Samráð í sátt Ketill B. Magnússon skrifar 13. september 2012 06:00 Þann 17. september nk. eiga Heimili og skóli – landssamtök foreldra 20 ára afmæli. Við þau tímamót er rétt að spyrja hvort þörf er á slíkum samtökum? Fyrir tveimur áratugum var hrópandi þörf fyrir landssamtök foreldra. Mikil gjá var enn þá milli skóla og heimila í landinu. Grunnskólar voru tvísetnir og vissu foreldrar ekki fyrr en í byrjun september ár hvert hvort börnin þeirra ættu vaktina fyrir eða eftir hádegi þann veturinn. Þá voru ekki til frístundaheimili og foreldrar þurftu bara að gjöra svo vel að skipuleggja vinnu sína í kringum skólagöngu barnanna eða semja við ættingja um að gæta þeirra part úr degi. Fjöldi barna fékk húslykil um hálsinn og skyldu sjá um sig sjálf þar til foreldrarnir komu heim úr vinnu. Foreldrar sáu að þeir urðu að standa saman til að fá þessu skipulagi skólanna breytt. Það var ekki síst vegna samstöðu og þrýstings samtaka foreldra sem grunnskólanum var breytt og hann gerður einsetinn. Hlutverk foreldraForeldrar gegndu takmörkuðu hlutverki í skólagöngu barna sinna áður fyrr. Komu oftast bara í skólann í foreldraviðtal einu sinni á ári, en oftar ef þau voru kölluð til skólastjórans vegna hegðunarvandamála barna sinna. Foreldrafélög voru fátíð og starf þeirra hafði lítið með dagleg störf skólans að gera. Smám saman breyttist þetta viðhorf, meðal annars fyrir þrýsting samtaka foreldra, og í dag eiga foreldrar lögskipað sæti fyrir fulltrúa sína í stjórnskipulagi skóla á öllum skólastigunum þremur, leik-, grunn- og framhaldsskóla. Almennt er viðurkennt, bæði hjá menntayfirvöldum og í skólum landsins, að foreldrar hafi mikilvægu hlutverki að gegna í skólunum. Bæði við að styðja við skólagöngu barna sinna og einnig við að veita skólunum heilbrigt aðhald. Foreldrar verða þannig að gæta vel að þeim árangri sem náðst hefur. Hann er ekki sjálfgefinn. Menntayfirvöld hafa sett sér það markmið að kalla alltaf til fulltrúa foreldra við mótun skólastefnu í landinu. Þegar kemur að menntamálum þá eru foreldrar mikilvægur hagaðili og á þá verður að hlusta ef við viljum búa í lýðræðislegu þjóðfélagi. Í hverju felst samráð?Sveitarfélögin í landinu fara með málefni leik- og grunnskólans og undanfarin ár hafa verið þeim fjárhagslega erfið. Vissulega reyna sveitarstjórnarmenn að hagræða í skólastarfinu og breyta til. Skólinn er einnig sífellt í faglegri þróun og því eru breytingar þar eðlilegar. En, of oft hafa komið upp mál að undanförnu þar sem foreldrar eru óánægðir með hvernig sveitarfélögin standa að breytingum. Þeir kvarta undan því að ekki sé haft nægjanlegt samráð. Þessi sömu sveitarfélög telja gjarnan að þau sýni mikið og gott samráð. Búið sé að halda svona marga kynningarfundi, fylgja tímaáætlunum og senda bréf. Greinilegt er að foreldrar og sveitarstjórnir hafa ekki sömu væntingar og skilning á því hvað nægjanlegt samráð er. Umræðan færð á næsta stigHeimili og skóli – landssamtök foreldra telja mjög brýnt að aðilar skóla öðlist sameiginlegan skilning á hvernig standa skuli að breytingum á skólum. Við viljum vinna að sameiginlegum skilningi á hugtakinu „samráð“ og færa umræðuna á næsta stig, öllum til heilla. Landssamtök foreldra telja það hlutverk sitt að vinna áfram að hag foreldra og barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Þann 17. september nk. eiga Heimili og skóli – landssamtök foreldra 20 ára afmæli. Við þau tímamót er rétt að spyrja hvort þörf er á slíkum samtökum? Fyrir tveimur áratugum var hrópandi þörf fyrir landssamtök foreldra. Mikil gjá var enn þá milli skóla og heimila í landinu. Grunnskólar voru tvísetnir og vissu foreldrar ekki fyrr en í byrjun september ár hvert hvort börnin þeirra ættu vaktina fyrir eða eftir hádegi þann veturinn. Þá voru ekki til frístundaheimili og foreldrar þurftu bara að gjöra svo vel að skipuleggja vinnu sína í kringum skólagöngu barnanna eða semja við ættingja um að gæta þeirra part úr degi. Fjöldi barna fékk húslykil um hálsinn og skyldu sjá um sig sjálf þar til foreldrarnir komu heim úr vinnu. Foreldrar sáu að þeir urðu að standa saman til að fá þessu skipulagi skólanna breytt. Það var ekki síst vegna samstöðu og þrýstings samtaka foreldra sem grunnskólanum var breytt og hann gerður einsetinn. Hlutverk foreldraForeldrar gegndu takmörkuðu hlutverki í skólagöngu barna sinna áður fyrr. Komu oftast bara í skólann í foreldraviðtal einu sinni á ári, en oftar ef þau voru kölluð til skólastjórans vegna hegðunarvandamála barna sinna. Foreldrafélög voru fátíð og starf þeirra hafði lítið með dagleg störf skólans að gera. Smám saman breyttist þetta viðhorf, meðal annars fyrir þrýsting samtaka foreldra, og í dag eiga foreldrar lögskipað sæti fyrir fulltrúa sína í stjórnskipulagi skóla á öllum skólastigunum þremur, leik-, grunn- og framhaldsskóla. Almennt er viðurkennt, bæði hjá menntayfirvöldum og í skólum landsins, að foreldrar hafi mikilvægu hlutverki að gegna í skólunum. Bæði við að styðja við skólagöngu barna sinna og einnig við að veita skólunum heilbrigt aðhald. Foreldrar verða þannig að gæta vel að þeim árangri sem náðst hefur. Hann er ekki sjálfgefinn. Menntayfirvöld hafa sett sér það markmið að kalla alltaf til fulltrúa foreldra við mótun skólastefnu í landinu. Þegar kemur að menntamálum þá eru foreldrar mikilvægur hagaðili og á þá verður að hlusta ef við viljum búa í lýðræðislegu þjóðfélagi. Í hverju felst samráð?Sveitarfélögin í landinu fara með málefni leik- og grunnskólans og undanfarin ár hafa verið þeim fjárhagslega erfið. Vissulega reyna sveitarstjórnarmenn að hagræða í skólastarfinu og breyta til. Skólinn er einnig sífellt í faglegri þróun og því eru breytingar þar eðlilegar. En, of oft hafa komið upp mál að undanförnu þar sem foreldrar eru óánægðir með hvernig sveitarfélögin standa að breytingum. Þeir kvarta undan því að ekki sé haft nægjanlegt samráð. Þessi sömu sveitarfélög telja gjarnan að þau sýni mikið og gott samráð. Búið sé að halda svona marga kynningarfundi, fylgja tímaáætlunum og senda bréf. Greinilegt er að foreldrar og sveitarstjórnir hafa ekki sömu væntingar og skilning á því hvað nægjanlegt samráð er. Umræðan færð á næsta stigHeimili og skóli – landssamtök foreldra telja mjög brýnt að aðilar skóla öðlist sameiginlegan skilning á hvernig standa skuli að breytingum á skólum. Við viljum vinna að sameiginlegum skilningi á hugtakinu „samráð“ og færa umræðuna á næsta stig, öllum til heilla. Landssamtök foreldra telja það hlutverk sitt að vinna áfram að hag foreldra og barna.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun