Handbolti

Aðalsteinn vann Rúnar í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aðalsteinn Eyjólfsson.
Aðalsteinn Eyjólfsson. Mynd/Vilhelm
Lærisveinar Aðalsteins Eyjólfssonar í ThSV Eisenach höfðu betur gegn Rúnari Sigtryggssyni og strákunum hans í EHV Aue í þýsku b-deildinni í handbolta í kvöld. Eisenach vann leikinn 26-23 eftir að hafa verið 13-12 yfir í hálfleik.

Hannes Jón Jónsson var markahæstur hjá Eisenach með sjö mörk en Sveinbjörn Pétursson stóð í markinu hjá Aue.

Aðalsteinn tók leikhlé þegar rúmar fimmtán mínútur voru eftir að staðan var 17-19 fyrir Aue. Eisenach-liðið vann síðan lokakafla leiksins 9-4 og tryggði sér góðan sigur.

ThSV Eisenach fór upp í þriðja sætið með þessum sigri og er nú bara tveimur stigum á eftir toppliði TV Emsdetten. EHV Aue er hinsvegar í 17. sæti sem er eitt af fallsætum deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×