Björgólfur Thor og Róbert Wessman bera klæði á vopnin Þorbjörn Þórðarson skrifar 6. nóvember 2012 18:30 Deilur Róberts Wessman og Björgólfs Thors má í raun rekja til þess þegar Róberti var sagt upp störfum sem forstjóra Actavis í ágúst 2008. Deilum athafnamannanna Björgólfs Thors Björgólfssonar og Róberts Wessman fyrir dómstólum er lokið. Róbert Wessman hefur skrifað undir skuldabréf upp á 5 milljónir evra, jafnvirði rúmlega 800 milljóna króna, sem hann þarf að greiða Björgólfi Thor og Actavis. Upphaf hatramma deilna þeirra Róberts og Björgólfs Thors má rekja til þess að Róbert og félag Björgólfs, Novator Pharma, móðurfélag Actavis, gerðu með sér samning í júlí 2007 þar sem kveðið var á um að Róbert myndi kaupa 12 prósent hlutafjár í Novator Pharma þegar tilteknum ráðstöfunum á yfirtöku Actavis yrði lokið, en félagið stóð fyrir stærstu yfirtöku Íslandssögunnar á Actavis sumarið 2007, eins og frægt er orðið. Í samningnum var einnig mælt fyrir um að Róberti yrði tryggð árangursþóknun, svokallað success fee. Í ágúst 2008 var Róberti sagt upp sem forstjóra Actavis án tilefnis. Félag Bjórgólfs Thors, Novator Pharma, tilkynnti Róberti hinn 13. ágúst 2009 að vegna fjárhagslegrar stöðu gæti það ekki staðið við samninginn við hann. Í september 2009 tilkynnti Björgólfur Thor Róberti að Actavis væri yfirskuldsett og ekkert eigið fé væri eftir í strúktúr aflandsfélaga sem héldu á hlutabréfum Björgólfs í félaginu. Róbert höfðaði síðan mál á hendur Novator Pharma og öðru félagi í eigu Björgólfs Thors, Novator Pharma Holding. Hinn 7. mars voru félögin tvö, sem er í dag eignlaus, dæmd til að greiða Róberti 30 milljónir evra. Félag í eigu Björgólfs, BeeTeeBee Ltd., átti hins vegar einnig kröfu á hendur Róberti og sama dag var hann dæmdur til að greiða félaginu 7,7 milljónir evra. Þar sem félög Björgólfs sem héldu á eignarhlutnum í Actavis voru eignalaus, eftir að Deutsche Bank hafði tekið Actavis yfir að mestu leyti, og voru með takmarkaðri ábyrgð í þokkabót og Róbert var í persónulegri ábyrgð fyrir sinni skuld við BeeTeeBee Ltd. var ekkert annað í stöðunni fyrir hann en að semja. Í raun stóð hann frammi fyrir því að félag Björgólfs Thors gengi að persónulegum eignum hans, eins og húsi fjölskyldunnar, ef ekki yrði samið. Þeir hafa því gert með sér samkomulag og hefur Róbert gefið út skuldabréf upp á 5 milljónir evra, jafnvirði 810 milljóna króna, sem er á gjalddaga árið 2015. Þá hefur hann skuldbundið sig til að höfða ekki mál gegn 19 tilgreindum félögum í eigu Björgólfs. Samkomulagið hljóðar upp á fjárhæð sem er nokkuð lægri en dómkrafan hljóðaði upp á. Dæmd krafa var 7,7 milljónir evra með vöxtum. Með vöxtum hljóðar krafan á hendur Róberti upp á fjárhæð sem er vel yfir 10 milljónum evra. Róbert Wessman gaf ekki færi á viðtali. Björgólfur Thor vildi ekki tjá sig um málin að öðru leyti en því að um væri að ræða trúnaðarmál sem hafi verið lokið með samkomulagi. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Sjá meira
Deilum athafnamannanna Björgólfs Thors Björgólfssonar og Róberts Wessman fyrir dómstólum er lokið. Róbert Wessman hefur skrifað undir skuldabréf upp á 5 milljónir evra, jafnvirði rúmlega 800 milljóna króna, sem hann þarf að greiða Björgólfi Thor og Actavis. Upphaf hatramma deilna þeirra Róberts og Björgólfs Thors má rekja til þess að Róbert og félag Björgólfs, Novator Pharma, móðurfélag Actavis, gerðu með sér samning í júlí 2007 þar sem kveðið var á um að Róbert myndi kaupa 12 prósent hlutafjár í Novator Pharma þegar tilteknum ráðstöfunum á yfirtöku Actavis yrði lokið, en félagið stóð fyrir stærstu yfirtöku Íslandssögunnar á Actavis sumarið 2007, eins og frægt er orðið. Í samningnum var einnig mælt fyrir um að Róberti yrði tryggð árangursþóknun, svokallað success fee. Í ágúst 2008 var Róberti sagt upp sem forstjóra Actavis án tilefnis. Félag Bjórgólfs Thors, Novator Pharma, tilkynnti Róberti hinn 13. ágúst 2009 að vegna fjárhagslegrar stöðu gæti það ekki staðið við samninginn við hann. Í september 2009 tilkynnti Björgólfur Thor Róberti að Actavis væri yfirskuldsett og ekkert eigið fé væri eftir í strúktúr aflandsfélaga sem héldu á hlutabréfum Björgólfs í félaginu. Róbert höfðaði síðan mál á hendur Novator Pharma og öðru félagi í eigu Björgólfs Thors, Novator Pharma Holding. Hinn 7. mars voru félögin tvö, sem er í dag eignlaus, dæmd til að greiða Róberti 30 milljónir evra. Félag í eigu Björgólfs, BeeTeeBee Ltd., átti hins vegar einnig kröfu á hendur Róberti og sama dag var hann dæmdur til að greiða félaginu 7,7 milljónir evra. Þar sem félög Björgólfs sem héldu á eignarhlutnum í Actavis voru eignalaus, eftir að Deutsche Bank hafði tekið Actavis yfir að mestu leyti, og voru með takmarkaðri ábyrgð í þokkabót og Róbert var í persónulegri ábyrgð fyrir sinni skuld við BeeTeeBee Ltd. var ekkert annað í stöðunni fyrir hann en að semja. Í raun stóð hann frammi fyrir því að félag Björgólfs Thors gengi að persónulegum eignum hans, eins og húsi fjölskyldunnar, ef ekki yrði samið. Þeir hafa því gert með sér samkomulag og hefur Róbert gefið út skuldabréf upp á 5 milljónir evra, jafnvirði 810 milljóna króna, sem er á gjalddaga árið 2015. Þá hefur hann skuldbundið sig til að höfða ekki mál gegn 19 tilgreindum félögum í eigu Björgólfs. Samkomulagið hljóðar upp á fjárhæð sem er nokkuð lægri en dómkrafan hljóðaði upp á. Dæmd krafa var 7,7 milljónir evra með vöxtum. Með vöxtum hljóðar krafan á hendur Róberti upp á fjárhæð sem er vel yfir 10 milljónum evra. Róbert Wessman gaf ekki færi á viðtali. Björgólfur Thor vildi ekki tjá sig um málin að öðru leyti en því að um væri að ræða trúnaðarmál sem hafi verið lokið með samkomulagi. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent