Tinna með eitt högg í forskot eftir fyrsta hringinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. september 2012 12:43 Tinna Jóhannsdóttir. Mynd/Ernir Tinna Jóhannsdóttir úr Keili er með eitt högg í forkost eftir fyrsta hringinn á Síma-mótinu í golfi sem stendur nú yfir á Grafarholtsvelli í Reykjavík en þetta er lokastigamótið á Eimskipsmótaröðinni. Leiknar verða 54 holur í mótinu, þar af 36 holur í dag, laugardag. Stelpurnar eru því á leiðinni út aftur á eftir. Tinna lék fyrstu 18 holurnar á 76 höggum eða fimm höggum yfir pari. Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili er í öðru sæti á sex höggum yfir pari og þriðja Keiliskonan, Signý Arnórsdóttir, er síðan í 3. sæti á átta höggum yfir pari. Tinna fékk einn fugl og fjóra skolla á hringnum en hún paraði sjö síðustu holurnar. Guðrún Brá var á parinu eftir fyrri níu en tapaði sex höggum á seinni níu holunum. Guðrún Brá fékk aftur á móti tvo fugla á fyrstu sjö holum dagsins. Hin fimmtán ára Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR hefur verið að spila vel í dag og var um tíma í öðru sæti. Hún endaði hringinn með því að fá fugl á 18. holunni. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR er í efsta sæti með 6002,50 stig en hún verður ekki með í lokamótinu þar sem hún hefur haldið til Bandaríkjanna í nám. Signý er önnur með 5892,50 stig en Guðrún Brá í þriðja sæti með 5241,25 stig. Fari Signý með sigur af hólmi í Grafarholti verður hún einnig stigameistari.Staðan eftir 18 holur hjá konunum: 1. Tinna Jóhannsdóttir, GK +5 2. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK +6 3. Signý Arnórsdóttir, GK +8 4. Guðrún Pétursdóttir, GR +9 4. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR +9 6. Karen Guðnadóttir, GS +11 6. Hansína Þorkelsdóttir, GKG +11 6. Sara Margrét Hinriksdóttir, GK +11 9. Heiða Guðnadóttir, GKJ +13 10. Hildur Rún Guðjónsdóttir, GK +14 Golf Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Tinna Jóhannsdóttir úr Keili er með eitt högg í forkost eftir fyrsta hringinn á Síma-mótinu í golfi sem stendur nú yfir á Grafarholtsvelli í Reykjavík en þetta er lokastigamótið á Eimskipsmótaröðinni. Leiknar verða 54 holur í mótinu, þar af 36 holur í dag, laugardag. Stelpurnar eru því á leiðinni út aftur á eftir. Tinna lék fyrstu 18 holurnar á 76 höggum eða fimm höggum yfir pari. Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili er í öðru sæti á sex höggum yfir pari og þriðja Keiliskonan, Signý Arnórsdóttir, er síðan í 3. sæti á átta höggum yfir pari. Tinna fékk einn fugl og fjóra skolla á hringnum en hún paraði sjö síðustu holurnar. Guðrún Brá var á parinu eftir fyrri níu en tapaði sex höggum á seinni níu holunum. Guðrún Brá fékk aftur á móti tvo fugla á fyrstu sjö holum dagsins. Hin fimmtán ára Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR hefur verið að spila vel í dag og var um tíma í öðru sæti. Hún endaði hringinn með því að fá fugl á 18. holunni. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR er í efsta sæti með 6002,50 stig en hún verður ekki með í lokamótinu þar sem hún hefur haldið til Bandaríkjanna í nám. Signý er önnur með 5892,50 stig en Guðrún Brá í þriðja sæti með 5241,25 stig. Fari Signý með sigur af hólmi í Grafarholti verður hún einnig stigameistari.Staðan eftir 18 holur hjá konunum: 1. Tinna Jóhannsdóttir, GK +5 2. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK +6 3. Signý Arnórsdóttir, GK +8 4. Guðrún Pétursdóttir, GR +9 4. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR +9 6. Karen Guðnadóttir, GS +11 6. Hansína Þorkelsdóttir, GKG +11 6. Sara Margrét Hinriksdóttir, GK +11 9. Heiða Guðnadóttir, GKJ +13 10. Hildur Rún Guðjónsdóttir, GK +14
Golf Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira