Framsækin fjárfestingaáætlun Ólína Þorvarðardóttir skrifar 1. júní 2012 06:00 Nýlega kynnti ríkisstjórnin nýja og framsækna fjárfestingaáætlun. Áætlunin er liður í nýrri sókn eftir efnahagshrunið og þær hremmingar sem þjóðin hefur mátt þola eftir áratuga stjórnartíð sjálfstæðis- og framsóknarmanna. Samkvæmt henni munu 39 milljarðar króna leiða til fjárfestinga og framkvæmda fyrir 88 milljarða króna. Tugir milljarða munu þar með flæða um lífæðar samfélagsins og glæða bæði atvinnu og hagvöxt. Það vakti raunar athygli mína þegar málið var fyrst kynnt, að einmitt þá stóð yfir harðvítugt málþóf í þinginu af hálfu gömlu íhaldsflokkanna tveggja, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, gegn því að þjóðin fengi áframhaldandi aðkomu að endurskoðun stjórnarskrárinnar og gegn því að þjóðin fái að kjósa um tillögur stjórnlagaráðs í haust. Já, á sömu stundu og ríkisstjórnin var að kynna sína metnaðarfullu fjárfestingaáætlun fyrir Ísland – áætlun byggða á vandaðri stefnumótun, framtíðarsýn og traustri fjárhagsstjórn – stóðu íhaldsflokkarnir í sinni niðurrifspólitík og málþófi. Sjaldan ef nokkru sinni höfum við fengið gleggri mynd af þeim mun sem er á niðurrifs- og uppbyggingarstjórnmálum en einmitt þá. Fjárfestingaáætlunin er afrakstur forsjálni í ríkisfjármálum. Hún er möguleg vegna þess að við sjáum nú fram á drýgri tekjur ríkissjóðs í formi auðlindagjalda en einnig vegna eignasölu á hlut ríkisins í bönkunum. Þeir fjármunir sem varið verður til margvíslegra verkefna samkvæmt áætluninni munu skila sér: Til uppbyggingar á innviðum þess, t.d. með stórum samgönguframkvæmdum. Til samfélagslegra verkefna í almannaþágu, verkefna sem hleypa lífi í atvinnulífið allt og byggðir landsins. Til eflingar rannsóknum og tækniþróun, sóknaráætlunum og atvinnuþróun. Til eflingar græna hagkerfinu, ferðaþjónustunni og skapandi greinum. Grunnurinn að áætluninni er stefnumótun ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur – ríkisstjórnar jafnaðarmanna og félagshyggjufólks sem hefur það einbeitta markmið að koma þjóðinni út úr þeirri kreppu sem hrunstefna Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks leiddi yfir samfélagið. Hún er smíði velferðarstjórnarinnar sem hefur ekki unnt sér hvíldar við að endurreisa íslenskt samfélag, verja hér velferð, auka jöfnuð og glæða atvinnulíf og almenn lífskjör – stjórnarinnar sem hefur getið sér orð á alþjóðavettvangi fyrir árangur í þeim efnum (þó að hér heima leggist margir á eitt til að þegja það í hel). Nái þessi fjárfestingaáætlun fram að ganga munu skapast fjögur þúsund störf og staða ríkissjóðs batna um allt að 20 milljarða á þremur árum. En það sem mest er um vert er þó sú bráðnauðsynlega uppbygging innviða sem nú getur átt sér stað með flýtingu stórframkvæmda á borð við jarðgöngin fyrir vestan og austan. Ekki síst skiptir þetta máli fyrir Vestfirði þar sem byggðirnar hafa orðið fyrir sárum búsifjum undanfarna áratugi, að verulegu leyti vegna hins óréttláta kvótakerfis sem hefur sannarlega tekið sinn toll og valdið alvarlegri byggðaröskun víða. Þann halla er löngu tímabært að bæta, því ekki var það gert í stjórnartíð Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hér fyrr á árum, á velmegunar- og góðæristímanum þegar þessir tveir flokkar fóru ekki aðeins með landsstjórnina, heldur stjórnuðu nánast öllum sveitarfélögum landsins með meirihlutasamstarfi sín á milli. Þess skal getið sem gott er: Það skiptir máli hverjir stjórna – það skiptir máli hvernig er stjórnað. Og það er aldrei mikilvægara en í efnahagsþrengingum að hafa jafnaðar- og félagshyggjumenn við stjórnvölinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal