Svartfuglar og náttúruvernd Elvar Árni Lund skrifar 17. janúar 2012 06:00 Umræða um velferð svartfuglastofna hefur farið hátt undanfarið. Af skrifum umhverfisráðherra má ætla að frumvarp um breytingu laga sé aðeins fyrsta skrefið til að banna veiðar á svartfuglum alfarið. Undirrituð voru í starfshópi ráðherra sem fjallaði um fimm tegundir svartfugla. Vinnubrögð og umgjörð hópstarfsins eru tilefni þessara skrifa. Skipaður var sex manna starfshópur af umhverfisráðherra. Flestum að óvörum bættist sjöundi aðilinn við á fyrsta fundinum, fulltrúi Fuglaverndar. Sami aðili var þátttakandi og stjórnaði rannsóknum á svartfuglum sem lagðar voru fram. Rannsóknir hans voru m.a. lagðar fram í starfshópnum og „meirihlutinn“ byggir tillögur sínar á þeim þrátt fyrir ýmislegt gagnrýnisvert, t.d. langan tími á milli vöktunar og fjölda vöktunarstaða. Samsetning starfshópsins er athyglisverð en formaðurinn, sérfræðingur í umhverfisráðuneytinu, hafði þá þegar lýst yfir áhyggjum vegna veiða á umræddum tegundum. Aðrir sem hópinn skipuðu voru frá Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands, SKOTVÍS og Bændasamtökunum. Þá var skipaður í hópinn formaður annarrar nefndar á vegum ráðuneytisins, „Villidýranefndarinnar“, sem vinnur nú að tillögum að breytingum á lögum 64/1994 fyrir umhverfisráðuneytið. Sami fulltrúi hafði þegar lagt til friðun svartfugla á þeim vettvangi. Fulltrúum hagsmunaaðila eins og lundaveiðimönnum og eggjatökumönnum var hins vegar ekki boðið að taka þátt, né heldur fulltrúa frá Samtökum íslenskra sveitarfélaga (sem ber að hafa samráð við skv. lögum). Valdahlutfall innan hópsins hefði þá líka verið orðið óljóst og óþægilegt fyrir áform ráðherra. Undirrituð gagnrýndu á fyrstu fundum að enginn fulltrúi frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu eða stofnun þess, s.s. Hafrannsóknastofnun eða óháður fiskifræðingur, en lengi vel voru rannsóknir á svartfuglum einmitt á könnu Hafró. Þar á bæ voru svartfuglar metnir í þúsundum tonna, sem gefur ágætis hugmynd um hve gríðarstórir stofnarnir eru. Fundir voru haldnir ört til að byrja með enda átti upphaflega að keyra vinnuna í gegn á 6-7 vikum! Fljótlega kom í ljós að verulega vantaði upp á skipulagið og vinnubrögðin. Fundarboð og efni voru send út jafnvel seint um kvöld sem og fundarboð fyrir fund morguninn eftir. Ritun fundargerða var ábótavant og þrátt fyrir tilkynningu um að formaður ritaði fundargerðir á 1. fundi var þeim aldrei dreift. Tillögur og annað sem fram kom á fundum var ekki fært til bókar eða kynnt skriflega. Á áætluðum lokafundi starfshópsins, höfðu fulltrúar NÍ og Fuglaverndar komið sér fyrir í skotgröfum og uppástóðu skyndilega og án fyrirvara að stofnarnir þyldu engar veiðar, þrátt fyrir að hafa rætt um og lagt mat á veiðiþol á fyrri fundum. Þar sem engin var fundargerðin er hins vegar ekki hægt að sýna fram á þetta, en minnispunktar okkar tala sínu máli. Brátt kom í ljós að talsmenn alfriðunar myndu hvergi gefa eftir, þrátt fyrir tillögur SKOTVÍS og BÍ um að hefja og taka þátt í rannsóknum sem gætu varpað mynd á áhrif veiða á svartfuglastofnana. Sé litið yfir skýrsluna fá rannsóknir um aðra áhrifaþætti en veiði ekkert vægi og ekki er vísað í neinar rannsóknir um skaðsemi minka og kanína þrátt fyrir að annar fulltrúi ráðuneytisins sé sérfræðingur um minka. Undirrituð þurftu ítrekað að gera athugasemdir við skýrsluna þar sem hvergi átti að minnast á afrán refs, líkt og áhrif hans á fuglavarp væru óþekkt! Athugasemdir „meirihlutans“ rötuðu beint í skýrsluna en þess krafist að við hin gerðum grein fyrir okkar sjónarmiðum í séráliti. Fjöldinn allur af tölvupóstum sem gengu á milli aðila vinnuhópsins benda til þess að verkefnið hafi verið vanmetið hvað varðar tíma og forsendur til að geta tekið ákvarðanir. Fagleika var ábótavant og svo fór að nefndin klofnaði með úrsögn Bændasamtakanna og séráliti frá Umhverfisstofnun og SKOTVÍS. „Meirihlutinn“ var nefnilega búinn að móta sér skoðun þegar í upphafi og vinna starfshópsins því sýndarmennska. Tillögurnar hafa lítið með náttúruvernd að gera og atlaga ráðherra að svartfuglaveiðum snýst um eitthvað annað en að bjarga risavöxnum fuglastofnum frá óljósri hættu sem flestir telja að stafi af ætisskorti. Aftur og aftur kom það upp í hópnum að ekki væri hægt að efla eftirlit og rannsóknir því það vantaði fjármagn. Því virðist það einfalt og ódýrt „að banna bara veiðar“ og slá fram klisjunni „að náttúran eigi að njóta vafans“. Veiðibann án mælanlegra markmiða og viðmiða er hins vegar ekki viðunandi og alls óljóst hvenær aflétta á slíku banni. Vilji umhverfisráðherra raunverulega beita sér fyrir náttúruvernd, fuglavernd og bættri afkomu fuglastofna er henni í lófa lagið að fá Umhverfisstofnun það verkefni að skipuleggja veiðar á mink og ref af alvöru og aflétta friðun refs á Hornströndum. Á sl. 30 árum hefur refnum fjölgað mjög hratt, sennilega er stofninn tólf sinnum stærri nú en um 1980. Þá hefur það sýnt sig að átak í fækkun minks skilar árangri en slíkt verk er hvorki unnið á einni nóttu né heldur tekur það enda á einu ári. Hvort tveggja eru langtímaverkefni, vel framkvæmanleg en þurfa eins og öll önnur verkefni nauðsynlegt fjármagn. Þetta eru dæmi um náttúruvernd í verki, hafið yfir allan vafa þar sem allir vita að rándýr éta önnur dýr og fugla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Umræða um velferð svartfuglastofna hefur farið hátt undanfarið. Af skrifum umhverfisráðherra má ætla að frumvarp um breytingu laga sé aðeins fyrsta skrefið til að banna veiðar á svartfuglum alfarið. Undirrituð voru í starfshópi ráðherra sem fjallaði um fimm tegundir svartfugla. Vinnubrögð og umgjörð hópstarfsins eru tilefni þessara skrifa. Skipaður var sex manna starfshópur af umhverfisráðherra. Flestum að óvörum bættist sjöundi aðilinn við á fyrsta fundinum, fulltrúi Fuglaverndar. Sami aðili var þátttakandi og stjórnaði rannsóknum á svartfuglum sem lagðar voru fram. Rannsóknir hans voru m.a. lagðar fram í starfshópnum og „meirihlutinn“ byggir tillögur sínar á þeim þrátt fyrir ýmislegt gagnrýnisvert, t.d. langan tími á milli vöktunar og fjölda vöktunarstaða. Samsetning starfshópsins er athyglisverð en formaðurinn, sérfræðingur í umhverfisráðuneytinu, hafði þá þegar lýst yfir áhyggjum vegna veiða á umræddum tegundum. Aðrir sem hópinn skipuðu voru frá Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands, SKOTVÍS og Bændasamtökunum. Þá var skipaður í hópinn formaður annarrar nefndar á vegum ráðuneytisins, „Villidýranefndarinnar“, sem vinnur nú að tillögum að breytingum á lögum 64/1994 fyrir umhverfisráðuneytið. Sami fulltrúi hafði þegar lagt til friðun svartfugla á þeim vettvangi. Fulltrúum hagsmunaaðila eins og lundaveiðimönnum og eggjatökumönnum var hins vegar ekki boðið að taka þátt, né heldur fulltrúa frá Samtökum íslenskra sveitarfélaga (sem ber að hafa samráð við skv. lögum). Valdahlutfall innan hópsins hefði þá líka verið orðið óljóst og óþægilegt fyrir áform ráðherra. Undirrituð gagnrýndu á fyrstu fundum að enginn fulltrúi frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu eða stofnun þess, s.s. Hafrannsóknastofnun eða óháður fiskifræðingur, en lengi vel voru rannsóknir á svartfuglum einmitt á könnu Hafró. Þar á bæ voru svartfuglar metnir í þúsundum tonna, sem gefur ágætis hugmynd um hve gríðarstórir stofnarnir eru. Fundir voru haldnir ört til að byrja með enda átti upphaflega að keyra vinnuna í gegn á 6-7 vikum! Fljótlega kom í ljós að verulega vantaði upp á skipulagið og vinnubrögðin. Fundarboð og efni voru send út jafnvel seint um kvöld sem og fundarboð fyrir fund morguninn eftir. Ritun fundargerða var ábótavant og þrátt fyrir tilkynningu um að formaður ritaði fundargerðir á 1. fundi var þeim aldrei dreift. Tillögur og annað sem fram kom á fundum var ekki fært til bókar eða kynnt skriflega. Á áætluðum lokafundi starfshópsins, höfðu fulltrúar NÍ og Fuglaverndar komið sér fyrir í skotgröfum og uppástóðu skyndilega og án fyrirvara að stofnarnir þyldu engar veiðar, þrátt fyrir að hafa rætt um og lagt mat á veiðiþol á fyrri fundum. Þar sem engin var fundargerðin er hins vegar ekki hægt að sýna fram á þetta, en minnispunktar okkar tala sínu máli. Brátt kom í ljós að talsmenn alfriðunar myndu hvergi gefa eftir, þrátt fyrir tillögur SKOTVÍS og BÍ um að hefja og taka þátt í rannsóknum sem gætu varpað mynd á áhrif veiða á svartfuglastofnana. Sé litið yfir skýrsluna fá rannsóknir um aðra áhrifaþætti en veiði ekkert vægi og ekki er vísað í neinar rannsóknir um skaðsemi minka og kanína þrátt fyrir að annar fulltrúi ráðuneytisins sé sérfræðingur um minka. Undirrituð þurftu ítrekað að gera athugasemdir við skýrsluna þar sem hvergi átti að minnast á afrán refs, líkt og áhrif hans á fuglavarp væru óþekkt! Athugasemdir „meirihlutans“ rötuðu beint í skýrsluna en þess krafist að við hin gerðum grein fyrir okkar sjónarmiðum í séráliti. Fjöldinn allur af tölvupóstum sem gengu á milli aðila vinnuhópsins benda til þess að verkefnið hafi verið vanmetið hvað varðar tíma og forsendur til að geta tekið ákvarðanir. Fagleika var ábótavant og svo fór að nefndin klofnaði með úrsögn Bændasamtakanna og séráliti frá Umhverfisstofnun og SKOTVÍS. „Meirihlutinn“ var nefnilega búinn að móta sér skoðun þegar í upphafi og vinna starfshópsins því sýndarmennska. Tillögurnar hafa lítið með náttúruvernd að gera og atlaga ráðherra að svartfuglaveiðum snýst um eitthvað annað en að bjarga risavöxnum fuglastofnum frá óljósri hættu sem flestir telja að stafi af ætisskorti. Aftur og aftur kom það upp í hópnum að ekki væri hægt að efla eftirlit og rannsóknir því það vantaði fjármagn. Því virðist það einfalt og ódýrt „að banna bara veiðar“ og slá fram klisjunni „að náttúran eigi að njóta vafans“. Veiðibann án mælanlegra markmiða og viðmiða er hins vegar ekki viðunandi og alls óljóst hvenær aflétta á slíku banni. Vilji umhverfisráðherra raunverulega beita sér fyrir náttúruvernd, fuglavernd og bættri afkomu fuglastofna er henni í lófa lagið að fá Umhverfisstofnun það verkefni að skipuleggja veiðar á mink og ref af alvöru og aflétta friðun refs á Hornströndum. Á sl. 30 árum hefur refnum fjölgað mjög hratt, sennilega er stofninn tólf sinnum stærri nú en um 1980. Þá hefur það sýnt sig að átak í fækkun minks skilar árangri en slíkt verk er hvorki unnið á einni nóttu né heldur tekur það enda á einu ári. Hvort tveggja eru langtímaverkefni, vel framkvæmanleg en þurfa eins og öll önnur verkefni nauðsynlegt fjármagn. Þetta eru dæmi um náttúruvernd í verki, hafið yfir allan vafa þar sem allir vita að rándýr éta önnur dýr og fugla.
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar