Enn um Hörpu Ármann Örn Ármannsson skrifar 24. júlí 2012 06:00 Í júlíbyrjun birtist í Fréttablaðinu stytt útgáfa af grein minni um Hörpu. Í greininni voru ein mistök, ég titlaði aðstoðarmann forstjóra, sem samkvæmt eigin upplýsingum tekur ekki við störfum fyrr en 1. ágúst, sem lögfræðing. Ég biðst velvirðingar á þessari rangfærslu. Forstjórinn getur upplýst okkur um þá menntun sem hún hefur til að bera til að vera hans sérstakur aðstoðarmaður ef honum sýnist svo þegar hann tekur til starfa. Að undanskildum tveim vinsamlegum e-mailum frá væntanlegum forstjóra hef ég engin viðbrögð fengið við grein minni. Sigursæll er góður vilji og ég vil gjarnan bíða og sjá hverju Halldór fær áorkað. Sennilega var það bjartsýni að búast við að forsætisráðherra eða borgarstjóri (eða þeirra aðstoðarmenn) tækju sig til að svara þeim spurningum sem koma fram í grein minni eða þá Pétur Eiríksson, stjórnarformaður ýmissa þeirra félaga sem reka Hörpu. Mér sýnist hann bera stóra ábyrgð á því sem sumir myndu kalla óhóflegt bruðl. Það sýnir hvar lýðræðið er á okkar landi að enda þótt stjórnmálamenn í orði kveðnu kvarti undan vantrausti almennings, þá kæra þeir sig kollótta þegar þeir eru beðnir að svara við spurningum sem margir vilja fá svar við. Ég hef fyrir gráglettni örlaganna verið að mestu búsettur í Frakklandi sl. áratug og verið m.a. að vinna að því að kenna Frökkum að meta afurðir Lýsis hf. Það er ekki auðhlaupið að því og í tvígang hefur mér ofboðið og ég skrifað forseta franska lýðveldisins bréf. Í bæði skiptin hef ég fengið svar á skömmum tíma og í annað skipti leiðréttingu minna mála og í hitt skiptið skýringar sem ég varð að sætta mig við. Svona virkar þó þrátt fyrir allt lýðræðið í Frakklandi þó það geri það augljóslega ekki á Íslandi. Í Lilju Eysteins Ásgrímssonar segir (eftir minni): Varðar mest til allra orða undirstaðan sé réttleg fundin. Galli við Hörpu er að mínu mati að undirstaðan er ekki réttleg fundin. Málefnið er gott en forsendurnar verða að vera réttar og öll umgjörð. Í grein minni um Hörpu var ég síst af öllu að gagnrýna þá sem byggðu Hörpu hörðum höndum. Handverk þeirra er til sóma og þeir mega vera stoltir af sínu verki. Það mun verða erfitt að leiðrétta þá undirstöðu sem Harpa er byggð á, en forsenda þeirra leiðréttinga er að fólk sé upplýst um þá miklu sóun sem hér hefur átt sér stað og hver er ábyrgur fyrir henni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Í júlíbyrjun birtist í Fréttablaðinu stytt útgáfa af grein minni um Hörpu. Í greininni voru ein mistök, ég titlaði aðstoðarmann forstjóra, sem samkvæmt eigin upplýsingum tekur ekki við störfum fyrr en 1. ágúst, sem lögfræðing. Ég biðst velvirðingar á þessari rangfærslu. Forstjórinn getur upplýst okkur um þá menntun sem hún hefur til að bera til að vera hans sérstakur aðstoðarmaður ef honum sýnist svo þegar hann tekur til starfa. Að undanskildum tveim vinsamlegum e-mailum frá væntanlegum forstjóra hef ég engin viðbrögð fengið við grein minni. Sigursæll er góður vilji og ég vil gjarnan bíða og sjá hverju Halldór fær áorkað. Sennilega var það bjartsýni að búast við að forsætisráðherra eða borgarstjóri (eða þeirra aðstoðarmenn) tækju sig til að svara þeim spurningum sem koma fram í grein minni eða þá Pétur Eiríksson, stjórnarformaður ýmissa þeirra félaga sem reka Hörpu. Mér sýnist hann bera stóra ábyrgð á því sem sumir myndu kalla óhóflegt bruðl. Það sýnir hvar lýðræðið er á okkar landi að enda þótt stjórnmálamenn í orði kveðnu kvarti undan vantrausti almennings, þá kæra þeir sig kollótta þegar þeir eru beðnir að svara við spurningum sem margir vilja fá svar við. Ég hef fyrir gráglettni örlaganna verið að mestu búsettur í Frakklandi sl. áratug og verið m.a. að vinna að því að kenna Frökkum að meta afurðir Lýsis hf. Það er ekki auðhlaupið að því og í tvígang hefur mér ofboðið og ég skrifað forseta franska lýðveldisins bréf. Í bæði skiptin hef ég fengið svar á skömmum tíma og í annað skipti leiðréttingu minna mála og í hitt skiptið skýringar sem ég varð að sætta mig við. Svona virkar þó þrátt fyrir allt lýðræðið í Frakklandi þó það geri það augljóslega ekki á Íslandi. Í Lilju Eysteins Ásgrímssonar segir (eftir minni): Varðar mest til allra orða undirstaðan sé réttleg fundin. Galli við Hörpu er að mínu mati að undirstaðan er ekki réttleg fundin. Málefnið er gott en forsendurnar verða að vera réttar og öll umgjörð. Í grein minni um Hörpu var ég síst af öllu að gagnrýna þá sem byggðu Hörpu hörðum höndum. Handverk þeirra er til sóma og þeir mega vera stoltir af sínu verki. Það mun verða erfitt að leiðrétta þá undirstöðu sem Harpa er byggð á, en forsenda þeirra leiðréttinga er að fólk sé upplýst um þá miklu sóun sem hér hefur átt sér stað og hver er ábyrgur fyrir henni.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar