Straumhvörf í stéttabaráttu Andrea J. Ólafsdóttir skrifar 18. febrúar 2012 06:00 Nú hafa Hagsmunasamtök heimilanna (HH) talað fyrir réttlætiskröfum um almennar leiðréttingar á höfuðstól lána og afnám verðtryggingar í rúm þrjú ár. Þó að stjórnvöld hafi ekki enn orðið við meginkröfum samtakanna njóta þær fylgis 80% þjóðarinnar samkvæmt skoðanakönnunum. Þá hafa um 37.500 undirskriftir safnast kröfunum til stuðnings og ætla samtökin að afhenda þær forseta Íslands, sem er samkvæmt stjórnarskránni hluti af stjórnvöldum landsins. ASÍ fulltrúi atvinnurekenda eða launþega?Barátta HH hefur snúist um kjarabaráttu sem verkalýðshreyfingin hefur ekki viljað taka þátt í, nema með örfáum undantekningum. Sjálfsagt hefðu samtökin aldrei orðið til ef forseti ASÍ hefði ekki lagst gegn frystingu vísitölunnar haustið 2008. Forseti ASÍ er ekki kjörinn í allsherjarkosningu heldur hafa fulltrúar, handgengnir forystunni, atkvæðisrétt. Þá hefur ASÍ lagst gegn því að stjórnir lífeyrissjóða verði kosnar beint af sjóðsfélögum. Eins hefur ASÍ viljað halda fulltrúum Samtaka atvinnurekenda í stjórnum sjóðanna. Afstaða ASÍ er óskiljanleg. Þangað til við komum að þversögn verkalýðshreyfingarinnar. Herdís Dröfn Baldvinsdóttir hefur gert doktorsverkefni um tengsl og samgróna innviði íslenska fjármálageirans og verkalýðssamtaka. Hún vill meina að fjármálaleg og raunverulega pólitísk völd hafi færst í ríkari mæli í hendur ASÍ og VSÍ og sameiginlega hafa þessi samtök verið ríkjandi í hagstjórn Íslands síðastliðinn áratug. Aðalleiðtogar ASÍ hafa myndað náin fjárhagsleg tengsl við fulltrúa atvinnurekanda innan stjórna almenna lífeyrissjóðskerfisins og ýmissa einkafyrirtækja. Sú þversögn virðist hafa myndast að ASÍ sé orðið mun sterkara félag fyrir atvinnurekendur en fyrir félagsmenn sína. Straumhvörf í kjarabaráttu?Ingólfur H. Ingólfsson félagsfræðingur hefur skrifað um hvernig hinn almenni launamaður skuldar nú lánardrottni sínum að meðaltali tvöfaldar til þrefaldar árstekjur sínar og að vaxtakjör séu farin að skipta meira eða jafnmiklu máli og launakjör. Hann vakti athygli á því að það þyrfti stéttarsamtök skuldara rétt eins og stéttarsamtök launþega. HH eru vísir að „stéttarsamtökum skuldara“ þó þau hafi ekki enn haft aðkomu að kjaraviðræðum, aðra en þá að skrifa forystu ASÍ og verkalýðsfélaganna hvatningu í síðustu kjaraviðræðum sem gekk út á það að huga að lánakjörum, almennum leiðréttingum og afnámi verðtryggingar – en við litlar undirtektir. Stjórn HH hefur hug á að bjóða verkalýðsfélögum að ganga til liðs við HH og mynda saman ný regnhlífarsamtök verkalýðsfélaga sem ekki myndu skilja lánakjör útundan í baráttunni fyrir bættum hag félagsmanna. Þak yfir höfuðið er vissulega einn mikilvægasti þáttur í lífi hvers manns og telst til mannréttinda og því ekki úr vegi að leggja mikla áherslu á að það fáist á viðráðanlegu verði – en ekki þeim okurlánum sem hér hafa tíðkast. Stjórn HH ætlar sér að leggja könnun fyrir félagsmenn þar sem m.a. verður spurt út í afstöðu félagsmanna til framtíðar samtakanna. Um leið og félagsmenn eru hvattir til að taka þátt í könnuninni segjum við umræðuna um stétta- og kjarabaráttu 21. aldarinnar hafna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú hafa Hagsmunasamtök heimilanna (HH) talað fyrir réttlætiskröfum um almennar leiðréttingar á höfuðstól lána og afnám verðtryggingar í rúm þrjú ár. Þó að stjórnvöld hafi ekki enn orðið við meginkröfum samtakanna njóta þær fylgis 80% þjóðarinnar samkvæmt skoðanakönnunum. Þá hafa um 37.500 undirskriftir safnast kröfunum til stuðnings og ætla samtökin að afhenda þær forseta Íslands, sem er samkvæmt stjórnarskránni hluti af stjórnvöldum landsins. ASÍ fulltrúi atvinnurekenda eða launþega?Barátta HH hefur snúist um kjarabaráttu sem verkalýðshreyfingin hefur ekki viljað taka þátt í, nema með örfáum undantekningum. Sjálfsagt hefðu samtökin aldrei orðið til ef forseti ASÍ hefði ekki lagst gegn frystingu vísitölunnar haustið 2008. Forseti ASÍ er ekki kjörinn í allsherjarkosningu heldur hafa fulltrúar, handgengnir forystunni, atkvæðisrétt. Þá hefur ASÍ lagst gegn því að stjórnir lífeyrissjóða verði kosnar beint af sjóðsfélögum. Eins hefur ASÍ viljað halda fulltrúum Samtaka atvinnurekenda í stjórnum sjóðanna. Afstaða ASÍ er óskiljanleg. Þangað til við komum að þversögn verkalýðshreyfingarinnar. Herdís Dröfn Baldvinsdóttir hefur gert doktorsverkefni um tengsl og samgróna innviði íslenska fjármálageirans og verkalýðssamtaka. Hún vill meina að fjármálaleg og raunverulega pólitísk völd hafi færst í ríkari mæli í hendur ASÍ og VSÍ og sameiginlega hafa þessi samtök verið ríkjandi í hagstjórn Íslands síðastliðinn áratug. Aðalleiðtogar ASÍ hafa myndað náin fjárhagsleg tengsl við fulltrúa atvinnurekanda innan stjórna almenna lífeyrissjóðskerfisins og ýmissa einkafyrirtækja. Sú þversögn virðist hafa myndast að ASÍ sé orðið mun sterkara félag fyrir atvinnurekendur en fyrir félagsmenn sína. Straumhvörf í kjarabaráttu?Ingólfur H. Ingólfsson félagsfræðingur hefur skrifað um hvernig hinn almenni launamaður skuldar nú lánardrottni sínum að meðaltali tvöfaldar til þrefaldar árstekjur sínar og að vaxtakjör séu farin að skipta meira eða jafnmiklu máli og launakjör. Hann vakti athygli á því að það þyrfti stéttarsamtök skuldara rétt eins og stéttarsamtök launþega. HH eru vísir að „stéttarsamtökum skuldara“ þó þau hafi ekki enn haft aðkomu að kjaraviðræðum, aðra en þá að skrifa forystu ASÍ og verkalýðsfélaganna hvatningu í síðustu kjaraviðræðum sem gekk út á það að huga að lánakjörum, almennum leiðréttingum og afnámi verðtryggingar – en við litlar undirtektir. Stjórn HH hefur hug á að bjóða verkalýðsfélögum að ganga til liðs við HH og mynda saman ný regnhlífarsamtök verkalýðsfélaga sem ekki myndu skilja lánakjör útundan í baráttunni fyrir bættum hag félagsmanna. Þak yfir höfuðið er vissulega einn mikilvægasti þáttur í lífi hvers manns og telst til mannréttinda og því ekki úr vegi að leggja mikla áherslu á að það fáist á viðráðanlegu verði – en ekki þeim okurlánum sem hér hafa tíðkast. Stjórn HH ætlar sér að leggja könnun fyrir félagsmenn þar sem m.a. verður spurt út í afstöðu félagsmanna til framtíðar samtakanna. Um leið og félagsmenn eru hvattir til að taka þátt í könnuninni segjum við umræðuna um stétta- og kjarabaráttu 21. aldarinnar hafna.
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar