Viðskipti innlent

Tæpir 230 milljarðar greiddir í skatta

BBI skrifar
Ríkisskattstjóri hefur nú lokið álagningu opinberra gjalda á einstaklinga. Samanlögð álagningin nemur 228 milljörðum króna og hækkar um 13,5% frá fyrra ári. Til samanburðar jókst álagning þessi um 1,4% milli áranna 2010 og 2011. Álagningin er miðuð við bæði tekjuskatt og útsvar.

Í fréttatilkynningu frá Fjármálaráðuneytinu segir að niðurstöður álagningarinnar staðfesti viðsnúning í afkomu heimilanna á árinu 2011, en álagningin núna tekur mið af tekjum einstaklinga árið 2011 og eignum þeirra um áramótin, þ.e. 31. desember 2011.

Framteljendum fjölgaði milli ára og eru nú 261.764. Þetta er lítilsháttar viðsnúningur frá því sem verið hefur því á síðustu árum fækkaði framteljendum nokkuð. Framteljendur í ár eru engu að síður rúmlega 2% færri en árið 2009 þegar hámarkinu var náð í 257.494 framteljendum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×