Handbolti

Fyrsta tapið hjá TV Emsdetten í vetur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Bjarki Ragnarsson.
Ólafur Bjarki Ragnarsson. Mynd/Daníel
TV Emsdetten, lið þeirra Ólafs Bjarka Ragnarssonar og Ernis Hrafns Arnarsonar, tapaði sínum fyrsta leik í þýsku b-deildinni í vetur þegar liðið mætti TSG Ludwigshafen-Friesenheim á útivelli í kvöld. Emsdetten var búið að vinna sex fyrstu leiki sína.

TSG Ludwigshafen-Friesenheim vann leikinn 26-23 en liðið komst í 14-4 í upphafi leiks og var 14-7 yfir í hálfleik. Árni Sigtryggsson lék ekki með TSG Ludwigshafen-Friesenheim vegna meiðsla.

Ernir Hrafn Arnarsson skoraði 3 mörk fyrir TV Emsdetten og Ólafur Bjarki Ragnarsson var með 2 mörk. TSG Ludwigshafen-Friesenheim var átta sætum og sex stigum á eftir Emsdetten fyrir leikinn og því komu þessi úrslit nokkuð á óvart.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×