Viðskipti innlent

Gallaðir vírar í Volvo frá 2012

Volvo XC70.
Volvo XC70.
Brimborg á Íslandi hefur ákveðið að kalla inn Volvo bifreiðar af gerðinni S60, V60, XC60, S80, V70, XC70 frá árinu 2012.

Sú hætta er fyrir hendi að rafmagnsvírar undir framsætum séu of slakir og geti því krækst í magnara þegar sætin eru færð fram og aftur. Ef vírarnir aftengjast getur komið til þess að loftpúðar í bílunum virki ekki eins og ætlast er til.

Neytendastofu barst tilkynning frá Brimborg um málið í dag. Búið er að hafa samband við eigendur þeirra bíla sem um er rætt og viðgerð hafin.- sv






Fleiri fréttir

Sjá meira


×