Einfaldari aðgangur að fjárstýringu 25. apríl 2012 10:00 Keldan "Mörg stærstu fyrirtæki landsins hafa þegar nýtt sér þjónustuna,” segir Friðrik Guðjónsson, framkvæmdastjóri Keldunnar.Fréttablaðið/Vilhelm Innlánamarkaður H.F. Verðbréfa hefur síðustu misseri notið nokkurra vinsælda meðal innlendra fyrirtækja. Innlánamarkaðurinn er aðgengilegur í gegnum upplýsingaveituna Kelduna.is en hann gerir notendum kleift að fá tilboð frá innlánastofnunum í innlán sín til allt að tólf mánaða ávöxtunar. „Eftir að við hófum kynningu á þessari þjónustu hafa vinsældir hennar aukist jafnt og þétt. Hver mánuður hefur í raun verið betri en sá á undan og ný fyrirtæki eru stöðugt að bætast í hóp viðskiptavina," segir Friðrik Guðjónsson, framkvæmdastjóri Keldunnar, og bætir við: „Mörg stærstu fyrirtæki landsins hafa þegar nýtt sér þjónustuna og oft fengið betri kjör en áður með þessu tilboðsfyrirkomulagi." Friðrik segir að með þessari þjónustu geti fyrirtæki eða fjársterkir aðilar fengið aðgang að fjárstýringum bankanna og óskað nafnlaust eftir tilboðum í innlán, að lágmarki 50 milljónir króna. „Í kjölfarið hafa fjárstýringarnar fimm mínútur til að svara tilboðinu og viðskiptavinurinn svo fimm mínútur til að ákveða hvort hann vilji taka einu af tilboðunum sem bárust," segir Friðrik. Áskriftin að innlánamarkaðnum er ókeypis fyrir viðskiptavini en fjárstýringar þeirra banka sem taka þátt í markaðnum greiða fyrir milligönguna. Arion banki, Íslandsbanki og MP banki taka þátt í markaðnum en Landsbankinn ekki. „Fyrir tilkomu þessarar þjónustu hringdu fyrirtæki einfaldlega í fjárstýringar bankanna og óskaðu eftir tilboðum. Miðað við viðtökurnar sem þessi þjónustu hefur fengið þá virðist þetta einfalda ferlið," segir Friðrik og bætir við að þetta fyrirkomulag sé þekkt úti í heimi en hafi ekki verið notað á Íslandi fyrr. Eins og áður segir er innlánamarkaðurinn aðgengilegur í gegnum Kelduna. Keldan var stofnuð á haustdögum árið 2009 og er upplýsingaveita um íslenskan fjármálamarkað. Kelduna má nálgast á vefsíðunni Keldan.is en auk þess í gegnum nýtt snjallsíma-app sem kynnt var stuttu fyrir páska. Umfang upplýsinga sem nálgast má á Keldunni hefur aukist jafnt og þétt frá stofnun og má nú meðal annars finna þar fyrirtækja- og fasteignaupplýsingar auk hefðbundinna markaðsupplýsinga. Þá veitir Keldan aðgang að öllum helstu upplýsingaskrám sem reknar eru af opinberum aðilum á Íslandi. Loks heldur Keldan utan um viðburðadagatal sem nefnist Dagatal viðskiptalífsins. Í því eru birtar tímasetningar viðburða í viðskiptalífinu, útgáfudagar helstu hagtalna, dagsetningar skuldabréfaútboða og dagsetning á fyrirhugaðri birtingu ársreikninga helstu fyrirtækja. Fréttir Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Innlánamarkaður H.F. Verðbréfa hefur síðustu misseri notið nokkurra vinsælda meðal innlendra fyrirtækja. Innlánamarkaðurinn er aðgengilegur í gegnum upplýsingaveituna Kelduna.is en hann gerir notendum kleift að fá tilboð frá innlánastofnunum í innlán sín til allt að tólf mánaða ávöxtunar. „Eftir að við hófum kynningu á þessari þjónustu hafa vinsældir hennar aukist jafnt og þétt. Hver mánuður hefur í raun verið betri en sá á undan og ný fyrirtæki eru stöðugt að bætast í hóp viðskiptavina," segir Friðrik Guðjónsson, framkvæmdastjóri Keldunnar, og bætir við: „Mörg stærstu fyrirtæki landsins hafa þegar nýtt sér þjónustuna og oft fengið betri kjör en áður með þessu tilboðsfyrirkomulagi." Friðrik segir að með þessari þjónustu geti fyrirtæki eða fjársterkir aðilar fengið aðgang að fjárstýringum bankanna og óskað nafnlaust eftir tilboðum í innlán, að lágmarki 50 milljónir króna. „Í kjölfarið hafa fjárstýringarnar fimm mínútur til að svara tilboðinu og viðskiptavinurinn svo fimm mínútur til að ákveða hvort hann vilji taka einu af tilboðunum sem bárust," segir Friðrik. Áskriftin að innlánamarkaðnum er ókeypis fyrir viðskiptavini en fjárstýringar þeirra banka sem taka þátt í markaðnum greiða fyrir milligönguna. Arion banki, Íslandsbanki og MP banki taka þátt í markaðnum en Landsbankinn ekki. „Fyrir tilkomu þessarar þjónustu hringdu fyrirtæki einfaldlega í fjárstýringar bankanna og óskaðu eftir tilboðum. Miðað við viðtökurnar sem þessi þjónustu hefur fengið þá virðist þetta einfalda ferlið," segir Friðrik og bætir við að þetta fyrirkomulag sé þekkt úti í heimi en hafi ekki verið notað á Íslandi fyrr. Eins og áður segir er innlánamarkaðurinn aðgengilegur í gegnum Kelduna. Keldan var stofnuð á haustdögum árið 2009 og er upplýsingaveita um íslenskan fjármálamarkað. Kelduna má nálgast á vefsíðunni Keldan.is en auk þess í gegnum nýtt snjallsíma-app sem kynnt var stuttu fyrir páska. Umfang upplýsinga sem nálgast má á Keldunni hefur aukist jafnt og þétt frá stofnun og má nú meðal annars finna þar fyrirtækja- og fasteignaupplýsingar auk hefðbundinna markaðsupplýsinga. Þá veitir Keldan aðgang að öllum helstu upplýsingaskrám sem reknar eru af opinberum aðilum á Íslandi. Loks heldur Keldan utan um viðburðadagatal sem nefnist Dagatal viðskiptalífsins. Í því eru birtar tímasetningar viðburða í viðskiptalífinu, útgáfudagar helstu hagtalna, dagsetningar skuldabréfaútboða og dagsetning á fyrirhugaðri birtingu ársreikninga helstu fyrirtækja.
Fréttir Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira