Enski boltinn

Tevez búinn að semja frið við Man. City

Tevez og Aguero.
Tevez og Aguero.
Argentínumaðurinn Sergio Aguero hjá Man. City segir að það sé ekki lengur neitt vandamál með Carlos Tevez. Hann sé búinn að semja frið við alla og vilji hjálpa liðinu við að verða meistari.

Tevez er farinn að láta til sín taka með liðinu eftir að hafa gert allt vitlaust utan vallar í allan vetur. Hann átti meðal annars aldrei að fá aftur að spila fyrir félagið. Það er nú gleymt.

"Carlitos er í góðum anda og hann vill leggja sitt af mörkum fyrir liðið," sagði Aguero. "Ég vil að honum gangi vel og sem betur fer er búið að afgreiða málið."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×