Um frumvarp til laga um trúfélög og lífsskoðunarfélög Bjarni Randver Sigurvinsson skrifar 12. nóvember 2012 06:00 Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra skrifar grein í Fréttablaðið 25. okt. sl. þar sem hann greinir frá því að frumvarp til laga um skráningu trúfélaga og lífsskoðunarfélaga sæti slíkri andstöðu á Alþingi að ekki hafi náðst að leggja það fram til atkvæðagreiðslu. Frumvarpið snýst að stórum hluta um að koma á jafnræði milli skráðra trúfélaga og annarra lífsskoðunarfélaga sem kenna sig við trúleysi. Slíkt frumvarp er fyrir löngu orðið tímabært eins og við bentum á í grein um drögin að því í Morgunblaðinu 24. nóvember 2011 og ber að þakka Ögmundi fyrir það hvernig hann hefur fylgt málinu eftir. En þótt við styðjum frumvarpið í megindráttum gerum við enn athugasemdir við þann greinarmun sem gerður er þar á trúfélögum og lífsskoðunarfélögum. Þar er skilyrðið fyrir skráningu trúfélags ?að um sé að ræða félag sem leggur stund á átrúnað eða trú? meðan skilyrðið fyrir skráningu lífsskoðunarfélags er ?að um sé að ræða félag sem byggist á veraldlegum lífsskoðunum, miðar starfsemi sína við ákveðin siðferðisgildi og mannrækt og fjallar um siðfræði eða þekkingarfræði með skilgreindum hætti?. Út frá forsendum almennra trúarbragðafræða er auðveldlega hægt að færa rök fyrir því að þessi aðgreining standist ekki. Öll trúfélög eru lífsskoðunarfélög, öll miða þau starfsemi sína við ákveðin siðferðisgildi og mannrækt og öll fjalla þau um siðfræði og þekkingarfræði með skilgreindum hætti. Þannig er ekki hægt að halda því fram að þetta séu sérkenni félaga sem byggjast á ?veraldlegum lífsskoðunum?. Þar að auki má hæglega færa rök fyrir því út frá viðteknum skilgreiningum og flokkunarkerfum innan almennra trúarbragðafræða að sú aðgreining milli trúar og veraldlegra lífsskoðana sem gerð er í frumvarpinu standist ekki. Þetta er ekki spurning um hvort um sé að ræða ?lífsskoðunarfélög sem ekki aðhyllast trúarlegar kenningar? eins og segir í athugasemdum innanríkisráðuneytisins með frumvarpinu, heldur hvort um sé að ræða lífsskoðunarfélög sem kjósa að aðgreina sig frá öllu því sem þau sjálf skilgreina sem trúarlegt. Starfsemi, athafnir og hugmyndafræði Siðmenntar, svo dæmi sé tekið, geta hæglega flokkast sem trúarlegar út frá forsendum almennra trúarbragðafræða. Þannig býður t.d. félagið upp á helgiathafnir á ævihátíðum einstaklinga og við tímamót í lífi fjölskyldna sem eru sambærilegar helgiathöfnum í trúfélögum og gegna sama hlutverki. Enn fremur má rekja sögulegar og menningarlegar rætur félagsins langt aftur í aldir í gegnum m.a. hreyfingu unitara. Það er með ólíkindum að umsóknum Siðmenntar um skráningu út frá núgildandi lögum hafi í tvígang verið hafnað. Hins vegar er sjálfsagt mál að taka tillit til þess í nýju lagafrumvarpi að félagið kýs einmitt að aðgreina sig frá trúarhugtakinu. Þau skilyrði fyrir skráningu trúfélaga og lífsskoðunarfélaga sem tilgreina þarf í frumvarpinu þurfa að vera sameiginleg einkenni þeirra allra, óháð því hvort þau kjósi á eigin forsendum að skilgreina sig til tiltekinnar trúarhefðar eða frá hvers kyns trú. Allur gangur er á því hvernig trúarhugtakið er skilgreint innan hinna ýmsu félaga og því er það ekki hlutverk ríkisvaldsins að festa túlkun eins félags umfram annars í lög í eitt skipti fyrir öll á skjön við almenna trúarbragðafræði. Vandinn við frumvarpið er að það endurspeglar um of sérskilning Siðmenntar á trúarhugtakinu án þess að tekið sé tillit til fræðilegrar greiningar trúarbragðafræðinga á víðara merkingasviði þess. Athygli vekur að í athugasemdum innanríkisráðuneytisins með frumvarpinu er tekið undir það sjónarmið þeirra sem mótuðu núverandi lög frá 1999 um skráningu trúfélaga að sniðganga beri almenna trúarbragðafræði í þessum efnum. Þetta er orðað þannig ?að ekki sé verið að setja fram fræðilega skilgreiningu á hugtakinu trúfélag sem trúarbragðafræðingar séu endilega sammála um, heldur eingöngu verið að setja fram almenn skilyrði sem trúfélag verður að uppfylla til að hljóta skráningu? og er tekið fram að það sama gildi þar með um hugtakið lífsskoðunarfélag. Einkennilegt er að trúarbragðafræðin skuli sniðgengin með þessum hætti við gerð frumvarpsins, því að fræðileg greining á þeim grundvallarhugtökum sem um ræðir hlýtur að skipta máli og auka líkurnar á ígrundaðri lagasetningu. Þó svo að endurskoða þurfi frumvarpið í ljósi ofangreindra athugasemda ættu breytingarnar að vera einfaldar. Mikilvægt er að það sé gert með þeim hætti að sem víðtækust samstaða náist um það. Félög á borð við Siðmennt, sem kjósa að aðgreina sig frá trú í þröngri merkingu þess hugtaks, eiga fullan rétt á því að öðlast þá viðurkenningu og þau réttindi sem formleg tengsl við ríkisvaldið hafa í för með sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra skrifar grein í Fréttablaðið 25. okt. sl. þar sem hann greinir frá því að frumvarp til laga um skráningu trúfélaga og lífsskoðunarfélaga sæti slíkri andstöðu á Alþingi að ekki hafi náðst að leggja það fram til atkvæðagreiðslu. Frumvarpið snýst að stórum hluta um að koma á jafnræði milli skráðra trúfélaga og annarra lífsskoðunarfélaga sem kenna sig við trúleysi. Slíkt frumvarp er fyrir löngu orðið tímabært eins og við bentum á í grein um drögin að því í Morgunblaðinu 24. nóvember 2011 og ber að þakka Ögmundi fyrir það hvernig hann hefur fylgt málinu eftir. En þótt við styðjum frumvarpið í megindráttum gerum við enn athugasemdir við þann greinarmun sem gerður er þar á trúfélögum og lífsskoðunarfélögum. Þar er skilyrðið fyrir skráningu trúfélags ?að um sé að ræða félag sem leggur stund á átrúnað eða trú? meðan skilyrðið fyrir skráningu lífsskoðunarfélags er ?að um sé að ræða félag sem byggist á veraldlegum lífsskoðunum, miðar starfsemi sína við ákveðin siðferðisgildi og mannrækt og fjallar um siðfræði eða þekkingarfræði með skilgreindum hætti?. Út frá forsendum almennra trúarbragðafræða er auðveldlega hægt að færa rök fyrir því að þessi aðgreining standist ekki. Öll trúfélög eru lífsskoðunarfélög, öll miða þau starfsemi sína við ákveðin siðferðisgildi og mannrækt og öll fjalla þau um siðfræði og þekkingarfræði með skilgreindum hætti. Þannig er ekki hægt að halda því fram að þetta séu sérkenni félaga sem byggjast á ?veraldlegum lífsskoðunum?. Þar að auki má hæglega færa rök fyrir því út frá viðteknum skilgreiningum og flokkunarkerfum innan almennra trúarbragðafræða að sú aðgreining milli trúar og veraldlegra lífsskoðana sem gerð er í frumvarpinu standist ekki. Þetta er ekki spurning um hvort um sé að ræða ?lífsskoðunarfélög sem ekki aðhyllast trúarlegar kenningar? eins og segir í athugasemdum innanríkisráðuneytisins með frumvarpinu, heldur hvort um sé að ræða lífsskoðunarfélög sem kjósa að aðgreina sig frá öllu því sem þau sjálf skilgreina sem trúarlegt. Starfsemi, athafnir og hugmyndafræði Siðmenntar, svo dæmi sé tekið, geta hæglega flokkast sem trúarlegar út frá forsendum almennra trúarbragðafræða. Þannig býður t.d. félagið upp á helgiathafnir á ævihátíðum einstaklinga og við tímamót í lífi fjölskyldna sem eru sambærilegar helgiathöfnum í trúfélögum og gegna sama hlutverki. Enn fremur má rekja sögulegar og menningarlegar rætur félagsins langt aftur í aldir í gegnum m.a. hreyfingu unitara. Það er með ólíkindum að umsóknum Siðmenntar um skráningu út frá núgildandi lögum hafi í tvígang verið hafnað. Hins vegar er sjálfsagt mál að taka tillit til þess í nýju lagafrumvarpi að félagið kýs einmitt að aðgreina sig frá trúarhugtakinu. Þau skilyrði fyrir skráningu trúfélaga og lífsskoðunarfélaga sem tilgreina þarf í frumvarpinu þurfa að vera sameiginleg einkenni þeirra allra, óháð því hvort þau kjósi á eigin forsendum að skilgreina sig til tiltekinnar trúarhefðar eða frá hvers kyns trú. Allur gangur er á því hvernig trúarhugtakið er skilgreint innan hinna ýmsu félaga og því er það ekki hlutverk ríkisvaldsins að festa túlkun eins félags umfram annars í lög í eitt skipti fyrir öll á skjön við almenna trúarbragðafræði. Vandinn við frumvarpið er að það endurspeglar um of sérskilning Siðmenntar á trúarhugtakinu án þess að tekið sé tillit til fræðilegrar greiningar trúarbragðafræðinga á víðara merkingasviði þess. Athygli vekur að í athugasemdum innanríkisráðuneytisins með frumvarpinu er tekið undir það sjónarmið þeirra sem mótuðu núverandi lög frá 1999 um skráningu trúfélaga að sniðganga beri almenna trúarbragðafræði í þessum efnum. Þetta er orðað þannig ?að ekki sé verið að setja fram fræðilega skilgreiningu á hugtakinu trúfélag sem trúarbragðafræðingar séu endilega sammála um, heldur eingöngu verið að setja fram almenn skilyrði sem trúfélag verður að uppfylla til að hljóta skráningu? og er tekið fram að það sama gildi þar með um hugtakið lífsskoðunarfélag. Einkennilegt er að trúarbragðafræðin skuli sniðgengin með þessum hætti við gerð frumvarpsins, því að fræðileg greining á þeim grundvallarhugtökum sem um ræðir hlýtur að skipta máli og auka líkurnar á ígrundaðri lagasetningu. Þó svo að endurskoða þurfi frumvarpið í ljósi ofangreindra athugasemda ættu breytingarnar að vera einfaldar. Mikilvægt er að það sé gert með þeim hætti að sem víðtækust samstaða náist um það. Félög á borð við Siðmennt, sem kjósa að aðgreina sig frá trú í þröngri merkingu þess hugtaks, eiga fullan rétt á því að öðlast þá viðurkenningu og þau réttindi sem formleg tengsl við ríkisvaldið hafa í för með sér.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun