Viðskipti innlent

Stefna á að setja Sjóvá á markað

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Erna Gísladóttir er stjórnarformaður Sjóvá.
Erna Gísladóttir er stjórnarformaður Sjóvá.
Stjórnendur Sjóvár-Almennra stefna á að félagið fari á markað. Þetta kemur fram í tilkynningu sem félagið sendi frá sér í dag eftir að aðalfundur var haldinn. Á fundinum var ársreikningur fyrir síðasta ár lagður fram. Samkvæmt honum nam hagnaður síðasta árs 642 milljónir króna og var eiginfjárstaðan tæpir 13 milljarðar í árslok.

Í skýrslu stjórnar kom meðal annars fram að síðastliðið ár hafi verið tímamótaár hjá Sjóvá. Eignarhaldsfélag Seðlabanka Íslands seldi stærstan hlut ríkisins í félaginu og nýir langtímakjölfestufjárfestar komu að rekstrinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×