Skoðun Skoðun Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega kynnti ríkisstjórnin nýja og framsækna fjárfestingaáætlun. Áætlunin er liður í nýrri sókn eftir efnahagshrunið og þær hremmingar sem þjóðin hefur mátt þola eftir áratuga stjórnartíð sjálfstæðis- og framsóknarmanna. Samkvæmt henni munu 39 milljarðar króna leiða til fjárfestinga og framkvæmda fyrir 88 milljarða króna. Tugir milljarða munu þar með flæða um lífæðar samfélagsins og glæða bæði atvinnu og hagvöxt. Það vakti raunar athygli mína þegar málið var fyrst kynnt, að einmitt þá stóð yfir harðvítugt málþóf í þinginu af hálfu gömlu íhaldsflokkanna tveggja, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, gegn því að þjóðin fengi áframhaldandi aðkomu að endurskoðun stjórnarskrárinnar og gegn því að þjóðin fái að kjósa um tillögur stjórnlagaráðs í haust. Já, á sömu stundu og ríkisstjórnin var að kynna sína metnaðarfullu fjárfestingaáætlun fyrir Ísland – áætlun byggða á vandaðri stefnumótun, framtíðarsýn og traustri fjárhagsstjórn – stóðu íhaldsflokkarnir í sinni niðurrifspólitík og málþófi. Sjaldan ef nokkru sinni höfum við fengið gleggri mynd af þeim mun sem er á niðurrifs- og uppbyggingarstjórnmálum en einmitt þá. Fjárfestingaáætlunin er afrakstur forsjálni í ríkisfjármálum. Hún er möguleg vegna þess að við sjáum nú fram á drýgri tekjur ríkissjóðs í formi auðlindagjalda en einnig vegna eignasölu á hlut ríkisins í bönkunum. Þeir fjármunir sem varið verður til margvíslegra verkefna samkvæmt áætluninni munu skila sér: Til uppbyggingar á innviðum þess, t.d. með stórum samgönguframkvæmdum. Til samfélagslegra verkefna í almannaþágu, verkefna sem hleypa lífi í atvinnulífið allt og byggðir landsins. Til eflingar rannsóknum og tækniþróun, sóknaráætlunum og atvinnuþróun. Til eflingar græna hagkerfinu, ferðaþjónustunni og skapandi greinum. Grunnurinn að áætluninni er stefnumótun ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur – ríkisstjórnar jafnaðarmanna og félagshyggjufólks sem hefur það einbeitta markmið að koma þjóðinni út úr þeirri kreppu sem hrunstefna Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks leiddi yfir samfélagið. Hún er smíði velferðarstjórnarinnar sem hefur ekki unnt sér hvíldar við að endurreisa íslenskt samfélag, verja hér velferð, auka jöfnuð og glæða atvinnulíf og almenn lífskjör – stjórnarinnar sem hefur getið sér orð á alþjóðavettvangi fyrir árangur í þeim efnum (þó að hér heima leggist margir á eitt til að þegja það í hel). Nái þessi fjárfestingaáætlun fram að ganga munu skapast fjögur þúsund störf og staða ríkissjóðs batna um allt að 20 milljarða á þremur árum. En það sem mest er um vert er þó sú bráðnauðsynlega uppbygging innviða sem nú getur átt sér stað með flýtingu stórframkvæmda á borð við jarðgöngin fyrir vestan og austan. Ekki síst skiptir þetta máli fyrir Vestfirði þar sem byggðirnar hafa orðið fyrir sárum búsifjum undanfarna áratugi, að verulegu leyti vegna hins óréttláta kvótakerfis sem hefur sannarlega tekið sinn toll og valdið alvarlegri byggðaröskun víða. Þann halla er löngu tímabært að bæta, því ekki var það gert í stjórnartíð Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hér fyrr á árum, á velmegunar- og góðæristímanum þegar þessir tveir flokkar fóru ekki aðeins með landsstjórnina, heldur stjórnuðu nánast öllum sveitarfélögum landsins með meirihlutasamstarfi sín á milli. Þess skal getið sem gott er: Það skiptir máli hverjir stjórna – það skiptir máli hvernig er stjórnað. Og það er aldrei mikilvægara en í efnahagsþrengingum að hafa jafnaðar- og félagshyggjumenn við stjórnvölinn.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun