2010. Verðmiðinn á bankanum liggur ekki fyrir en sé mið tekið af eiginfjárstöðu hans má gera ráð fyrir að hann sé ekki minna en 100 milljarða króna virði. Nokkur óvissa er þó í spilunum um hvort bankinn verði seldur á næstunni eða ekki, samkvæmt upplýsingum frá slitastjórn Glitnis. Þar á bæ vildu forsvarsmenn ekkert segja um hverjir hefðu sýnt bankanum áhuga. Meðal þess sem getur ráðið miklu um hvernig mál þróast er hvort tekst að ná nauðasamningum við kröfuhafa, en unnið hefur verið að þeim um nokkurt skeið. Gylfi Magnússon, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, er einn þeirra sem talað hefur fyrir mikilvægi þess að einn af endurreistu bönkunum þremur verði í eigu trausts erlends banka í framtíðinni. Hann segir að margt geti unnist með því, og stoðir fjármálakerfisins verði traustari fyrir vikið. Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Norski bankinn DNB er einn þeirra sem aflað hefur upplýsinga um Íslandsbanka með möguleg kaup á banknum í huga. Formaður slitstjórnar Glitnis, eiganda bankans, segir of snemmt að segja til um það hvort bankinn verði seldur. Svissneski bankinn UBS hefur haft umsjón með söluferlinu á Íslandsbanka, fyrir slitastjórn Glitnis, frá því í upphafi árs 2010. Þá var því lýst yfir að vonir stæðu til þess að bankinn yrði seldur á næstu þremur til fimm árum. Samkvæmt heimildum fréttastofu er norski bankinn DNB meðal þeirra sem sýnt hafa áhuga á Íslandsbanka, en Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að norskir og kanadískir bankar væru búnir að sýna Íslandsbanka áhuga. DNB hefur raunar átt í samstarfi við Íslandsbanka á sviði eignastýringar en samningur á milli bankann var undirritaður 1. desember 2010. Verðmiðinn á bankanum liggur ekki fyrir en sé mið tekið af eiginfjárstöðu hans má gera ráð fyrir að hann sé ekki minna en 100 milljarða króna virði. Nokkur óvissa er þó í spilunum um hvort bankinn verði seldur á næstunni eða ekki, samkvæmt upplýsingum frá slitastjórn Glitnis. Þar á bæ vildu forsvarsmenn ekkert segja um hverjir hefðu sýnt bankanum áhuga. Meðal þess sem getur ráðið miklu um hvernig mál þróast er hvort tekst að ná nauðasamningum við kröfuhafa, en unnið hefur verið að þeim um nokkurt skeið. Gylfi Magnússon, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, er einn þeirra sem talað hefur fyrir mikilvægi þess að einn af endurreistu bönkunum þremur verði í eigu trausts erlends banka í framtíðinni. Hann segir að margt geti unnist með því, og stoðir fjármálakerfisins verði traustari fyrir vikið.
Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira