Svartfjallaland Evrópumeistari kvenna Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 16. desember 2012 18:09 MYND/AFP Svartfjallaland sigraði Noreg 34-31 í tví framlengdum úrslitaleik í Evrópumeistaramótinu í handbolta í Serbíu í dag. Sigurganga Noregs var þar með stöðvuð en liðið hafði unnið fimm Evrópumót kvenna í röð. Leikurinn var jafn og spennandi frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Liðin skiptust á að leiða leikinn og aðeins einu sinni munaði þremur mörkum á liðunum. Svartfjallaland komst í 15-12 eftir fjórar mínútur í seinni hálfleik en Svartfellingar voru einu marki yfir í hálfleik 12-11. Noregur komst yfir 19-18 þegar 16 og hálf mínúta var til leiksloka. Liðin skiptust á að skora allt þar til Svartfjallaland komst yfir 24-23 þegar hálf mínúta var eftir af venjulegum leiktíma. Ida Alstad jafnaði metin níu sekúndum fyrir lok venjulegs leiktíma og tryggði Noregi framlengingu. Svartfjallaland skoraði tvö fyrstu mörk framlengingarinnar og í raun einu mörk fyrri hálfleiks framlengingarinnar og því var staðan 26-24 þegar seinni hálfleikur framlengingarinnar hófst. Noregur vaknaði til lífsins fyrr en Svartfjallaland var komið þremur mörkum yfir og náði á ótrúlegan hátt að jafna metin í 28-28 þegar 13 sekúndur voru eftir af fyrri framlengingunni. Enn var jafnt að loknum fyrri hálfleik seinni framlengingarinnar 30-30. Noregur komst yfir í fyrsta sinn í framlengingunum 31-30 þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir af framlengingunni. Svartfellingar svöruðu með fjórum mörkum í röð og tryggðu sér Evrópumeistaratitilinn í fyrsta sinn. Þórir Hergeirsson þjálfari Noregs varð þar með að sætta sig við silfur eftir að hafa stýrt liði sínu til sigurs á þremur stórmótum í röð, Evrópumeistaramóti, Heimsmeistaramóti og Ólympíuleikunum í London í ágúst. Milena Knezevic fór mikinn í liði Svartfjallalands og skoraði 10 mörk. Andjela Bulatovic skoraði 8 og Jovanka Radicevic skoraði 5. Sonja Barjaktarovic fór á kostum í markinu og varði 17 skot. Ida Alstad stóð upp úr í sóknarleik Noregs og skoraði 11 mörk. Heidi Loke skoraði fimm og Anja Edin 4 en Edin var valinn besti leikmaður mótsins. Katrine Lunde Haraldsen varði 16 skot í markinu. Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Með hendur fyrir aftan bak í fimm hundruð metra hæð Sport Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Enski boltinn Fleiri fréttir Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ Sjá meira
Svartfjallaland sigraði Noreg 34-31 í tví framlengdum úrslitaleik í Evrópumeistaramótinu í handbolta í Serbíu í dag. Sigurganga Noregs var þar með stöðvuð en liðið hafði unnið fimm Evrópumót kvenna í röð. Leikurinn var jafn og spennandi frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Liðin skiptust á að leiða leikinn og aðeins einu sinni munaði þremur mörkum á liðunum. Svartfjallaland komst í 15-12 eftir fjórar mínútur í seinni hálfleik en Svartfellingar voru einu marki yfir í hálfleik 12-11. Noregur komst yfir 19-18 þegar 16 og hálf mínúta var til leiksloka. Liðin skiptust á að skora allt þar til Svartfjallaland komst yfir 24-23 þegar hálf mínúta var eftir af venjulegum leiktíma. Ida Alstad jafnaði metin níu sekúndum fyrir lok venjulegs leiktíma og tryggði Noregi framlengingu. Svartfjallaland skoraði tvö fyrstu mörk framlengingarinnar og í raun einu mörk fyrri hálfleiks framlengingarinnar og því var staðan 26-24 þegar seinni hálfleikur framlengingarinnar hófst. Noregur vaknaði til lífsins fyrr en Svartfjallaland var komið þremur mörkum yfir og náði á ótrúlegan hátt að jafna metin í 28-28 þegar 13 sekúndur voru eftir af fyrri framlengingunni. Enn var jafnt að loknum fyrri hálfleik seinni framlengingarinnar 30-30. Noregur komst yfir í fyrsta sinn í framlengingunum 31-30 þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir af framlengingunni. Svartfellingar svöruðu með fjórum mörkum í röð og tryggðu sér Evrópumeistaratitilinn í fyrsta sinn. Þórir Hergeirsson þjálfari Noregs varð þar með að sætta sig við silfur eftir að hafa stýrt liði sínu til sigurs á þremur stórmótum í röð, Evrópumeistaramóti, Heimsmeistaramóti og Ólympíuleikunum í London í ágúst. Milena Knezevic fór mikinn í liði Svartfjallalands og skoraði 10 mörk. Andjela Bulatovic skoraði 8 og Jovanka Radicevic skoraði 5. Sonja Barjaktarovic fór á kostum í markinu og varði 17 skot. Ida Alstad stóð upp úr í sóknarleik Noregs og skoraði 11 mörk. Heidi Loke skoraði fimm og Anja Edin 4 en Edin var valinn besti leikmaður mótsins. Katrine Lunde Haraldsen varði 16 skot í markinu.
Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Með hendur fyrir aftan bak í fimm hundruð metra hæð Sport Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Enski boltinn Fleiri fréttir Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ Sjá meira