Svartfjallaland Evrópumeistari kvenna Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 16. desember 2012 18:09 MYND/AFP Svartfjallaland sigraði Noreg 34-31 í tví framlengdum úrslitaleik í Evrópumeistaramótinu í handbolta í Serbíu í dag. Sigurganga Noregs var þar með stöðvuð en liðið hafði unnið fimm Evrópumót kvenna í röð. Leikurinn var jafn og spennandi frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Liðin skiptust á að leiða leikinn og aðeins einu sinni munaði þremur mörkum á liðunum. Svartfjallaland komst í 15-12 eftir fjórar mínútur í seinni hálfleik en Svartfellingar voru einu marki yfir í hálfleik 12-11. Noregur komst yfir 19-18 þegar 16 og hálf mínúta var til leiksloka. Liðin skiptust á að skora allt þar til Svartfjallaland komst yfir 24-23 þegar hálf mínúta var eftir af venjulegum leiktíma. Ida Alstad jafnaði metin níu sekúndum fyrir lok venjulegs leiktíma og tryggði Noregi framlengingu. Svartfjallaland skoraði tvö fyrstu mörk framlengingarinnar og í raun einu mörk fyrri hálfleiks framlengingarinnar og því var staðan 26-24 þegar seinni hálfleikur framlengingarinnar hófst. Noregur vaknaði til lífsins fyrr en Svartfjallaland var komið þremur mörkum yfir og náði á ótrúlegan hátt að jafna metin í 28-28 þegar 13 sekúndur voru eftir af fyrri framlengingunni. Enn var jafnt að loknum fyrri hálfleik seinni framlengingarinnar 30-30. Noregur komst yfir í fyrsta sinn í framlengingunum 31-30 þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir af framlengingunni. Svartfellingar svöruðu með fjórum mörkum í röð og tryggðu sér Evrópumeistaratitilinn í fyrsta sinn. Þórir Hergeirsson þjálfari Noregs varð þar með að sætta sig við silfur eftir að hafa stýrt liði sínu til sigurs á þremur stórmótum í röð, Evrópumeistaramóti, Heimsmeistaramóti og Ólympíuleikunum í London í ágúst. Milena Knezevic fór mikinn í liði Svartfjallalands og skoraði 10 mörk. Andjela Bulatovic skoraði 8 og Jovanka Radicevic skoraði 5. Sonja Barjaktarovic fór á kostum í markinu og varði 17 skot. Ida Alstad stóð upp úr í sóknarleik Noregs og skoraði 11 mörk. Heidi Loke skoraði fimm og Anja Edin 4 en Edin var valinn besti leikmaður mótsins. Katrine Lunde Haraldsen varði 16 skot í markinu. Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Íslenski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira
Svartfjallaland sigraði Noreg 34-31 í tví framlengdum úrslitaleik í Evrópumeistaramótinu í handbolta í Serbíu í dag. Sigurganga Noregs var þar með stöðvuð en liðið hafði unnið fimm Evrópumót kvenna í röð. Leikurinn var jafn og spennandi frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Liðin skiptust á að leiða leikinn og aðeins einu sinni munaði þremur mörkum á liðunum. Svartfjallaland komst í 15-12 eftir fjórar mínútur í seinni hálfleik en Svartfellingar voru einu marki yfir í hálfleik 12-11. Noregur komst yfir 19-18 þegar 16 og hálf mínúta var til leiksloka. Liðin skiptust á að skora allt þar til Svartfjallaland komst yfir 24-23 þegar hálf mínúta var eftir af venjulegum leiktíma. Ida Alstad jafnaði metin níu sekúndum fyrir lok venjulegs leiktíma og tryggði Noregi framlengingu. Svartfjallaland skoraði tvö fyrstu mörk framlengingarinnar og í raun einu mörk fyrri hálfleiks framlengingarinnar og því var staðan 26-24 þegar seinni hálfleikur framlengingarinnar hófst. Noregur vaknaði til lífsins fyrr en Svartfjallaland var komið þremur mörkum yfir og náði á ótrúlegan hátt að jafna metin í 28-28 þegar 13 sekúndur voru eftir af fyrri framlengingunni. Enn var jafnt að loknum fyrri hálfleik seinni framlengingarinnar 30-30. Noregur komst yfir í fyrsta sinn í framlengingunum 31-30 þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir af framlengingunni. Svartfellingar svöruðu með fjórum mörkum í röð og tryggðu sér Evrópumeistaratitilinn í fyrsta sinn. Þórir Hergeirsson þjálfari Noregs varð þar með að sætta sig við silfur eftir að hafa stýrt liði sínu til sigurs á þremur stórmótum í röð, Evrópumeistaramóti, Heimsmeistaramóti og Ólympíuleikunum í London í ágúst. Milena Knezevic fór mikinn í liði Svartfjallalands og skoraði 10 mörk. Andjela Bulatovic skoraði 8 og Jovanka Radicevic skoraði 5. Sonja Barjaktarovic fór á kostum í markinu og varði 17 skot. Ida Alstad stóð upp úr í sóknarleik Noregs og skoraði 11 mörk. Heidi Loke skoraði fimm og Anja Edin 4 en Edin var valinn besti leikmaður mótsins. Katrine Lunde Haraldsen varði 16 skot í markinu.
Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Íslenski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira